06.10.2007 21:18

Sigur gegn KKF Þórir

Fyrsti leikur tímabilsins 07/08 fór fram í dag. Þegar Leiknir tók á móti KKF Þórir í Rvk-móti neðrideildar, fyrirfram var búist við frekar jöfnum leik en annað koma á daginn. Leiknir var með fullskipað lið eða alls 12 leikmenn en KKF Þórir voru bara 6 manns. Þá var ákveðið að við mundum keyra á hraðan í þessum leik og valta yfir fáliðaðan andstæðinginn. Þessi leikáætlun svínvirkaði og á endanum sigraði Leiknir þá með 39 stiga mun, lokatölur 83 - 44. Það má til gamans geta að Leiknir klikkaði ekki á einu einasta vítaskoti og það þykir feyki gott en það voru 12 slík skot. Það voru alls 11 leikmenn sem sáu um að skora körfurnar en Daði (17stig) og Einar (16stig) voru samt atkvæðismestir.

Hér er annars tölfræði leikmanna:

Nr.4 Sammi: 7stig - 1villa
Nr.5 Daði: 17stig - (4/4) víti - 1villa
Nr.6 Snorri: 5stig - engin villa
Nr.7 Binni Oldman: 6stig - 2villur
Nr.8 Einar: 16stig - (2/2) víti - 1villa (skoraði 14stig í 3.leikhluta)
Nr.9 Halli: 4stig - (2/2) víti - 1villa
Nr.10 Siggi: 8stig - (4/4) víti - 1villa
Nr.11 Binni Newman: 0stig - 1villa
Nr.12 Kiddi: 7stig - engin villa
Nr.13 Steini: 3stig - 2villur (1tæknivilla og 1 rauður í sjóðinn)
Nr.14 Unnar: 8stig - 1villa
Nr.15 Ari: 2stig - 2villur

Næsti leikur er gegn Val-b í Hagaskóla kl.15:00 á morgun. (07.10.07)

Áfram Leiknir



Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06