01.12.2005 12:05
Sigur og Höttur næstu fórnarlömb
Það var lagt af stað í ferðlag til Voga á vatnsleysuströnd til að keppa í bikarnum. Eitthvað var myndavélin og stelpurnar sem voru að horfa á að trufla Snorra svo hann tók sjálfan sig útaf á 4 mín með glæsilegu misstígi sem sendi hann næstum því á bráðavaktina.
Maður kemur í manns stað og framundan var veisla fyrir augað. Hörku spennandi leikur framundan þó Leiknismenn hafi ávallt einu skrefi á undan. Áhorfendur voru okkur erfiðir á þann máta að liðsmenn Leiknis heyrðu einfaldlega ekki hvað leikstjórnandinn kallaði fyrir látunum. Mikil átök voru í leiknum og í 4 leikhluta komust Þróttarar yfir. Leiknismenn jöfnuðu þó leikinn og spennan svo mikil að maður gat heyrt saumnál detta (Þ.e. hefðu ekki verið svona mikil læti í áhorfendum, af hverju höfum við ekki svona trommara??).
Þegar stigin voru jöfn og nokkrar sekúndur eftir áttu Leiknismenn innkast, Ari fékk boltann og hefur eflaust hugsað sér að skora aðra sigurkörfu eins og í síðasta leik en fékk góða vörn á sig og gaf flotta sendingu á Halla, sem greip hann í loftinu. Nú var spennan orðin svo mikil að tímin einfaldlega stoppaði þegar Halli fékk boltann, örfár sekúndur eftir og allt stefndi í ,,bösser" körfu, en Halli mjög óheppinn, náði ekki að senda hann alla leið og framlenging því staðreynd.
Leiknismenn komu sterkir inn í framlenginguna og sigruðu í lokin, nema Halli sem hélt að við hefðum tapað og fylltist mikilli gremju þegar hann sá að samherjar sínir voru að fagna tapinu (sigrinum). Hann áttaði sig samt fljótt á því og maður gat séð bros í gegnum tárin.
Ekki ein einasta tæknivilla í þessum leik, Mikki fékk þó eina ásetnings en má eiga það að það varð að stoppa þennan mann. Sýndum mikla samstöðu þegar við lentum undir og náðum yfirhöndinni aftur.
2 sigrar í röð og
næsti deildarleikur á sunnudaginn. Mjög mikilvægur leikur og ef við
vinnum þá erum við komnir á þægilegan stað í efri topp
deildarinnar. Áfram Leiknir!!!!!