25.07.2007 23:19

Sumarferð Leiknis

Jæja boys þá er komið að því. Sumarferð Leiknis er þessa helgi.
Lagt verður af stað á föstudag á milli 13 og 14 þar sem að streetball mótið á Grundarfirði byrjar klukkan 17. Mótið verður ekki haldið á hinni margrómuðu steypu, heldur verður mótið haldið á bryggjunni þannig að menn ættu að taka með sér sundskýlu.
Daginn eftir verður haldið mót þar sem Steini Jobba kemur með sitt nýja lið og sýnir þessu utanbæjar pakki hvernig á að spila baskara.
Eftir það tekur svo við grill og öllari.

Ég minni á það að allir eiga að klæðast einhverju gulu til þess að vera töff.
Bílamál verða rædd á milli manna, og er þessi síða ágætis staður fyrir þess konar umræðu.

Steini bað mig um að koma þessu til skila:
Strákar muna eftir tannbursta, hárbursta,bjór,gulum fötum,ávextum, smurðu nesti, kodda (fyrir koddaslaginn),góða skapinu og smá nammi fyrir kvöldvökuna.

Það var ekki fleira í bili, jú nema hvað að Finninn bað að heilsa hann er við góða heilsu og hann stefnir á að koma sem fyrst til baka og fara úr lið á hinni öxlinni.

Later. Unnar
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06