03.04.2006 13:38

Úrslitakeppninni Lokið!

Seinustu helgi (24-26mars) fór fram úrslitakeppni 2.deildar. Þetta er í fyrsta skipti sem að við komumst þangað, enda aðeins á okkar öðru ári.

Leikirnir spiluðust svona: Unnum ÍG á föstudegi. Töpuðum svo fyrir bæði Ármann Þrótt og ÍBV á laugardeginum. ÍBV leikurinn er reyndar umfjöllunar efni sem að ég treysti mér ekki til að ræða frekar, en naumur var ósigurinn og dómararnir vita hvað okkur finnst um þá! Svo á sunnudaginn unnum við Skaga grýluna sannfærandi. Og fyrir þetta enduðum við í 5.sæti sem er ekkert svo slæmt en... ætlum okkur tvímælalaust stærri hluti á næsta tímabili.

Siggi,Kiddi og Halli.

Þannig að annað sætið í riðlinum okkar og fimmta sætið í úrslitakeppninni er staðreynd eftir stórskemmtilegt tímabil. Ég vill bara nota tækifærið og þakka strákunum fyrir frábært tímabil. Einnig er vert að þakka þeim sem að komu á leikina til að styðja við bakið á okkur!

Heiðar,Sammi,Snorri,Óli,Gummi.

Að lokum vill ég minna alla Leiknis menn á það að árshátíðin er að nálgast og þá er kominn tími á að sletta út klaufunum. Þeir sem að skulda ennþá í árshátíðarsjóðinn eru minntir á að gera það upp sem fyrst. Svo þurfum við að ræða saman um dagsetningu og skipulagningu á sjálfri hátíðinni. Ef að þið hafið góðar hugmyndir varðandi árshátíðina endilega commentið þá hér að neðan.

Takk fyrir mig.

Unnar

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06