17.12.2006 22:33

Varnarsigur sem gaf okkur 36 stiga mun

Já við tókum á móti Brokey í Seljaskóla vitandi það að þetta yrði hörkuleikur. Brokey setti fyrstu 7 stigin en þá settu Leiknismenn í lás og þjöppuðu vörnina saman svo um munaði. Greinilegt að við erum farnir að spila betur saman og ef við höldum áfram að spila svona á ekkert lið séns í okkur. Mikilvægur leikur framundan á móti Reyni Sandgerði. Ef við vinnum þá þá erum við búnir að jafna þá að stigum og bæta mikilli spennu í þennann riðil okkar. Ír b er dottið út þar sem þeir mættu ekki í annað skiptið fuc** fá*****, skemma riðill okkar, nú fáum við enn færri leiki til þess að spila. Æfingar halda áfram á Kjalarnesinu og nú er engin afsökun til að mæta ekki þar sem prófin eru að verða búin. Við erum langbestir og við sýndum það í dag Áfram Leiknir!!!!!!! Já og ég mæli með Leiknispartý, er einhver sem býður sig fram ? Maður á alltaf eftir að sjá íbúðina hans Mikka t,d, ;)
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06