05.03.2006 22:11
Komnir í úrslitin!
Já, við tryggðum okkur sæti í úrslitum með góðum leik á móti Hrönn. Hrannar menn héldu í við okkur með því að hitta vel úr 3 stiga skotum sínum en það var ekki nóg til að stoppa okkur. 4 sigurleikir í röð og Deiglan eru næstu mótherjar. Þó svo við erum öruggir áfram þá viljum við vinna næsta leik. Þetta verður skemmtileg úrslita helgi og er ekki málið að redda bústað eða einhverju álíka svo maður þurfi ekki að keyra þetta fram og til baka? Siggi er búin að redda okkur tjaldstæði fyrir þá sem vilja reyna á frostmörk sín.
Deiglumenn unnu Skallagrím frekar örugglega, þeir eru með sterkt lið og verður gaman að spila við þá næstu helgi.
Áfram Leiknir.