10.01.2010 23:49

Hefndin er sæt!

Leiknir og Reykdælir áttust við í kennaraháskólanum kl 11 á þessum fallega sunnudagsmorgni, þar sem veðrið líktist frekar vori en vetri! Þetta var sannkallaður toppbaráttu slagur, þar sem Leiknir sat í öðru sæti með 10 stig eftir sjö leiki en Reykdælir í þriðja með 8 stig, líka eftir 7 leiki. Reykdælir unnu fyrri leik liðanna í háspennuleik í borgarnesi með 4 stigum, 84-80 þar sem vantaði marga sterka pósta hjá leiknismönnum. Þannig að Leiknis menn áttu harmi að hefna og ætluðu sér að sigra sannfærandi og komu dýrvitlausir til leiks...

1. leikhluti: Það var jafnt á öllum tölum leiksins í stöðunni 0-0 og æsispennandi en síðan tóku Leiknis strákarnir öll völd og litu aldrei til baka. Komust í 8-3 mjög fljótlega og síðan 17-6 og var eins og Leiknis menn höfðu ekkert étið yfir jólin því það var þvílík keyrsla og barátta að annað eins hefur varla sést, og menn varla blésu úr nös. En á meðan lak lýsið af borg-nesingum og þeir vissu vart hvort þeir væru að koma eða fara. Leikhlutinn endaði 24-11 þar sem þeir skoruðu nánast bara af vítalínunni. Viðar kom sterkur inn af bekknum og smellti tvem 3-ja í grillið á einhverjum og flest allt að ganga upp.

2. leikhluti:  Hilmir skorar fyrstu stig leikhlutans og Einar smellur þristi í kjölfarið og munurinn að detta í 20 stig. Reykdælir setja nokkur víti en annars vorum við að spila fanta vörn og þeir skoruðu varla körfu utan af velli. Vinnum við þennan leikhluta 21-14 og átti Hilmir a.k.a. "blackhole" glimrandi annan leikhluta þar sem hann skoraði sjö stig og tók annað eins af fráköstum. Staðan því 45-25 og Leiknir í ágætis málum. Reyndar endaði leikhlutinn á flautukörfu hjá Viðari eftir að hann stal innkast sendingu þegar 1,7 sek var eftir en hún var dæmd ógild. Það er greinilegt að það eru bara sumir sem mega skora eftir að flautan gellur.

3. leikhluti:  Eftir leikhléið voru menn staðráðnir í að halda áfram þar sem frá var horfið. Við Leiknismenn höfum alltaf verið frekar slappir og kærulausir í 3 leikhluta en það var annað upp á teningnum í dag. Daði byrjar á að stela boltanum( var með c.a. 30 stolna bolta og 20 hraðaupphlaups lay-up)og skorar fyrstu stig leikhlutans. Reykdælir setja e-h víti niður en svo kemur mössuð syrpa hjá Einar og Úlla þar sem þeir skora öll næstu stig Leiknis nema síðustu tvö en þar var að verki hinn nýrakaði 0,1 tonna maður sem nældi sér í tvö víti á loka-sekúndum leikhlutans og gerði sér lítið fyrir og smellti þeim báðum spjaldið oní! Unnum við þennan leikhluta 17-12. Staðan því 62-37 og 4. Leikhlutinn nánast formsatriði....

4. leikhluti:  Við byrjum þennan leikhluta á því að bazuka man eða Binni pretty boy bombar einni af sinni frægu banasprengjum "from down town" og áhorfendurnir á pöllunum tryllast alveg við þetta enda Binni fans favourite og kveikir þetta í mönnum. Næstu 5 mínútur voru svo í eigu Halla nokkurs búmm búmm sem ákveður loks að taka ráðum íhlaupa þjálfarans sem sagði honum í hálfleik að hann mætti skjóta aðeins meira. Hann byrjar að taka nokkur post-up moves sem enginn á Íslandi ræður við og setur þarna 10 stig af 12 hjá honum í leiknum, og af öllum regnbogans litum. Frábær frammistaða hjá honum þar sem ég hætti að telja fráköstin hjá honum þegar þau voru komin yfir 25. Honum var kippt út af þegar 5 mínútur lifðu leiks og fékk hann standing ovation from the crowd! Lokakörfu Leiknis skoraði svo Einar nokkur Hansberg eftir að hann stal bolta af leikstjórnanda Reykdæla, og no offense en ég veit að hann mun líklegast fá matröð um Einar í nótt!! Leikhlutinn fór 19-10 og lokatölur 81-47 Leikni í vil.

 

Frábær liðssigur þar sem við vildum hefna tapsins á móti þeim síðast. Í lið Leiknis vantaði þónokkra og Coach Kiddi komst ekki en eins og orðatiltækið segir: Maður kemur í manns stað! Allir komust á blað að þessu sinni og má segja að vörnin hafi verið í úrvals deildar klassa.  Við fengum reyndar doldið af villum og fengu þeir bónus í öllum leikhlutum en fuck it, við unnum...

(T)ölfræði:

Viðar: 8 stig  4 villur   2 nothing but net 3-ja og by far myndarlegastur inn á vellinum

Daði: 10 stig   5 villur  var með ruglaða baráttu

Snorri: 7 stig   1 villa   ávallt prúður drengurinn

Binni bazuka: 6 stig   0 villur   2 bazukur sem kveiktu nánast í netinu

Einar: 12 stig   1/1 í vítum   4 villur   misþyrmdi leikstjórnendum Reykdæla

Halli: 12 stig    2/3 í vítum    4 villur   300 fráköst

Binni bad boy: 2 stig    2/2 í vítum     1 villa    "spjaldið"

Samson-ide: 2 stig     2 villur     át þessa hlunka undir körfunni í vörninni

Hill of pain: 14 stig    2/4 í vítum    2 villur    ökklinn hvað???

Úlfar: 8 stig  0/2 í vítum  3 villur   lét menn heyra eins og alltaf og skoraði svo í smettið á þeim

 

Leiknir: 28 2-ja stiga,    6 3-ja stiga,    7/12 í vítum,    26 villur

Reykdælir:  7  2-jastiga,    4 3-ja stiga,    21/29 í vítum,   15 villur

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 143
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 56920
Samtals gestir: 15482
Tölur uppfærðar: 5.1.2025 00:01:06