22.03.2006 01:00

Checklisti

Jæja, þá er síðasta æfinging búin, búið að yfirfara marga klukkutíma af myndböndum með hverju liði í keppnini o.s.f. Þá er bara komið að því að prenta út þennan checklista og koma sér í gírinn:

Sjónvarp svo hægt sé að taka playstation mót

Playstation tölvu

Einhvern leik sem allir geta spilað, Buzz t.d. (Sammi spilar með bundið fyrir augun)

Körfuboltaskó

2 handklæði (óli þarf 4 þar sem hárið er alltaf vafið upp eins og stelpurnar gera)

Sjampó (helst dubbel dusch, góð lýkt af því, ekkert helvítis rósashampó eins og Unnar er oft með)

Veskið

Kærustur (svo við getum sett saman klappstýrulið)

Nærbuxur, sokka og önnur undirföt

Einhver þarf að koma með ghettóblaster svo við getum hlustað á tónlist

Góða diska, eða ipod (Unnar má ekki koma með sinn, leiður á öllu þessu helvítis rappi, Unnar, þú ert ekki ,,gangster" þó þú hlustir á rapp og eigir heima í árbænum.

Áfengi, (já þið heyrðuð það, ef við töpum öllu, þá verður djammað á laugardeginum, en ef við vinnum þetta þá verður að djamma líka, eiginlega engin leið út úr þessu. Þeir sem eru í aðhaldi hjá Bjössa mega hinsvegar drekka óáfengan sykurlausan megrunardrykk, má ekki bæta á sig kílóum)

Tannbursti

Leiknisbolina (verðum við ekki að vera í stíl?)

Leiknisbúningana (helvít sárt að gleyma þeim)

Svefnpoka??? (það verður eiginlega að komast að því hvort það séu vissar græjur til á svefnstaðnum okkar, annars er ég ennþá til í tjaldið hjá Sigga, hristum frostið bara af okkur, við erum leiknismenn!)

Góða bók (já gerið bara grín að manni :D )

Vatnsbrúsa


Já, orðin helvíti tómur núna, best væri bara að fá mömmur til þess að pakka niður fyrir okkur, þá myndum við líklega fá samlokur og gos með, þær klikka aldrei, annars endilega bætið á þennan checklista........

Buzz mót, verðlaun sem besti buzzarinn á Árshátíðnni???? tja, ég segi svona..
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06