23.02.2009 00:01
AND1 STUFF !!!
Leiknir Vs. KKF Þórir
Tókum á móti KKF Þórir í Hagaskóla í dag í skemmtilegum leik. Leiknir var með yfirhöndina allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu. Hinsvegar náðum við aldrei að hrista Þórirsmenn almennilega af okkur þar sem þeir börðust eins og ljón. Leiknir rúllaði á öllum leikmönnunum sínum og allir fengu að spila.
Mörg skemmtileg tilþrif voru í leiknum líkt og þrjú blokk hjá Halla í þriðja leikhluta. Úlli fiskaði góðan ruðning þrátt fyrir að stigin fengu að standa (ekki oft sem maður sér það).
Kiddi fór hreinlega á kostum, hann setti Jordan-in í gang og setti allt niður! Það skipti ekki máli hvort það voru þriggja stiga körfur eða tveggja, allt ofaní! Ef það fór ekki ofaní þá náði hann að taka frákastið og skora (skildi alla aðra bókstaflega eftir á 4 fm svæði rétt hjá þriggja stiga línunni) Pant ekki dekka Kidda á næstu æfingu.
Úlli var nálægt því að troða monstertroðlsu en rétt klúðraði því og fékk skammir frá dómaranum fyrir of mikið hangtime. Ég held að málið sé að leyfa hárinu bara að hanga laust og liðugt, þá hlýtur næsta troðsla að fara ofaní!!
Sammi þú hendir tölfræðinni hingað inn er það ekki .
Erum ennþá að bíða eftir bloggi um leikinn á móti Álftanesi, hmmmm Sammi
Næsti leikur er á móti HK 1 mars í Hagaskóla. Strákar sem kunna að spila og má alls ekki vannmeta.
Vill bæta við að hlýtur að teljast til þvílíkra þrekvirkja hjá mér að muna passwordið inn á þessa síðu!!
Hér kemur tölfræðin úr þessum leik
Nr | Nafn | 2.stiga | 3.stiga | Víti | Sóknarfr. | Varnarfr. | Varin | Tapaðir | Náð | Stoðsen. | Stig | Villur |
4 | Mikki | 2 af 3 : 66% | 1 af 3 : 33% | 1 af 1 : 100% | 0 | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 | 8 | 2 |
5 | Daði | 3 af 6 : 50% | 3 af 3 : 100% | 1 af 2 : 50% | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 13 | 2 |
6 | Snorri | 0 af 1 : 0% | 1 af 2 : 50% | 0/0 | 0 | 1 | 0 | 2 | 2 | 1 | 3 | 0 |
7 | Binni | 0 af 1 : 0% | 0 af 3 : 0% | 0/0 | 0 | 3 | 0 | 0 | 1 | 4 | 0 | 3 |
8 | Hansberg | 1 af 2 : 50% | 1 af 2 : 50% | 2 af 4 : 50% | 0 | 2 | 0 | 0 | 1 | 2 | 7 | 0 |
9 | Halli | 3 af 11 : 27% | 0/0 | 1 af 2 : 50% | 5 | 8 | 4 | 2 | 2 | 0 | 7 | 1 |
10 | Siggi | 0 af 3 : 0% | 1 af 3 : 33% | 3 af 4 : 75% | 0 | 3 | 0 | 2 | 0 | 1 | 6 | 4 |
11 | Eiki | 2 af 6 : 33% | 0 af 1 : 0% | 1 af 2 : 50% | 0 | 3 | 1 | 0 | 1 | 2 | 5 | 2 |
12 | Kiddi | 5 af 6 : 80% | 2 af 3 : 66% | 0/0 | 1 | 2 | 0 | 3 | 3 | 4 | 16 | 0 |
13 | Baddi | 0 af 3 : 0% | 0 af 2 : 0% | 0/0 | 0 | 0 | 2 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 |
14 | Sammi | 2 af 2 : 100% | 0/0 | 1 af 2 : 50% | 1 | 3 | 0 | 0 | 3 | 0 | 5 | 1 |
15 | Úlli | 7 af 11 : 64% | 0/0 | 5 af 5 : 100% | 4 | 8 | 0 | 3 | 1 | 1 | 19 | 3 |
Samtals: | 25 af 55 : 45% | 9 af 22 : 41% | 15 af 22 : 68% | 12 | 35 | 7 | 13 | 15 | 18 | 89 | 19 |