19.01.2009 10:00

Sigur í fyrsta leik ársins

Það var sannkallaður topp-slagur í Hagaskóla síðasta laugardag. Leiknir tók á móti ÍBV en staðan í riðlinum var þannig að ÍBV var í fyrsta með 12 stig en Leiknir í öðru með 10stig en átti inni 4 leiki á þá.

Upphitunin byrjaði vægast sagt skrautlega, búningarnir sátu fastir í umferð með Helga en upphitunartreyjurnar voru komnar þannig að menn létu það ekki stopa sig, heldur hituðu þá bara upp á naríunum og náðist þetta á teipi :)

Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og skiptust liðin á að hafa forystu og Leiknir náði smá foskot í stöðunni 15-10 en þá kom góður endasprettur hjá gestunum og skoruðu þeir ellefu stig gegn aðeins tveimur stigum Leiknis og staðan eftir fyrsta fjórðung 21-17 fyrir ÍBV. Þeir heldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta en ÍBV var komið með átta stiga forystu strax 27-19 og var það mesta forysta sem gestirnir höfðu. Eftir þetta hrökk Leiknisvélin í gang með tveimur þristum frá Snorra, einum frá Mikka og brjálaðri vörn og breyttu stöðunni í 35-29 fyrir Leikni. Alveg undir blálokinn var Leiknir með sjö stiga forystu en ÍBV átti síðasta orðið og hittu bösser þrist og var munurinn fjögur stig í hálfleik 43-39 fyrir Leikni. ÍBV byrjaði seinni hálfleikin vel og setti niður þrist og munurinn bara eitt stig en það virkaði eins og vítamínsprauta í rassgatið á Leikni og settu þeir hverja körfuna niður og munurinn orðinn tólf stig 54-42. Þarna virtist eins og Leiknir ætlaði rúlla yfir gestina en allt kom fyrir ekki en þessu baráttu glöðu peyjar létu ekki segjast, staðan eftir þriðja leikhluta 68-61. Leiknir virtist samt vera búnnir að gera útum leikinn þegar munurinn var  orðin fimmtán stig 78-63 en gettu hvað? ÍBV náði muninum aftur niður í fjögu stig 78-74 og voru nokkuð líklegir að ná yfirhöndinni en þá koma varamaðurinn hann Baddi og setti tvo mikilvæga þrista í röð og sigurinn kominn í höfn 87-81. Það voru ellefu menn á skýrslu og komust þeir allir á blað sem sýnir og undirstrikar hvað það sé góð breidd í þessu liði :)

Maður leiksins: Var virkilega erfitt að velja á milli en Mikki, Einar og Halli vorur allir mjög góðir og get ég ekki valið á milli þeirra.
Tilþrif leiksins: Sóknar villa Úlfars, þegar Úlfar fékk boltan óvænt í hendurnar á miðjunni og setti á fullt gegn öllu liði ÍBVs og kallast svona tilþrif fella í keilu....
Snapp leiksins:Það tapaði engin sér í þessum spennu leik og fá menn plús í kladdann fyrir það!

Tölfræði liðsins: 2.stiga skot: 25/38 - 66%, 3.stiga skot: 11/27 - 41%, vítanýting: 10/16 - 63%, sóknarfrá. - 11, varnarfrá. -  21, varin skot - 8, tapaðir - 13, náð - 20, stoðsend. - 23, villur - 23

Tölfræði leikmanna:
  • Nr.4 Mikki - 15 stig - 3 boltar náð - 2 villur
  • Nr.5 Daði - 7 stig - 5 frák. - 3 boltar náð - 1 villa
  • Nr.6 Snorri - 9 stig - 50% nýting í 3.stiga - 2 villur
  • Nr.7 Baddi - 6 stig - 66% nýting í 3.stiga - 0 villur
  • Nr.8 Einar - 16 stig - 6 stoðsend. - 1 villa
  • Nr.9 Halli - 15 stig - 10 frák. - 3 varin - 4 villur
  • Nr.10 Siggi - 2 stig - 3 boltar náð - 4 stoðsend. - 4 villur
  • Nr.11 Eiki - 4 stig - 5 frák. - 4 boltar náð - 3 villur
  • Nr.12 Kiddi - 3 stig - 100% nýting - 0 villur
  • Nr.14 Helgi - 8 stig - 4 frák. - 3 boltar náð - 3 stoðs. - 1 villa
  • Nr.15 Úlfar - 2 stig - 2 varin - 2 boltar náð - 5 villur

Næsti leikur er gegn ÍG
24.jan í Hagaskóla kl.15.30


ÁFRAM LEIKNIR-KARFAN!!!

 



Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06