22.11.2005 19:16

Drátturinn...

Við erum í umspili og mætum gömlum félögum í Vogunum á þeirra heimavelli. Þetta þýðir að við erum ekki en komnir í 32-liða úrstlit en ef við vinnum þann leik mættum við úrvalsdeildarliðinu Hetti hér í Reykjavík. Það er margt gott og skemmtilegt við þenna drátt og verður gaman að heimsækja Þrótt. Við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra og sigruðum við þá einmitt í Voganum 81-67 en töpuðum fyrir þeim í Austurbergi 73-70 í hörku leik. Þróttur hefur ekki byrjað þetta Íslandsmót vel og eiga þeir en þá eftir að landa fyrsta sigrinum sínum. En þessi leikur verður spilaður miðvikud. 30 nóv kl.20:30 og við Hött 10 eða 11 des.

Hérna kemur drátturinn:
 
Forkeppni að 32-liða úrslitum
Þróttur V. - Leiknir 30. nóv. kl. 20:30 í Vogum.
Haukar b - Brokey 29. nóv. kl. 21:30 á Ásvöllum.

32-liða úrslit
Sindri - Tindastóll
Keflavík - Fjölnir
Haukar b/Brokey - UMFG
Þór Þ. - FSU
Breiðablik - Keflavík b
Þróttur V./Leiknir - Höttur
Drangur - Valur
Skallagrímur - ÍR
Reynir S. - Hamar/Selfoss
ÍS - Snæfell
KFÍ - Haukar
KR b - Stjarnan
ÍA - Þór Ak.
UMFL - KR
Fjölnir b - UMFN
Valur b - Léttir

Leiknir vs Þróttur 045.jpg

    Leikurinn gegn Þrótti í fyrra


Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06