29.01.2006 15:47
ÍR tættir í sundur
Stórkostlegur
Sigur á Ír-ingum var staðreynd eftir mikla baráttu.
Eitthvað fóru dómarnir í
skapið á Halla svo að hann fékk 2 tæknivillur á sig og þar með leikbann.
Það er
greinilegt að dómarar og Leiknir fara ekki vel saman.
Við vorum yfir mest allan
leikinn þangað til að okkar menn fóru að spila eitthvað illa.
Ír ingar (benni)
notfærðu sér það og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum.
En rosaleg breidd
okkar Leiknismanna og stórkostlegir áhorfendur voru of mikið fyrir andstæðinga
okkar og öruggur sigur í höfn.
Nú þurfa hin liðin að taka sig á til þess að
elta okkur.
Næsti leikur er gegn Borgnesingum, tókum þá létt seinast og eiga þeir eftir að
koma í hefndarhug í AUSTURBERGIÐ þar næstu helgi. Austurberg er búið að vera
okkur erfitt og var Daði að tala um að safna saman í Höll handa okkur. Þar með þurfum
við að hækka gjaldið úr 12.000 krónum í cirka 48.012.000 á mann.
Daði sér um að rukka þetta inn.
Vorum að spá í að setja líka nýja reglu. Allir að taka með sér minnst einn
áhorfenda á leik. 1 stig fyrir venjulegan áhorfenda en 4 stig ef yfirmaður á
vinnustað kemur að horfa. Unnar og Snorri eru því með 5 stig eftir ír-leikinn
:)
Kassi af Bjór í verðlaun.
Sjáumst allir hressir á Ölveri á eftir þar sem Siggi er búin að lofa okkur
ódýrum hamborgunum og brjálaðari stemningu.