02.04.2007 15:55
Úrslitakeppnin og dagskrá framundan
Jæja, þá er úrslitakeppninni í 2.deildinni lokið en hún fór fram á Skaganum um helgina. Úrslitin voru svo hljóðandi:
1.sæti-Þróttur Vogum
2.Sæti-Reynir Sandgerði
3.Sæti-ÍA
4.Hvíti Riddarinn
Úrslitaleikurinn var víst sérstaklega spennandi þar sem hann var tvíframlengdur
Það er því ljóst að þróttur og Reynir fara upp í 1.deild, við Leiknismenn óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis þar. Það hefði verið skemmtilegt hefðum við komist í úrslitakeppnina til þess að sjá hvar við stöndum á meðal þessara liða. Að mínu mati skilur lítið liðin að nema dagsform.
Dagskráin sem er framundan hjá okkur Leiknis mönnum er komin með sér dálk hérna efst á síðuni. Þar má helst nefna pókerkvöld, Mostra mótið sem verður að öllum líkindum stórskemmtilegt, sumarferð Leiknis og síðast en ekki síðst Árshátíðin.
Æfingarnar á Kjalarnesinu er búnar í bili og því eru aðeins æfingar á mánudögum og föstudögum, ég hvet alla til þess að vera duglegir að mæta..
Það er kominn tími á þá sem ennþá skulda æfingagjöld að gera upp enda tími til kominn! Mánuðurinn að byrja og allir þræl efnaðir.
Svo náttúrulega þegar að menn eru komnir í borgunar ham þá má leggja inná Samma árshátíðarsjóðs gjöld!
Það var ekki meira í bili
Unnar
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06