14.02.2006 23:35

ÍA menn komnir með jafn mörg stig

 Jæja, kominn tími til þess að blogga aðeins hérna. ÍA menn eru komnir með jafn mörg stig og við, djö að hafa ekki unnið þá. Þeir keppa næst á móti KR og við einnig. Það gæti því farið þannig að næsti leikur á móti KR geti verið úrslitaleikur. Það er því mikilvægt að taka vel á móti þeim og sýna þeim hvernig á að spila alvöru körfubolta.

 Annars eru það stórtíðindi að Snorri er kominn í nýjar stuttbuxur. Þó svo að gömlu rauðu (bleiku) eigi fullt af kílómetrum eftir þá hefur hann ákveðið að leggja þær á hilluna (allavega til að byrja með). Þær eru nú á uppboði og líkur því í byrjun næsta mánaðar. Menn eru því hvattir til þess að bjóða í þessar stuttbuxur, ekki er hægt að verðleggja alla þá reynslu sem fylgir þeim. Upphafsboð er 11.000 krónur þar sem Andri hefur þegar boðið 10.000 í þær.


 Áfram Leiknir

Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 57017
Samtals gestir: 15545
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:22:21