23.11.2008 12:57

Leiknir úr leik í bikarnum

Það voru ca.100 manns sem sá Njarvík vinna lið Leiknis í Austurberginu í gær. Njarvík tóku enga sjensa og byrjuðu leikinn á sínu sterkasta liði. Frikki Stefáns skorið fyrstu körfu leiksins og Maggi Gunn sett síðan fyrsta þristinn sinn og staðan orðinn 5-0 en fyrstur á blað hjá Leikni var Daði með laglegt lay-up. Njarvík var kominn með stöðuna í 14-2 og Sammi tók leikhlé, eftir það lagaðist leikurinn hjá Leikni og náðu þeir að minka muninn í 5 stig og staðan orðinn 16-11. Njarðvík sett síðan niður þrjá þrista á móti einum hjá leikni og fyrsti leikhlutinn endaði 25-14 fyrir Njarvík. Annar leikhluti byrjaði vel en Mikki setti niður þrist og Úlfar fylgdi síðan eftir með góðri körfu en hann setti niður 8 stig í þessu leikhluta og þar á meðal eina troðslu. Njarðvík leiddi í hálfleik 52-29 og byrjaði síðari hálfleikurinn ekki vel, þeir pressuðu allan völlinn og upp skáru 13 stig í röð og munurinn orðinn 36 stig. Leiknir sett niður 2 stig á móti næstu 8 hjá Njarðvík og en jókst munurinn en eftir þetta varð leikurinn jafnari og endaði þriðjileikhlutinn 82-39. Það var ekki fyrr en í fjórðaleikhluta sem Halli komst almennilega í gang en það fór frekar lítið fyrir honum framan að, hann skoraði 7stig í röð en 11 stig samtals í leikhlutanum. Leikurinn endaði 110 - 62 fyrir Njarvík og getum við verið þokkalega sáttir með það, einnig er hægt að lesa um leikinn á heimasíðu Njarvíkinga

Maður leiksins var Úlfar, sýndi frábæra baráttu um lausabolta og stóð sig þokkalega vel í vörn.
Snapp leiksins var Halli þegar hann ætlaði að drepa leikmann nr.13 hjá Njarvík.
Tilþrif leiksins átti Úlfar þegar hann tróð tuðrunni eftir hraðaupphlaup.

Stigahæðstu menn:

Leiknir
Halli 11stig - 1 þristur
Úlfar 10 stig
Daði 9 stig - 1 þristur
Snorri 8 stig - 2 þristar
Mikki 7 stig - 1 þristur
Einar 7 stig  - 1 þristur
Siggi 4 stig
Helgi 2 stig
Kiddi 2 stig
Eiki 2 stig


Njarðvík
Maggi Gunn 28 stig - 8 þristar
Logi Gunnarsson 14 stig
Frikki Stef 10 stig




Næsta laugardag er leikur gegn Álftanesi í Hagaskóla kl.13.30


ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!

Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 57017
Samtals gestir: 15545
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:22:21