02.10.2009 03:02
Hin hliðin... Unnar Þór Bjarnason
Fyrsti leikur er framundan á næsta laugardag og fer hann fram í Kennaraháskólanum klukkan 11:30. Í tilefni þess kynnum við nýbreytni á síðunni... Hin hliðin, reynt verður að taka viðtöl við alla leikmenn Leiknis á tímabilinu til að lífga aðeins upp á síðuna. Við byrjum á okkar manni í Ástralíu!
Fullt nafn: Unnar Þór Bjarnason.
Aldur: 27 ára unglamb.
Giftur/sambúð? Giftur Auði Friðriksdóttur.
Börn: Nei.
Við hvað starfar þú? Nemi í Australia.
Hverjir eru þínir helstu kostir sem persónu? Mér líður eins og ég sé í atvinnuviðtali, get ég fengið næstu spurningu?
En helstu gallar sem persónu? Ruslatunnukjafturinn.
Uppáhalds drykkur? Kók.
Uppáhalds matur? Læri með bernaise eða frægi kjúklingarétturinn hennar mömmu.
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Stundum, fæ mér alltaf happa banana áður en að ég spila.
Hvaða liði myndir þú helst vilja spila með? Kærustunni hans Ara..
Hvaða liði myndir þú alls ekki vilja spila með? KR
Erfiðasti andstæðingurinn innan Leikis? Erfitt val, ætli ég verði ekki að tilnefna Halla þar sem að maður getur endað upp á slysó eftir hann.
Besti samherjinn? Erfitt val aftur..Snorri fær heiðurinn, hann finnur alltaf leið til þess að koma boltanum til manns.
Grófasti leikmaður Leiknis? Er Jói jökull með?
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Michael Jordan.
Hvert er þitt uppáhalds lið í enska? Tek ekki þátt í svoleiðis vitleysu, eintómar dýfingar og grenj...
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Þetta eru allt eintómir fjölskyldumenn en Mikki fær atkvæðið mitt.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Blokka nokkur skot og spila "harða" vörn.
Vanmetnasti karla leikmaður Leiknis? Finnski gaurinn sem axlarbrotnaði á fyrstu æfingunni með okkur.
Besta stund körfuboltaferilsins? Keppnisferðalög með Leikni...good times (er ennþá að bíða eftir fyrstu troðslunni).
Mestu vonbrigðin á körfuboltaferlinu? Vítaskotin hjá Hilmi í úrslitunum á móti ÍBV... J
Besti vinur þinn úr liðinu? Get ekki gert uppá milli þeirra, þið eruð allir æði.
Uppáhalds NBA lið? Þessa stundina er það Boston.
Uppáhalds körfuboltamaður? Er að meta Turkoglu.
Uppáhaldssjónvarpsefni? How i met your mother, Klovn, lost, family guy.
Uppáhalds kvikmyndin? Goodfellas og með allt á hreinu.
Uppáhalds hljómsveit? Tribe called quest, fæ aldrei ógeð á þeim.
Uppáhalds vefsíða? 123.is/leiknir og youtube.
Fallegasti Leiknismaðurinn? Binni gamli! algjört bjútí!
Skemmtilegt atvik sem tengist körfunni? Tvennt sem hefur gerst nýlega: sá gaur skora sjálfskörfu og hafði ekki hugmynd um að það væri slæmt og strákur sem er að æfa með mér sem að fór eftir æfingu í lest heim til sín án þess að fara í sturtu (það tíðkast ekki hér) og sat í sveittu stuttbuxunum alla leiðina heim (1klst) fékk ígerð í rassinn (ass infection) þurfti að fara í aðgerð og var frá í 3 mánuði vegna þess að aðgerðin misheppnaðist.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Suicide.
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Hegningarhúsið.
Hvaða önnur áhugmál fyrir utan körfu áttu þér? Tónlist og matur.
Hver er uppáhalds matsölustaðurinn þinn? Í þynnku eða fyrir tjútt er það KFC, shalimar er frekar næs og madonna.
Hvað er rómantískt? Kerti og rauðvín.
Hvað er sexý? Kerti og nudd.
Hver skapaði heiminn? Chuck Norris.
Hvaða persónu myndir þú helst vilja hitta? Hefði ekkert á móti því að hitta Obama og sjá hvort að hann geti einhvað í körfu eða hvort að þeir leyfi honum bara að vinna.
Merkilegasta persóna sem uppi hefur verið? Steini Jobba eða Andrés Önd.
Ertu góður í körfu? Get ekki sagt það, vill verða betri allavegana.
Viltu segja eitthvað að lokum? I will be back!