14.02.2006 23:35

ÍA menn komnir með jafn mörg stig

 Jæja, kominn tími til þess að blogga aðeins hérna. ÍA menn eru komnir með jafn mörg stig og við, djö að hafa ekki unnið þá. Þeir keppa næst á móti KR og við einnig. Það gæti því farið þannig að næsti leikur á móti KR geti verið úrslitaleikur. Það er því mikilvægt að taka vel á móti þeim og sýna þeim hvernig á að spila alvöru körfubolta.

 Annars eru það stórtíðindi að Snorri er kominn í nýjar stuttbuxur. Þó svo að gömlu rauðu (bleiku) eigi fullt af kílómetrum eftir þá hefur hann ákveðið að leggja þær á hilluna (allavega til að byrja með). Þær eru nú á uppboði og líkur því í byrjun næsta mánaðar. Menn eru því hvattir til þess að bjóða í þessar stuttbuxur, ekki er hægt að verðleggja alla þá reynslu sem fylgir þeim. Upphafsboð er 11.000 krónur þar sem Andri hefur þegar boðið 10.000 í þær.


 Áfram Leiknir

29.01.2006 15:47

ÍR tættir í sundur

Stórkostlegur Sigur á Ír-ingum var staðreynd eftir mikla baráttu.
Eitthvað fóru dómarnir í skapið á Halla svo að hann fékk 2 tæknivillur á sig og þar með leikbann.
Það er greinilegt að dómarar og Leiknir fara ekki vel saman.

Við vorum yfir mest allan leikinn þangað til að okkar menn fóru að spila eitthvað illa.
Ír ingar (benni) notfærðu sér það og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum.

En rosaleg breidd okkar Leiknismanna og stórkostlegir áhorfendur voru of mikið fyrir andstæðinga okkar og öruggur sigur í höfn.
Nú þurfa hin liðin að taka sig á til þess að elta okkur.
Næsti leikur er gegn Borgnesingum, tókum þá létt seinast og eiga þeir eftir að koma í hefndarhug í AUSTURBERGIÐ þar næstu helgi. Austurberg er búið að vera okkur erfitt og var Daði að tala um að safna saman í Höll handa okkur. Þar með þurfum við að hækka gjaldið úr 12.000 krónum í cirka 48.012.000 á mann.
Daði sér um að rukka þetta inn.
Vorum að spá í að setja líka nýja reglu. Allir að taka með sér minnst einn áhorfenda á leik. 1 stig fyrir venjulegan áhorfenda en 4 stig ef yfirmaður á vinnustað kemur að horfa. Unnar og Snorri eru því með 5 stig eftir ír-leikinn :)

Kassi af Bjór í verðlaun.
Sjáumst allir hressir á Ölveri á eftir þar sem Siggi er búin að lofa okkur ódýrum hamborgunum og brjálaðari stemningu.

Áfram Leiknir!!





26.01.2006 23:55

íA leikurinn

Fyrsti leikurinn á nýju ári og við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum leik.
Alveg frá því að við töpuðum fyrir þeim upp á Skaga vorum við ákveðnir í því að flengja þá í Breiðholtinu og bæta upp fyrir þá lélegu frammistöðu sem við sýndum þá.

Hópurinn var þannig skipaður: Mikki, Daði, Snorri, Steini, Ari, Halli, Siggi, Andri, Kiddi, Sammi, Unnar og Bjössi.

Þar sem ÍA var skipað frekar lágvöxnum mönnum var reynt að koma boltanum eins oft og mögulegt var undir körfuna. Gekk þetta ágætlega en samt vorum við bara ca. 4 - 6 stigum yfir allan 1.leikhluta.

Í öðrum leikhluta var eiginlega enginn breyting á og voru Leiknismenn hálf áhugalausir og seinir á sér og enduðum við leikhlutann undir með einu stigi :27-28

Sammi hundskammaði allan hópinn og heimtaði meiri baráttu í seinni hálfleik og virtist þetta hafa áhrif.
Það var kominn meiri barátta í vörnina en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Það var eins og einhver hafi sett lok á körfuna hjá okkur, boltinn vildi bara ekki fara oní hjá okkur.
Við skitum langt upp á bak og grúttöpuðum með 18 stiga mun : 46 - 64

Hér er smá tölfræði úr leiknum:

2.stiga skotnýting                3.stiga           Víti               Fráköst      Boltar    Boltar     Villur
                                                                            (Sókn/vörn)    Tapaðir     Náð
1.leikhluti 16/4: 25%            3/1: 33%        4/2: 50%         4/13                 8                3          
2.leikhluti  15/4: 26%           4/1: 25%        4/1: 25%         3/11                 4                2
3.leikhluti  21/5: 24%           4/0:  0%         0/0:  0%         11/8                  8                3
4.leikhluti  11/4: 36%           5/0:  0%         8/1:  12,5%      4/7                  8                4
            
Samtals    63/17: 27%        16/2: 12,5%    16/6: 37,5%    22/39              28             12           22

Sem sagt mjög skrautlegar tölur og voru menn misjafnir hér koma nokkrar staðreyndir:

Það voru tveir með samtals 16 tapaða bolta (8 boltar á haus)...
Skotnýtingin var misjöfn hjá sumum en sumir voru með:
6/0 og 9/2 og aðrir 12/2 eða 14/4...
Það var dæmt af okkur stig af því menn voru að stíga á línuna í víti...
Við skoruðum aðeins 18 stig í öllum seinni hálfleik...

Þetta verður að teljast okkar lang lélegasta framistaða og ekki bara á tímabilinu heldur frá því að við byrjuðum. En góðu fréttirnar eru þær að nú getur þetta bara legið upp á við og mætum við brjálaðir til leiks gegn nágrönnunum í ÍR-b(29.jan kl.13:00 í Seljaskóla) er sigur það eina sem kemur til greina.

Áfram Leiknir!!!!



19.01.2006 00:08

Sigur gegn Deiglunni

Það er komið á hreint, okkur var dæmdur sigur gegn Deiglunni 20-0
og höldum öðru sætinu.

Þessi leikur var spilaður 4. des og var síðasti deildarleikur fyrir jól. Við vorum frekar fáliða vegna þess að margir voru uppteknir í prófum. Þeir sem voru á skýrslu: Binni, Sammi, Daði, Mikki, Halli, Óli, Steini, Kiddi, Andri og Snorri. Snorri mætti til að reyna á bólgin ökkla en það gekk ekki neitt og var engan veginn leikfær, þá voru eftir níu. Steini mætti veikur og tók sjensin þó að hann væri að fara í próf fljótlega. En Steini var ekki lengi í paradís og tókst einum Deigluleikmanni að nefbrjóta Steina strax á fyrstu mín.Og þá voru eftir átta. Þrátt fyrir þetta spiluðum við nokkuð vel saman og leiddum leikinn allan tímann með 10 stiga forskoti en dómararnir héltu spennu í þessu með sýnum eindæma flautukonsert og fór að fækka á bekknum hjá Leikni. Í fjórða leikhluta var þetta orðinn jafn leikur en við hefðum átt að klára þetta með tveimur vítaskotum undir lokinn en taugarnar klikkuðu og fór þetta í framlengingu. Í framlengingunni var þetta orðið frekar erfitt og það verður að segjast að það sé sjaldan sem lið vinnur 4 leikmenn á móti 5 og töpuðum við þessu leik.

En það er ekkert meira svekkjandi þegar við mætum með þann mannskap sem við höfðum mæta lið sem sækir sér "lánsmann" úr efrideildum. Finnst mér þetta vera frekar sorglegur atburður og vonandi að þeir sjái eftir þessu. Vonadi nýta þeir sér þessa lexíu sér til góðs og komi í veg fyrir svona mistök í framtíðinni.











Minni hér á stórleikinn gegn ÍA næstu helgi 22jan kl.13:30 í Austurbergi!!!

Allir á völlin og styðja okkur til sigur

Áfram Leiknir



19.12.2005 01:28

Leiknir í bíó...

Það er komið inn, myndbandið frá því í fyrra.

Það var gert í samvinnu við hin fræga en umdeilda SIR Gussa, hann mætti á tvo leiki hjá okkur í fyrra og klippti þetta og bútaði saman með frábærum tæknibrellum og úr því varð árshátíðarmyndbandið...

Það tekur reyndar frekar langan tíma að hlaða því inn(ca. 5mín á ADSL og er 10mín á lengd) og gæðinn eru ekkert sérstök en myndbandi svíkur engan ;) og er það alveg þess virði að bíða...

Það er verið að vinna í því að koma þessu myndbandi í betri gæði og minni hleðslutíma en þetta verður að duga í bili...

Enjoy!!


                 SIR Gussi



11.12.2005 13:23

Bikarævintýrið á enda

Höttur komu sterkir í Austurbergið og unnu okkur Leiknismenn með cirka 35 stiga mun. Gaman að sjá hvar við stöndum gegn úrvaldsdeildarliði eins og þessu og hefðum léttilega getað endað þennan leik með minni stigamun þar sem skotin voru ekki að detta hjá okkur. Greinilegt samt að vörnin var sterkari en við erum vanir og tókst þeim að trufla leikinn mikið með pressu á leikstjórnendur Leiknis.

Þó svo að við töpuðum þá voru við samt miklu meira töff, nýjir upphitunarbolir komnir og allir þar með í stíl :D

Við erum reynslunni ríkari og komum sterkari til  næsta leiks..

Framundan er pása í körfunni, næsti leikur ekki fyrr en seint í Janúar (vegna þess að við áttum að eiga fyrsta leik við Keflavík sem drógu sig úr keppni). Nú er málið bara að taka á því á æfingum og stefnan tekin á alsherjar ,,sixpack" hjá öllum í liðinu eftir jól.

 

 

07.12.2005 08:50

Mætir Þú á Laugardag?

 

Okkur vantar stuðning ÞINN!!

 

Á laugardaginn spilum við á móti Hetti í bikarnum og veitir ekki af öllum þeim stuðningi sem að við getum fengið. Því hvetjum við alla Leiknis menn og konur til að fjölmenn uppí Austurberg kl.14:00 á laugardaginn 10.des.

Reynum að fjölmenna á laugardaginn og áfram Leiknir!!

01.12.2005 12:05

Sigur og Höttur næstu fórnarlömb

Það var lagt af stað í ferðlag til Voga á vatnsleysuströnd til að keppa í bikarnum. Eitthvað var myndavélin og stelpurnar sem voru að horfa á að trufla Snorra svo hann tók sjálfan sig útaf á 4 mín með glæsilegu misstígi sem sendi hann næstum því á bráðavaktina.

Maður kemur í manns stað og framundan var veisla fyrir augað. Hörku spennandi leikur framundan þó Leiknismenn hafi ávallt einu skrefi á undan. Áhorfendur voru okkur erfiðir á þann máta að liðsmenn Leiknis heyrðu einfaldlega ekki hvað leikstjórnandinn kallaði fyrir látunum. Mikil átök voru í leiknum og í 4 leikhluta komust Þróttarar yfir. Leiknismenn jöfnuðu þó leikinn og spennan svo mikil að maður gat heyrt saumnál detta (Þ.e. hefðu ekki verið svona mikil læti í áhorfendum, af hverju höfum við ekki svona trommara??).

Þegar stigin voru jöfn og nokkrar sekúndur eftir áttu Leiknismenn innkast, Ari fékk boltann og hefur eflaust hugsað sér að skora aðra sigurkörfu eins og í síðasta leik en fékk góða vörn á sig og gaf flotta sendingu á Halla, sem greip hann í loftinu. Nú var spennan orðin svo mikil að tímin einfaldlega stoppaði þegar Halli fékk boltann, örfár sekúndur eftir og allt stefndi í ,,bösser" körfu, en Halli mjög óheppinn, náði ekki að senda hann alla leið og framlenging því staðreynd.

Leiknismenn komu sterkir inn í framlenginguna og sigruðu í lokin, nema Halli sem hélt að við hefðum tapað og fylltist mikilli gremju þegar hann sá að samherjar sínir voru að fagna tapinu (sigrinum). Hann áttaði sig samt fljótt á því og maður gat séð bros í gegnum tárin.

Ekki ein einasta tæknivilla í þessum leik, Mikki fékk þó eina ásetnings en má eiga það að það varð að stoppa þennan mann. Sýndum mikla samstöðu þegar við lentum undir og náðum yfirhöndinni aftur.

2 sigrar í röð og næsti deildarleikur á sunnudaginn. Mjög mikilvægur leikur og ef við vinnum þá erum við komnir á þægilegan stað í efri topp deildarinnar.    Áfram Leiknir!!!!!


22.11.2005 19:16

Drátturinn...

Við erum í umspili og mætum gömlum félögum í Vogunum á þeirra heimavelli. Þetta þýðir að við erum ekki en komnir í 32-liða úrstlit en ef við vinnum þann leik mættum við úrvalsdeildarliðinu Hetti hér í Reykjavík. Það er margt gott og skemmtilegt við þenna drátt og verður gaman að heimsækja Þrótt. Við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra og sigruðum við þá einmitt í Voganum 81-67 en töpuðum fyrir þeim í Austurbergi 73-70 í hörku leik. Þróttur hefur ekki byrjað þetta Íslandsmót vel og eiga þeir en þá eftir að landa fyrsta sigrinum sínum. En þessi leikur verður spilaður miðvikud. 30 nóv kl.20:30 og við Hött 10 eða 11 des.

Hérna kemur drátturinn:
 
Forkeppni að 32-liða úrslitum
Þróttur V. - Leiknir 30. nóv. kl. 20:30 í Vogum.
Haukar b - Brokey 29. nóv. kl. 21:30 á Ásvöllum.

32-liða úrslit
Sindri - Tindastóll
Keflavík - Fjölnir
Haukar b/Brokey - UMFG
Þór Þ. - FSU
Breiðablik - Keflavík b
Þróttur V./Leiknir - Höttur
Drangur - Valur
Skallagrímur - ÍR
Reynir S. - Hamar/Selfoss
ÍS - Snæfell
KFÍ - Haukar
KR b - Stjarnan
ÍA - Þór Ak.
UMFL - KR
Fjölnir b - UMFN
Valur b - Léttir

Leiknir vs Þróttur 045.jpg

    Leikurinn gegn Þrótti í fyrra


22.11.2005 10:30

Dregið í bikarnun í dag!

Jæja strákar núna er komið að því!! Þessi frétt birtist á vef kki.is í morgun:
22.11.2005 | 7:00 | BL
Dregið í 32-liða úrslit
Í dag kl. 14:00 verður dregið í 32-liða úrslitum karla í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar. Dregið verður í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Alls eru 33 lið í pottinum.

Öll liðin sem eru í tveimur efstu deildum karla eru í pottinum, en auk þeirra hafa eftirtalin lið verið skráð til leiks: KR b, Keflavík b, ÍA, Leiknir, Brokey, Þróttur V., Valur b, Haukar b, UMFL, Léttir og Sindri. Tvö þessara liða munu mætast í forkeppni.

Í kvennaflokki eru 15 lið skráð til keppni. Dregið verður í þeirri keppni um leið og dregið verður í 16-liða úrslit karla.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram helgina 10.-11. desember eða þar í kring
.

18.11.2005 16:04

Nýja síðan...

Jæja jæja þá erum við loksins komnir með almennilega síðu. Eins og þið kannski sjáið þá er hún ekki alveg tilbúinn en þetta verður lang flottasta síðan og er stefna að hirða net-titilinn af KRingum...

Í dag eiga tveir Leikniskappar afmæli, Hann Daði er 25 ára og Ari 24 ára, við hjá körfuboltadeildinni óskum þeim til hamingju með daginn og farsældar á tímabilinu...

En allavega þá er ég búinn að setja inn allar myndirnar mínar og er að vinna í því að setja upp tengla og fl.
Ég ætla ekki skrifa meira í bili en þetta verður komið almennilega af stað á næstu dögum....

Rvk-mót 032.jpg

Áfram Leiknir!!

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 56715
Samtals gestir: 15442
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 15:36:22