04.12.2008 11:10

KKF Þórir vs Leiknir

Næsta sunnudag er leikur gegn KKF Þórir í Hagaskóla kl.12.00. Með sigri gætum við tryggt okkur efsta sætið í riðlinum og haldið því fram í janúar.

Þessi lið hafa mættst alls sjö sinnum, reyndar í fyrsta og eina skiptið þegar við mættum þeim hétu þeir Hrönn en það var á okkar fyrsta tímabili í Reykjarvíkur mótinu 2004. Sá leikur fór 50 - 47 fyrir Hrönn en árið eftir tímabilið 2005-2006 spiluðum við aftur við þá í Rvk-móti og fóru leikar 78 - 64 fyrir okkur. Við vorum einnig með þeim í riðli þetta árið og fyrsti deildarleikurinn var jafn og spennandi en sigruðum við með tveimur stigum 64 - 62 í Hagaskóla. Seinni leikurinn var aðeins auðveldari en við sigruðum þá með 14 stiga mun 80 - 66 í Austurbergi en það er næst stærsti sigur okkar á þeim(settum það met reyndar í rvk-mótinu sama ár).Tímabilið 2006-2007 mættumst þessi lið ekki neitt, Tímabilið 2007-2008 var okkar besti leikur gegn þeim, það var en og aftur leikur í Rvk-móti og sigruðum við 83 - 44.

Þá er komið að leikjum á þessu tímabili, við mættum þeim fyrst í Rvk-mótinu í Hagaskóla og sigruðu þeir okkur 81 - 75 en við náðum fram hefndum í deildinni og sigruðum 85-79.

Staðan er þannig í deildinni að við erum með 4 sigra og 1 tap en KKF Þórir eru með 2 sigra og 4 töp. KKF Þórir hefur sigrað ÍG og ÍBV en það eru lið sem við höfum ekki en þá mætt. KKF Þórir er klárlega lið sem þú vild ekki vanmeta en þeir hafa marga góða leikmenn innanborðs þar á meðal einn útlending.

Hér koma nokkri skemmtilegir punktar:

  • Sex sinnum hafa þessi lið mættst í Hagaskóla.
  • En bara einu sinni spila í Austurbergi.
  • 4 af 7 leikjunum voru í RVK-móti.
  • Þessi lið eru jöfn í RVK-mótum, 2 sigrar á kjaft.
  • En Leiknir eru ósigraðir gegn þeim í deildinni.
  • Leiknir hefur sigrað þá 3 sinnum í deildinni.
  • Hæðsta stiga skorið á milli þessara liða var síðasti leikur en hann fór 85-79 fyrir Leikni.
  • Lægsta stiga skorið á milli þessara liða var fyrsti leikurinn en hann fór 50-47 fyrir Hrönn.
  • Liðinni hafa sigrað sitthvorn leikinn á þessu tímabili með sama stiga mun s.s. 6 stigum.
  • Ef sett eru öll úrslit saman í stigaskor, er staðan svona 512 - 446 fyrir Leikni
  • Meðaltali skorar Leiknir 73 stig gegn 63 hjá KKF Þórir


Deildarleikur
Sunnudaginn 7.des
kl.12.00 í Hagaskóla


       vs 


ALLIR Á VÖLLINN!!!
ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!!!

Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 57073
Samtals gestir: 15576
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:44:03