11.02.2007 18:18

Góður sigur og partý!

Stærsti sigur Leiknis frá upphafi. Já það vantaði ekki hittnina hjá okkur á móti vinum okkar í Brokey en leikurinn fór með 52 stigum. Þeir mega samt eiga það að láta ekki deigan síga og komust á ágætis skrið í seinasta fjórðung.

Mikki og Einar voru sem berserkir í framlínunni í vörninni og skoruðu þeir samtals um 56stig. Restin stóð sig vel í vörninni og uppskárum við hraðaupphlaup eftir því.

Ég vill nota tækifærið og þakka þeim sem komu á leikinn. Maggi,Stebbi,konurnar, Friðjón og þá sérstaklega Bjarka með fánann!!

Línurnar fyrir partýið eru farnar að skírast. Planið er að hittast á ölver á laugardaginn,fara þaðan á bikarleikinn í körfubolta (Ír-Hamar/selfoss), eftir hann svo matur og partý.

Í sambandi við staðsetningu á partýinu þá kemur það í ljós í byrjun vikunnar hvar það verður haldið.

Svo að lokum eru skilaboð frá Samma til þeirra sem eiga eftir að borga æfingargjöldin að drífa í því, Beggu langar víst til þess að fara í verslunarferð til London...

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 86259
Samtals gestir: 21065
Tölur uppfærðar: 16.10.2025 17:55:22