01.03.2009 21:09

Sannfærandi sigur gegn HK

Leiknir tóku á móti HK í Hagaskóla í dag. Fyrir utan fyrstu körfu leiksins þá leiddu Leiknismenn allan leikinn.

Fyrsti leikhluti fór 21 - 16 fyrir Leikni þar sem bæði lið voru að spila fínan sóknarleik.

Annar leikhluti fór 20 - 6 fyrir Leikni. HK menn náðu bara að skora 6 stig! Frábær frammistaða hjá okkur í þessum leikhluta þar sem allir voru að skila sínu.

Þriðji leikhluti fór 17 - 16 fyrir okkur. HK menn komu sterkir inn eftir leikhlé og sýndu að þetta var ekki búið.

Fjórði leikhluti fór 36 - 19. Leiknismenn kláruðu leikinn og sýndu sterka breidd liðsins á móti þreyttum HK mönnum.

Gaui var að spila sinn fyrsta leik á íslandsmótinu og stóð sig með prýði! Við verðum að muna að rasskella hann á næstu æfingu :)

Frábær 2.stiga nýting og aldrei fleirri stoðsendingar í leik. Hinsvegar var 3.stiga
nýtingin glötuð, tapaðir og boltar náð var frekar jafnt.


Lokatölur í leiknum fór 94 - 57, stærsta tap HK á þessu tímabili og
stærsta tap HK síðan gegn KR-b 13.nóv 2004!


Næsti leikur er á móti sterku liði ÍBV þar sem tveir leikir verða spilaðir. Sammi er að vinna í
gistingu o.s.frv.
 

Dómarnir stóðu sig vel í þessum leik, dæmdu vel á báða bóga, en HK menn létu þá samt fara eitthvað í taugarnar á sér og fengu á sig tvær tæknivillur.

Nú er bara að taka á því á æfingu og koma sterkir inn næstu helgi.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

Hér kemur svo tölfræðinn:



Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 57017
Samtals gestir: 15545
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:22:21