15.11.2009 20:43

Hin hliðin: Mikki... Loksins!

Fullt nafn: Jón Mikael Jónasson.

Aldur: Fæddur 1964.

Hjúskaparstaða? Í sambandi.

Börn: Nei.

Við hvað starfar þú? Ölgerðinni og væntanlegur nemi.

Hverjir eru þínir helstu kostir sem persónu? Ssss, sæll....... jákvæður, ákveðinn og klár.

En helstu gallar sem persónu? Óþolinmóður.

Uppáhalds drykkur? Pepsi í dós.

Uppáhalds matur? Einhver alvöru nautasteik með öllu tilheyrandi, ég myndi taka það í hvert skipti.

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Já, spila í númer 4... skilaboð til Viðars.

Hvaða liði myndir þú helst vilja spila með? Leikni, Dalvík og Arsenal.

Hvaða liði myndir þú alls ekki vilja spila með? Leiftri Ólafsfirði.

Erfiðasti andstæðingurinn innan Leikis? Einar Hansberg.

Besti samherjinn? Halli, Binni, Einar og fleiri.

Grófasti leikmaður Leiknis? Úlli.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ian Wright

Hvert er þitt uppáhalds lið í enska? Arsenal.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Daði, má enginn annar höstla.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Virkar langbest eitthvað dirty og rústa þeim.

Vanmetnasti karla leikmaður Leiknis? Veit ekkert hvað ég á að segja...

Besta stund körfuboltaferilsins? Hún á eftir að koma.

Mestu vonbrigðin á körfuboltaferlinu? Klárlega þegar Jordan skoraði og Russell datt.

Besti vinur þinn úr liðinu? Brynjar Smári.

Uppáhalds NBA lið? Utah Jazz.

Uppáhalds körfuboltamaður? Malone, Kobe og Derrick Rose.

Uppáhaldssjónvarpsefni? How I met your Mother, Family Guy og Jay Leno.

Uppáhalds kvikmyndin? Godfather I og II.

Uppáhalds hljómsveit? Weezer.

Uppáhalds vefsíða? Fotbolti.net og visir.is.

Fallegasti Leiknismaðurinn? Fannst Óli alltaf heitur þegar hann var hárfagur.

Skemmtilegt atvik sem tengist körfunni? Þegar Carter stökk yfir djöfulsins risann á Ólympíuleikunum.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Varnarhlaupin.

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Matti Jokk.

Hvaða önnur áhugmál fyrir utan körfu áttu þér? Knattspyrnu og útivist.

Hver er uppáhalds matsölustaðurinn þinn? Rizzo, Nonna Biti og Bæjarins Bestu.

Hvað er rómantískt? Nudd.

Hvað er sexý? Fáklætt.

Hver skapaði heiminn? Guð.

Hvaða persónu myndir þú helst vilja hitta? Jón Gnarr.

Merkilegasta persóna sem uppi hefur verið? Egill Gillzenegger.

Ertu góður í körfu? Þokkalegur.

Viltu segja eitthvað að lokum? Þakka fyrir mig og vona að Leiknismönnum gangi vel.

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06