30.11.2009 00:07

Mikilvægur Sigur á móti ÍG

Leiknismenn áttu góðan dag á móti liði ÍG í dag.
Við þurftum að koma okkur til Grindavíkur sem var mikið ævintýri. Bílinn hans Sigga bilaði hjá álverinu svo við þurftum að þjappa enn betur í bílana. Sem betur fer ákvað Hilmir að fara á sínum bíl í stað þess að vera farþegi. Það reddaði málunum þrátt fyrir að við þyrftum að ýta honum af stað stöku sinnum, enda pikkfastur í snjó á low-profile sumardekkjunum sínum.

Leiknismenn byrjuðu sterkt og héldu góðri forystu allan leikinn. Bæði lið áttu þá syrpur en við náðum að einbeita okkur allan tímann og vinna öruggan sigur.

hér má sjá hvernig leikurinn þróaðist eitt stig í einu, munurinn var ,,stapíll" en jókst lítillega í lokinn.




Þetta var mikilvægur sigur fyrir Leikni. Nú erum við einu skrefi nær að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni.

Hér má sjá tölfræðina úr leiknum:



Tölfræðin okkar og tölfræðin á leikskýrslunni stemmir ekki alveg. Þessi leikskýrsla var reyndar mjög skrítin í alla staði. Á leikskýrslunni var meðal annars Siggi með 23 stig en okkar tölfræði sýndi 20 stig. Siggi, Einar fékk stigin þín í okkar tölfræði, þú átt þetta bara við hann á æfingu á morgun :)

Gaman að sjá hversu góð nýtingin var í þriggjastiga- og vítaskotum. Hvaða NBA lið væri ánægt með þetta statt.

Leikurinn endaði 104 - 78
26 stiga munur
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06