24.08.2009 15:47

Æfing í kvöld!

Það er æfing í kvöld klukkan 18:30 á Kjalarnesi... Vona að sem flestir geti mætt með svona stuttum fyrirvara!

23.08.2009 13:47

Gjaldkeri stimplar sig inn

Nú er tímabilið að byrja og hlutirnar að byrja að rúlla.

Við höfum ákveðið að hækka ársgjaldið úr 30 þús í 36 þús.

Til þessa að létta undir með mönnum höfum við fallið frá hefbundinni aðferð (2x 15.000)
Nú fáum við þetta beint í netbankann og mánaðarlega þannig að þetta verður bara partur af mánaðarlegri greiðslubyrði.

Þetta er mun betra en að þurfa að rukka 15 þús krónur um jólinn þegar allir eru að fara að versla jólagjafir eða að rukka 30 þús í enda tímabilsins.

Við vonum hinsvegar eftir að eiga aðeins meira eftir í buddunni sökum hækkunar og getum með því keypt t.d. tvo nýja keppnisbolta o.s.frv

Ég set upp þrjár möguleiðar greiðsluleiðir til að velja um. (sjá mynd)




Ég sett alla sjálfkrafa í leið 2 nema þeir hafi samband við mig sem fyrst til að velja aðra leið (ég veit, stuttur fyrirvari).

Menn geta líka fengið sendann greiðsluseðil heim til sín ef vilji er fyrir því, en það kostar 490 krónur.

Erum að vinna í Reykjarvíkumóti, látum ykkur vita um leið og við vitum meira.

kveðja
Snorri

16.08.2009 20:36

Æfing á morgun í Fylkishúsinu!

Síðasta æfingin í Fylkishúsinu er á morgun, mánudag klukkan 19:50. Allir að mæta!

27.07.2009 17:20

Engin æfing í kvöld

Vegna fótboltabúllna er engin æfing í kvöld 27.07.2009

Sjáumst þarnæsta mánudag

22.05.2009 08:47

ÁRshátíðin Baby

16:00 - 17:00 : Mæting í fyrirpartí hjá sem verður líklegast hjá Halla
           19:00 : Mæting á Ölver
           19:30 : Matur á Ölver
           20:45 : Matur búinn, melting í gangi
           21:00 : Verðlaunaafhending
           22:00 : Árshátíðar myndbandið frumsýnt
           23:00 : We are the champions tekið í karókí og almenn drykkjulæti í kjölfarið
           00:00 : Trúnó og taumlaus skemmtun. Einhverjir ælandi og aðrir í sleik!!
           05:30 : Mönnum hleypt heim til sín

26.04.2009 16:40

SLAM BALL

Spurning hvort við prófum nýja íþrótt strákar ??

http://www.youtube.com/watch?v=qL8T2IQHy8M



28.03.2009 09:43

Leiknir vs ÍA

8 - Liða úrslit
á
sunnudaginn
29.mars - kl.14.00
í Hagaskóla

 
VS
 

ÁFRAM LEIKNIR KARFA!!!

19.03.2009 00:32

Pælingar frá troðslumeistara

Úlfar var með góðar og miklar pælingar um úrslitakeppnina.
Hvað finnst ykkur ?


14.03.2009 19:33

Góðir sigrar

Skelltum okkur til Eyja í síðustu viku til þess að spila tvo leiki. Eyjamenn mættu sterkir til leiks og unnu sanngjarnan sigur á okkur á laugardeginum. Leiknismenn gerðu sig seka um enga baráttu og í kjölfarið tókum við engin fráköst gegn hávöxnu liði eyjamanna. Auk þess hittum við ekki rassgat....

Hér kemur tölfræðin úr þeim leik:


Við mættum hinsvegar tilbúnir til leiks í seinni leiknum ef fyrsta mínútan er ekki tekin með. Fórum að hirða fráköstin og spila betri vörn. Unnu leiknismenn þann leik sem var dýrmætur í baráttunni um heimaleik í úrslitakeppninni.

Hér kemur tölfræðin úr seinni leiknum:


Leiknismenn mættu ekki með fullskipað lið gegn eyjamönnum en sýndum það að við erum með breiðan hóp.



Tókum svo á móti ÍG í dag. Góður leikur hjá báðum liðum þó svo að Leiknismenn hafi verið yfir mest allan tímann. Við héldum áfram sömu báráttu og uppskárum sanngjarnan sigur.
Eins og vanalega eru margir skrítnir dómar þegar þessi lið mætast og skiptust liðin á að ,,tala" við dómarana.
Mikill hávaði var í trylltum áhorfendum leiksins. Við sáum ekki upp á pallana en miðað við lætin þá voru að minnsta kosti 300 manns að öskra og styðja sína menn.

Úlfar komst í top 10 tilþrif vikunar með geðveikri troðslu. Greinilegt að skykkjan sem hann ber undir búningnum smellvirkar. Nú vantar bara að sleppa hárinu lausu og þá fáum við líklega 360 troðslu.

Hér kemur svo leikurinn á móti ÍG:


Áfram Leiknir.

P.s. ég er ennþá að bíða eftir svalanum! Ég var alveg frekar þyrstur í leiknum..

p.p.s. Frétti það í dag að Liverpool eru bestir

01.03.2009 21:09

Sannfærandi sigur gegn HK

Leiknir tóku á móti HK í Hagaskóla í dag. Fyrir utan fyrstu körfu leiksins þá leiddu Leiknismenn allan leikinn.

Fyrsti leikhluti fór 21 - 16 fyrir Leikni þar sem bæði lið voru að spila fínan sóknarleik.

Annar leikhluti fór 20 - 6 fyrir Leikni. HK menn náðu bara að skora 6 stig! Frábær frammistaða hjá okkur í þessum leikhluta þar sem allir voru að skila sínu.

Þriðji leikhluti fór 17 - 16 fyrir okkur. HK menn komu sterkir inn eftir leikhlé og sýndu að þetta var ekki búið.

Fjórði leikhluti fór 36 - 19. Leiknismenn kláruðu leikinn og sýndu sterka breidd liðsins á móti þreyttum HK mönnum.

Gaui var að spila sinn fyrsta leik á íslandsmótinu og stóð sig með prýði! Við verðum að muna að rasskella hann á næstu æfingu :)

Frábær 2.stiga nýting og aldrei fleirri stoðsendingar í leik. Hinsvegar var 3.stiga
nýtingin glötuð, tapaðir og boltar náð var frekar jafnt.


Lokatölur í leiknum fór 94 - 57, stærsta tap HK á þessu tímabili og
stærsta tap HK síðan gegn KR-b 13.nóv 2004!


Næsti leikur er á móti sterku liði ÍBV þar sem tveir leikir verða spilaðir. Sammi er að vinna í
gistingu o.s.frv.
 

Dómarnir stóðu sig vel í þessum leik, dæmdu vel á báða bóga, en HK menn létu þá samt fara eitthvað í taugarnar á sér og fengu á sig tvær tæknivillur.

Nú er bara að taka á því á æfingu og koma sterkir inn næstu helgi.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

Hér kemur svo tölfræðinn:



27.02.2009 23:17

Súperman + Dwight Howard = Troðsla aldarinnar

Smá upphitun fyrir sunnudagin:

Hver man ekki eftir Superman troðslunni hjá Dwight Howard (svipuð og Úlli gerði um daginn, mínus skykkjan). Rosaleg troðsla. Þeir sem muna ekki eftir henni geta séð hana hér: http://www.youtube.com/watch?v=EO3c8EaxsxQ



Hinsvegar eiga þessir gæjar miklu meira skilið að vinna!!

http://www.youtube.com/watch?v=KSM_JAqBQwA

23.02.2009 00:01

AND1 STUFF !!!

Leiknir Vs. KKF Þórir  



Tókum á móti KKF Þórir í Hagaskóla í dag í skemmtilegum leik. Leiknir var með yfirhöndina allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu. Hinsvegar náðum við aldrei að hrista Þórirsmenn almennilega af okkur þar sem þeir börðust eins og ljón. Leiknir rúllaði á öllum leikmönnunum sínum og allir fengu að spila.
Mörg skemmtileg tilþrif voru í leiknum líkt og þrjú blokk hjá Halla í þriðja leikhluta. Úlli fiskaði góðan ruðning þrátt fyrir að stigin fengu að standa (ekki oft sem maður sér það).
Kiddi fór hreinlega á kostum, hann setti Jordan-in í gang og setti allt niður! Það skipti ekki máli hvort það voru þriggja stiga körfur eða tveggja, allt ofaní!  Ef það fór ekki ofaní þá náði hann að taka frákastið og skora (skildi alla aðra bókstaflega eftir á 4 fm svæði rétt hjá þriggja stiga línunni) Pant ekki dekka Kidda á næstu æfingu.
Úlli var nálægt því að troða monstertroðlsu en rétt klúðraði því og fékk skammir frá dómaranum fyrir of mikið hangtime. Ég held að málið sé að leyfa hárinu bara að hanga laust og liðugt, þá hlýtur næsta troðsla að fara ofaní!!
Sammi þú hendir tölfræðinni hingað inn er það ekki emoticon .

Erum ennþá að bíða eftir bloggi um leikinn á móti Álftanesi, hmmmm Sammi

Næsti leikur er á móti HK 1 mars í Hagaskóla. Strákar sem kunna að spila og má alls ekki vannmeta.

Vill bæta við að hlýtur að teljast til þvílíkra þrekvirkja hjá mér að muna passwordið inn á þessa síðu!!


Hér kemur tölfræðin úr þessum leik

Nr Nafn 2.stiga 3.stiga Víti Sóknarfr. Varnarfr. Varin Tapaðir Náð Stoðsen. Stig Villur
4 Mikki 2 af 3 : 66% 1 af 3 : 33% 1 af 1 : 100% 0 2 0 1 1 2 8 2
5 Daði 3 af 6 : 50% 3 af 3 : 100% 1 af 2 : 50% 1 0 0 0 0 0 13 2
6 Snorri 0 af 1 : 0% 1 af 2 : 50% 0/0 0 1 0 2 2 1 3 0
7 Binni 0 af 1 : 0% 0 af 3 : 0% 0/0 0 3 0 0 1 4 0 3
8 Hansberg 1 af 2 : 50% 1 af 2 : 50% 2 af 4 : 50% 0 2 0 0 1 2 7 0
9 Halli 3 af 11 : 27% 0/0 1 af 2 : 50% 5 8 4 2 2 0 7 1
10 Siggi 0 af 3 : 0% 1 af 3 : 33% 3 af 4 : 75% 0 3 0 2 0 1 6 4
11 Eiki 2 af 6 : 33% 0 af 1 : 0% 1 af 2 : 50% 0 3 1 0 1 2 5 2
12 Kiddi 5 af 6 : 80% 2 af 3 : 66% 0/0 1 2 0 3 3 4 16 0
13 Baddi 0 af 3 : 0% 0 af 2 : 0% 0/0 0 0 2 0 0 1 0 1
14 Sammi 2 af 2 : 100% 0/0 1 af 2 : 50% 1 3 0 0 3 0 5 1
15 Úlli 7  af 11 : 64% 0/0 5 af 5 : 100% 4 8 0 3 1 1 19 3
  Samtals: 25 af 55 : 45% 9 af 22 : 41% 15 af 22 : 68% 12 35 7 13 15 18 89 19

19.01.2009 10:00

Sigur í fyrsta leik ársins

Það var sannkallaður topp-slagur í Hagaskóla síðasta laugardag. Leiknir tók á móti ÍBV en staðan í riðlinum var þannig að ÍBV var í fyrsta með 12 stig en Leiknir í öðru með 10stig en átti inni 4 leiki á þá.

Upphitunin byrjaði vægast sagt skrautlega, búningarnir sátu fastir í umferð með Helga en upphitunartreyjurnar voru komnar þannig að menn létu það ekki stopa sig, heldur hituðu þá bara upp á naríunum og náðist þetta á teipi :)

Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og skiptust liðin á að hafa forystu og Leiknir náði smá foskot í stöðunni 15-10 en þá kom góður endasprettur hjá gestunum og skoruðu þeir ellefu stig gegn aðeins tveimur stigum Leiknis og staðan eftir fyrsta fjórðung 21-17 fyrir ÍBV. Þeir heldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta en ÍBV var komið með átta stiga forystu strax 27-19 og var það mesta forysta sem gestirnir höfðu. Eftir þetta hrökk Leiknisvélin í gang með tveimur þristum frá Snorra, einum frá Mikka og brjálaðri vörn og breyttu stöðunni í 35-29 fyrir Leikni. Alveg undir blálokinn var Leiknir með sjö stiga forystu en ÍBV átti síðasta orðið og hittu bösser þrist og var munurinn fjögur stig í hálfleik 43-39 fyrir Leikni. ÍBV byrjaði seinni hálfleikin vel og setti niður þrist og munurinn bara eitt stig en það virkaði eins og vítamínsprauta í rassgatið á Leikni og settu þeir hverja körfuna niður og munurinn orðinn tólf stig 54-42. Þarna virtist eins og Leiknir ætlaði rúlla yfir gestina en allt kom fyrir ekki en þessu baráttu glöðu peyjar létu ekki segjast, staðan eftir þriðja leikhluta 68-61. Leiknir virtist samt vera búnnir að gera útum leikinn þegar munurinn var  orðin fimmtán stig 78-63 en gettu hvað? ÍBV náði muninum aftur niður í fjögu stig 78-74 og voru nokkuð líklegir að ná yfirhöndinni en þá koma varamaðurinn hann Baddi og setti tvo mikilvæga þrista í röð og sigurinn kominn í höfn 87-81. Það voru ellefu menn á skýrslu og komust þeir allir á blað sem sýnir og undirstrikar hvað það sé góð breidd í þessu liði :)

Maður leiksins: Var virkilega erfitt að velja á milli en Mikki, Einar og Halli vorur allir mjög góðir og get ég ekki valið á milli þeirra.
Tilþrif leiksins: Sóknar villa Úlfars, þegar Úlfar fékk boltan óvænt í hendurnar á miðjunni og setti á fullt gegn öllu liði ÍBVs og kallast svona tilþrif fella í keilu....
Snapp leiksins:Það tapaði engin sér í þessum spennu leik og fá menn plús í kladdann fyrir það!

Tölfræði liðsins: 2.stiga skot: 25/38 - 66%, 3.stiga skot: 11/27 - 41%, vítanýting: 10/16 - 63%, sóknarfrá. - 11, varnarfrá. -  21, varin skot - 8, tapaðir - 13, náð - 20, stoðsend. - 23, villur - 23

Tölfræði leikmanna:
  • Nr.4 Mikki - 15 stig - 3 boltar náð - 2 villur
  • Nr.5 Daði - 7 stig - 5 frák. - 3 boltar náð - 1 villa
  • Nr.6 Snorri - 9 stig - 50% nýting í 3.stiga - 2 villur
  • Nr.7 Baddi - 6 stig - 66% nýting í 3.stiga - 0 villur
  • Nr.8 Einar - 16 stig - 6 stoðsend. - 1 villa
  • Nr.9 Halli - 15 stig - 10 frák. - 3 varin - 4 villur
  • Nr.10 Siggi - 2 stig - 3 boltar náð - 4 stoðsend. - 4 villur
  • Nr.11 Eiki - 4 stig - 5 frák. - 4 boltar náð - 3 villur
  • Nr.12 Kiddi - 3 stig - 100% nýting - 0 villur
  • Nr.14 Helgi - 8 stig - 4 frák. - 3 boltar náð - 3 stoðs. - 1 villa
  • Nr.15 Úlfar - 2 stig - 2 varin - 2 boltar náð - 5 villur

Næsti leikur er gegn ÍG
24.jan í Hagaskóla kl.15.30


ÁFRAM LEIKNIR-KARFAN!!!

 



06.01.2009 17:49

Nýja árið hefst með látum!!!

Æfingar hefjast í kvöld (06.01.09) í Breiðholtskóla kl.22.10. Við höfum núna tvær vikur til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn ÍBV sem verður 17.jan í Hagaskóla kl.15.30. Síðan eru það tveir leikir gegn ÍG, 24.jan í Hagaskóla og 31.jan. í Grindavík.

En að öðru, Sammi er að verða gamall en áður en það gerist ætlar hann að halda alla svakalegt partí næsta laugardag. Hefst lætinn kl.20.00 og verður allt fljótandi í búsi en það verður bolla, staup og sterkt í boði húsins, ef menn ætla fá sér bjór þá taka hann með sér. Þeir sem eru að hugsa um að beila á þessu verða ekki í náðinni hjá þjálfa en aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir þá sem hafa fengið fáa sjensa í vetur að taka með sér einhvern veglegan pakka!





ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!!!

24.12.2008 09:38

Gleðileg Jól

Síðasti leikurinn á árinu var gegn KKF Þórir í Hagaskóla, með sigri tryggðum við okkur efsta sætið fyrir jól. KKF þórir byrjaði leikinn betur og voru þeir yfir eftir fyrstaleikhluta 21 - 17. KKF Þórir jók forystu sína í byrjun annarsleikhluta í 7 stig en þá koma góður kafli hjá Leikni og breyttu stöðunni 26 - 19 fyrir Þórir í 30 - 26 fyrir Leikni og Leiddum við í hálfleik með 4 stigum, 34 - 30. Eftir frekar jafnan fyrrihálfleik var allt annað að sjá til Leiknis í þeim síðari, reyndar voru Þórir nálægt því að jafnaleikinn í byrjun en þá komu þrír þristar í röð og var Siggi kominn í sinn gamla gír, bæði í sókn og vörn. Var það undirstaðan í að sigra þennan leik, mest náðum við 22 stiga forystu og héldum við því þangað til að það var ein sekúnda eftir af leiknum. Halli fékk þá vægast sagt klaufalega tæknivillu og nýtti Þórir sér það með að hitta úr báðum vítunum og flautu körfu frá miðju og endaði leikurinn með 14 stiga sigri Leiknis 79 - 65.

Maðurleiksins: Drifkrafturinn sem fylgdi Sigga í leiknum skóp á mörgu leiti þennan sigur, þannig að Rampage er maðurleiksin.
Tilþrif leiksins: Samvinna Sigga og Úlfars, það voru nokkra helvíti góðar.
Snapp leiksins: Ágreiningur Sigga og Helga fellur eiginnlega í skugga þessara fáranlegu tæknivillu Halla...

Tölfræði liðsins: 25/46 : 54% 2.skotum - 5/21 : 24% 3.skot - 15/22 : 68% í vítum - 22 sókn.frák. - 35 varn.frák. - 10 tap. - 13 náð. - 19 stoðs.

  • Nr.4 Mikki - 8 stig og 7 fráköst
  • Nr.5 Daði - 8 stig og 8 fráköst
  • Nr.6 Snorri - 5 stig og 2 stoðsend.
  • Nr.8 Hansberg - 14 stig og 3 stoðsend.
  • Nr.9 Halli - 6 stig, 10fráköst og 2 blokk
  • Nr.10 Siggi - 9 stig, 5 boltar náð og 5 stoðsend.
  • Nr.11 Eiki - 4 stig, 8 fráköst og 3 stoðsend.
  • Nr.12 Kiddi - 3 stig og 2 sóknarfráköst
  • Nr.14 Helgi - 6 stig - 75% nýting í 2.skotum
  • Nr.15 Úlfar - 16 stig og 10 fráköst
Deildarleikur
17.jan í Hagaskóla
kl.15.30

VS


ALLIR Á VÖLLINN!!!
ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!!!


GLEÐILEG JÓL!


Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 56701
Samtals gestir: 15431
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 15:14:32