23.03.2010 11:37
í auga stormsins
Eftir frekar svekkjandi tap á móti Smáranum í tví framlengdum leik, tókum við okkur saman í andlitinu og unnum næstu þrjá leiki í röð og kláruðum tímabilið með stæl.
ÍG í Grindavík; Þessi leikur var sérkennilegur og framan af frekar jafn, eitthvað rugl var í gangi hjá strákunum á stigatöflunni þannig stigin skiluðu sér seint og illa (ef þau þá skiluðu sér þá á annað borð án athugasemda frá okkur sem sátum á bekknum).
Vægast sagt var barist með kjafti og klóm hjá báðum liðium og var allt á suðupunkti lengi vel inná vellinum en vel settar tæknivillur á ónefnda leikmenn beggja liða róaði mannskapinn örlítið. ÍG menn fá prik fyrir að streyma leikinn beint á netið og það með skýrenda við stjórnvölin sem fór vægast sagt á kostum. Óttar og Ómar áttu stórleik að vanda og gott ef Dennis Rodman var ekki með snögga innkomu á völlinn öllum að óvörum og var svo var hann horfinn jafn skjótt aftur. Hvaðan kom hann? Hvert var hann að fara?
ÍG menn misstu samt dampinn í seinni hálfleik og misstu tvo mikilvæga menn útaf. Annar í villuvandræðum en hinn fékk brottvísun með 2 tæknivillur.
Leiknir spilaði seinni hálfleikinn gríðar vel og var oft spurning hvort svona vörn hafi ekki betur átt heima í Iceland Express deildinni.
Lokatölur voru 77 - 102 fyrir Leikni.
Uppskeru erfiðisins var svo vel fagnað á tveim stöðum, annarsvegar á flatbökuveitingarstað í Grindavík með gula skýrslu í vasanum :) og hins vegar fyrir framan álverið í Straumsvík.
Geislinn í Kennó: Sjaldan og mögulega aldrei hefur Leiknir byrjað nokkurn leik af jafn miklum krafti og á móti Geislanum þennann laugardagsmorgun. Fyrsti leikhluti endaði umþb 26 - 6 fyrir leikni (ef ekki meira) og sáu Geislamenn aldrei til sólu eftir það. Þeir fengu þó aukinn liðstyrk í öðrum fjórðung með innkomu kraftframherjans Grétars og fór þá varnarleikurinn að skila fleiri fráköstum en það var ekki nóg til að koma þeim inní leikinn.
Geislinn hengdi samt aldrei haus og börðust þeir mjög vel fyrir sínu allt fram á síðustu mínutu og emdaði leikurinn töluvert jafnari en útlit var fyrir í upphafi því Geisla menn tóku sig til og unnu síðari hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn, og unnu þeir svo fjórða leikhluta með einhverjum stigum, en ekki dugði það til og voru lokatölur 89 - 67.
Reykdælir í Hagaskóla: Síðasti leikur tímabilsins var hraður og skemmtilegur leikur þar sem leikið var á alls oddi. Góður hópur mætti til að taka á móti Reykdælum undir öruggri stjórn Kidda og Snorra og er öruggt að segja að allir hafi skemmt sér vel á þessum síðasta leik tímabilsins. Reykdælir mættu fámenntir til leiks og vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en þrátt fyrir það vantaði ekki baráttu huginn hjá þeim sem mættu.
Leiknismenn mættu tilbúnir til leiks hinsvegar og spiluðu vel saman og réðu Reykdælir ekki við vörnina og hraðan sóknarleik í boði Daða, Mikka og nýliðans Vidda sem var tæpur á að brjóta hljóðmúrinn í nokkrum skyndisóknarhlaupum.
Vörnin skilaði þessum leik örugglega í kassann og aldrei getur það talist slæmt að enda tímabilið á sigri. J
Lokatölur voru 98 - 64 fyrir Leikni.
Hér að neðan er smá yfirlit yfir leiki tímabilsins. Leiknir endaði örugglega í öðrusæti í A riðli líkt og í fyrra og erum við öruggir í úrslitakeppnina sem verður einhverja helgina eftir páska.
Þessi árángur náðist með samspili hjá stórum, breiðum en jafnframt góðum hópi manna sem allir lögðu sitt á vogarskálina til að koma okkur á þann stað sem við erum á. Vill ég þakka samveruna í vetur en jafnframt benda á að tímabilið er ekki búið!!
Hvet ég alla til að vera duglegir að mæta á æfingar núna yfir páskana til þess að við getum staðið okkur sem best í úrslitunum og komist upp!!
Baráttu kveðjur
-ÚK-
ÁFRAM LEIKNIR!!
Leiktímabilið 2009 - 2010
Samantekt
03-10-2009 Leiknir 95:53 Smári *Sigur* 1 +42 stig
17-10-2009 Leiknir 80:87 ÍG *Tap* -7stig
24-10-2009 Geislinn 59:112 Leiknir *Sigur* 1 +53 stig
30-10-2009 Reykdaelir 84:80 Leiknir *Tap* -4 stig
14-11-2009 Smári 70:84 Leiknir *Sigur* 1 +14 stig
29-11-2009 ÍG 78:104 Leiknir *Sigur* 2 +26 stig
05-12-2009 Leiknir 72:51 Geislinn *Sigur* 3 +21 stig
10-01-2010 Leiknir 81:47 Reykdaelir *Sigur* 4 +34 stig
16-01-2010 Leiknir 100:82 Smári *Sigur* 5 +18 stig
30-01-2010 Leiknir 87:93 ÍG *Tap* -6 stig
06-02-2010 Geislinn 49:101 Leiknir *Sigur* 1 +52 stig
12-02-2010 Reykdaelir 78:89 Leiknir *Sigur* 2 +11 stig
21-02-2010 Smári 104:101 Leiknir *Tap* -3 stig
06-03-2010 ÍG 77:102 Leiknir *Sigur* 1 +25 stig
13-03-2010 Leiknir 89:67 Geislinn *Sigur* 2 +22 stig
20-03-2010 Leiknir 98:64 Reykdaelir *Sigur* 3 +34 stig
Tímabilið í heild: 12 Sigrar / 4 Töp + 280 + ein úrslit
Til samanburðar við ÍG, þá voru þeir með 14 sigra og 2 töp en með aðeins 167 stig (ef gefin 20 stig per leik sem vantar úrstli fyrir) og í besta falli ca 180 stig, að mínu mati.
--við erum MIKLU betri en þeir og eigum að rústa þessari úrslitakeppni!!
ÁFRAM LEIKNIR!!!