26.10.2008 23:12
Sigur gegn KKF Þórir!
Vil byrja á að þakka liði KKF Þóris fyrir leikinn, erfiðir mótherjar þar á ferð og gefast aldrei upp. Leiknir var án þjálfarans, Samma sem ákvað að fara frekar að horfa á körfubolta á Spáni. Einnig vantaði stigavélina Mikka og leynivopnið, hann Óla í hópinn. Leikurinn var frekar jafn en Leiknir þó með yfirhöndina mest allan leikinn. Daði var vægðarlaus í að keyra á körfuna og setti 20 kvikyndi og fékk hvorki meira né minna en 11 vítaskot í fyrsta leikhluta (greddan alveg að fara með kauða). Halli BoomBoom lék einstaklega vel, skoraði 19 stig og reif niður 13 fráköst... besti leikur hans til þessa á tímabilinu staðreynd. Nota ég hér með tækifærið og útnefni þessa tvo, menn leiksins. Aðrir léku einnig vel, Einar var solid, setti 16 stig og Siggi kom þar næstur með 15. Aðrir skoruðu minna en allir spiluðu hörkuvörn og það var einmitt hún sem skóp sigurinn. Flottur leikur undir stjórn Kidda sem stóð sig eins og hetja á bekknum í fjarveru Samma. Sammi... watch out;)
Hér er svo tölfræði leiksins:
Stig Fráköst Stoð. Bolta náð tapaðir Varin
Nr.5 Daði 20 3 1 1
Nr.6 Baddi 5 2
Nr.7 Binni 1 - Samt alveg ágætur gaur...
Nr.8 Einar 16 3 3 3 4
Nr.9 Halli 19 13 2 1 1
Nr.10 Siggi 15 6 4 3 4
Nr.11 Eiki 3 1
Nr.12 Kiddi DNP
Nr.13 Helgi 2 1 1
Nr.14 Snorri 4 1 1 1
Nr.15 Úlfar 3 8 1 1
Annars vil ég bara að segja að þið fáið væntanlega meira pro pistil næst þegar Sammi verður mættur aftur til starfa...
ÁFRAM LEIKNIR!!!!
*** Þetta er fyrir öll skiptin sem þú hefur lamið mig í gólfið... :)