25.01.2011 23:22
Mikilvægur Sigur
Leiknir tók á móti Hetti í Austurbergi í mikilvægum leik. Höttur var nýbúin að krækja sér í mikilvæg stig og með einum sigri meira en við.


Það var því mjög mikilvægt að sigra þá til þessa að halda okkur í 7. sæti, sérstaklega þar sem Laugdælir og Ármann keppa innbyrðis í næsta leik.
Það er því ljóst að annað hvort Laugdælir eða Ármann sitja einir eftir á botni deildarinnar eftir þeirra rimmu.
Það var allt annað að sjá til okkar manna í þessum leik. Mikil leikgleði, bæði innan og utan vallar.
Fyrsti leikhluti var mjög jafn þar sem bæði lið skiptust á að skora og hvorugt liðið náði forystu. Niðurstaðan jafnt 22:22.
Hinsvegar tóku Leiknismenn forystu í næsta leikhluta sem hélst út allan leikinn. Við unnum næstu þrjá leikhluta og öruggur sigur í höfn.
Nokkuð góð mæting var á leikinn og þökkum við kærlega fyrir okkur!
Hér kemur uppfærð tölfræði, (nú með tölfræði niður á mín!!
)

Top 3 eru ,,Higlighted" með grænu og rauðu
Leiknir - Höttur
Til gamans set ég aftur inn úr síðasta leik
Leiknir - Þór Akureyri
Mössum svo næsta leik!!!
Skrifað af Snorra
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 69298
Samtals gestir: 18018
Tölur uppfærðar: 26.4.2025 00:38:26