11.12.2005 13:23

Bikarævintýrið á enda

Höttur komu sterkir í Austurbergið og unnu okkur Leiknismenn með cirka 35 stiga mun. Gaman að sjá hvar við stöndum gegn úrvaldsdeildarliði eins og þessu og hefðum léttilega getað endað þennan leik með minni stigamun þar sem skotin voru ekki að detta hjá okkur. Greinilegt samt að vörnin var sterkari en við erum vanir og tókst þeim að trufla leikinn mikið með pressu á leikstjórnendur Leiknis.

Þó svo að við töpuðum þá voru við samt miklu meira töff, nýjir upphitunarbolir komnir og allir þar með í stíl :D

Við erum reynslunni ríkari og komum sterkari til  næsta leiks..

Framundan er pása í körfunni, næsti leikur ekki fyrr en seint í Janúar (vegna þess að við áttum að eiga fyrsta leik við Keflavík sem drógu sig úr keppni). Nú er málið bara að taka á því á æfingum og stefnan tekin á alsherjar ,,sixpack" hjá öllum í liðinu eftir jól.

 

 

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06