02.12.2008 21:09
Sigur gegn Álftanesi
Það var sannkallaður stórleikur síðasta laugardag í Hagaskóla þegar Leiknir tók á móti UMFÁ. Þessi lið höfðu spilað einu sinni áður og var það fyrsti leikurinn á þessu tímabili og sigraði UMFÁ þá með 10 stigum, 103-93. Var það eini tap leikur Leiknis á tímabilinu en UMFÁ hefur líka bara tapað einum leik og var það gegn ÍG. UMFÁ byrjuðu leikinn betur og komust í 4-1 en eftir smá hökt breyttist það í 10-4 fyrir Leikni, þessi fyrsti leikhluti var mjög langur en það voru margar villur dæmtar og mörg vítaskot tekinn,samtals 23 vítaskot (Leiknir 9 víti og UMFÁ 14 víti). Leiknir leiddi eftir fyrsta fjórðung 33-24 en Helgi, Snorri, Daði og Einar voru allir komnir með 6stig og Daði Janusson var stighæðstur með 10stig fyrir UMFÁ. Strax í byrjun annars leikhluta byrjaði Leiknir af miklum krafti og skoruðu 9 fyrstu stiginn, UMFÁ áttu til fá svör og jók Leiknir allt af munin meira og meira og varð hann mest 27stig en staðan eftir annan leikhluta var 64-37 og voru Álftnesingar ekki hressir með sína frammi stöðu létu tuðruna finna fyrir því og uppskáru tæknivillu í þokkabót. Það þýddi að Leiknir fengu tvo vítaskot og byrja með boltan í þriðja leikhluta. Stigahæðstu menn í hálfleik voru Halli 13stig, Einar 12stig en hjá UMFÁ Davíð 12 stig Daði 10stig. UMFÁ byrjuðu seinnihálfleikinn í svæðisvörn og við það kom smá hik á sóknar leik leiknis en þeir skoruðu 14stig gegn aðeins 3stigum Leiknis og munurinn orðin 15stig þá tók Siggi til sinnar ráða og setti niður þrjá þrista og jók munin aftur í 20 stig en endaði þriðji leikhlutinn 79-62 Leikni í vil. Í síðasta leikhlutanum var það bara forms atriði að klára þenna leik og gerðu það, 22stiga sigur staðreynd og Leiknir komið í efsta sætið með ÍG, lokatölur í leiknum 98-76.
Maður leiksins: Mjög erfitt að velja einhvern einan en Halli verður fyrir valinu, var með 19stig, 7fráköst og 3 varða bolta, fékk það erfiða verkefni að halda Daða niðri og gerði það vel.
Snapp leiksins: Siggi tók leikmann nr.5 hjá UMFÁ í bóndaglímu en það var ekkert miðað við það þegar Helgi ætlaði að drepa Steina fyrir að hafa snúið upp á honum hendina, þannig að Helgi vinnur þann vafasama heiður.
Tilþrif leiksins:Þegar Siggi tók einn leikmann UMFÁ í bóndaglímu.
Tölfræði úr leiknum er hér
Halli að standa sig í vörninni
Maður leiksins: Mjög erfitt að velja einhvern einan en Halli verður fyrir valinu, var með 19stig, 7fráköst og 3 varða bolta, fékk það erfiða verkefni að halda Daða niðri og gerði það vel.
Snapp leiksins: Siggi tók leikmann nr.5 hjá UMFÁ í bóndaglímu en það var ekkert miðað við það þegar Helgi ætlaði að drepa Steina fyrir að hafa snúið upp á honum hendina, þannig að Helgi vinnur þann vafasama heiður.
Tilþrif leiksins:Þegar Siggi tók einn leikmann UMFÁ í bóndaglímu.
Tölfræði úr leiknum er hér
Halli að standa sig í vörninni
Skrifað af Samma
Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 57017
Samtals gestir: 15545
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:22:21