01.11.2006 18:20

Fyrsti sigurinn!

Fyrsti sigurleikurinn er staðreynd. Við fengum vinalið okkar Brokey í heimsókn í Austurbergið og endaði sá leikur 70-61. Halli og Ari voru stigahæstir báðir með 14 stig sem er glæsilegt.

Næsti leikur verður á móti Reyni Sandgerði í Sandgerði á laugardag klukkan 5. Allir alvöru Leiknismenn láta sig að sjálfsögðu ekki vanta á þann leik.

Það var dregið í bikarnum í dag. Við verðum að spila í undankeppni líkt og í fyrra. Við lendum á móti Glóa. Ef við vinnum þá þá spilum við á móti KR-b 24-26.nóv.

Mottukeppnis myndir eru ennþá væntanlegar og prófílarnir líka. Verið er að vinna í því en svona til þess að hita aðeins upp set ég tvær myndir hér að neðan.

 

 

Það var ekkert fleira í bili. Áfram Leiknir

Unnar

Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 69458
Samtals gestir: 18092
Tölur uppfærðar: 28.4.2025 09:08:45