04.10.2009 22:41

Fyrsti leikur tímabilsins að baki... Sigur!

Leiknir spilaði sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í ár á laugardaginn, leikurinn var gegn liðinu Smára. Ekki byrjaði þetta gæfulega fyrir Leikni sem lentu undir 6-16 á upphafsmínútunum. Eftir erfiða byrjun tóku Leiknismenn svo öll völd á vellinum og komu stöðunnni í 28-16 áður en að liði Smára tókst að skora að nýju. Eftir fyrri hálfleik var staðan 37-27 Leiknismönnum í vil sem litu ekki til baka eftir að hafa tekið forystuna og bættu jafnt og þétt við hana eftir því sem á leik leið.
Seinni hálfleikur var alger eign Leiknis þar sem liðið skoraði 58 stig gegn aðeins 26 stigum Smára. Lokatölur leiksins voru 95-53 og er þetta í fyrsta skipti sem Leiknismenn byrja tímabil sitt á sigri.
Nefna verður nokkra punkta í sambandi við leikinn. Daði átti einn sinn besta leik í Leiknisbúning og skoraði 25 stig í öllum regnbogans litum auk þess að spila frábæra vörn (enda þjófóttur andskoti). Stóru mennirnir stóðu sig einnig mjög vel, Halli og Hilmir skoruðu 16 stig hvor auk þess að taka fjöldan allan af fráköstum og spila mjög góða vörn, báðir voru duglegir að verja skot og einnig var Hilmir sérlega laginn í að stela boltum (þeir sem voru á bekknum töldu hátt í 10 slíka hjá honum). Eiríkur var mjög sterkur en auk þess að spila frábæra vörn þá skoraði hann 13 stig. Öllu var þessu svo stjórnað af hinum frábæra leikstjórnanda, Einari, sem átti hljóðlátan dag í stigaskorun á hans mælikvarða (9 stig) en stjórnaði sókninni þess í stað af stakri prýði auk þess að spila frábæra vörn. Kristinn Magnússon, nýr þjálfari liðsins á hrós skilið fyrir að stjórna liðinu stórvel og kom einnig við sögu í hlutverki leikmanns og var að sjálfsögðu yfirburðarmaður þær mínútur sem hann var inn á. Gamli þjálfarinn, Sammi Magg, tók sér sína gömlu stöðu sem leikmaður og átti fínan leik, besti sjötti maður Leiknis frá upphafi er því mættur á nýjan leik og sýndi að enn er nóg eftir í tanknum. Einn nýliði var í hópnum, Viðar, hann átti mjög fína innkomu og stóð sig vel í sókn jafnt sem vörn. Doddi fær svo "honorable mention" en hann fékk 5 villur snemma í þriðja leikhluta eftir að hafa lamið hressilega frá sér! Svo var víst einhver leikmaður Leiknis sem lét rigna þristum (jahh, eða allavega tilraunum), förum ekki nánar út í það ;)

Það verður að taka fram að liðsheildin skilaði þessu fyrir Leikni og allir leikmenn sem spiluðu eiga hrós skilið. Marga leikmenn vantaði í liðið en þessi sigur sýnir í raun hve sterkum hóp liðið hefur yfir að ráða.

Stigaskorun var annars þessi:
Daði: 25 stig
Halli: 16 stig
Hilmir: 16 stig
Eiríkur: 13 stig
Einar: 9 stig
Viðar: 6 stig
Kiddi: 5 stig
Binni: 3 stig
Doddi: 2 stig

Vantar meiri tölfræði úr leiknum, spurning hvort Úlli detti í að horfa á leikinn aftur til að taka það allt saman niður ;D

ps. Einnig verður að taka fram að Mikki stóð sig eins og hetja á klukkunni og Snorri er klárlega með próf í skýrslugerð frá Kaupþingi þar sem sjaldan eða aldrei hefur skýrsla verið eins vönduð og sú sem var afhent í leikslok (GUL og falleg)!

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06