04.12.2008 11:10

KKF Þórir vs Leiknir

Næsta sunnudag er leikur gegn KKF Þórir í Hagaskóla kl.12.00. Með sigri gætum við tryggt okkur efsta sætið í riðlinum og haldið því fram í janúar.

Þessi lið hafa mættst alls sjö sinnum, reyndar í fyrsta og eina skiptið þegar við mættum þeim hétu þeir Hrönn en það var á okkar fyrsta tímabili í Reykjarvíkur mótinu 2004. Sá leikur fór 50 - 47 fyrir Hrönn en árið eftir tímabilið 2005-2006 spiluðum við aftur við þá í Rvk-móti og fóru leikar 78 - 64 fyrir okkur. Við vorum einnig með þeim í riðli þetta árið og fyrsti deildarleikurinn var jafn og spennandi en sigruðum við með tveimur stigum 64 - 62 í Hagaskóla. Seinni leikurinn var aðeins auðveldari en við sigruðum þá með 14 stiga mun 80 - 66 í Austurbergi en það er næst stærsti sigur okkar á þeim(settum það met reyndar í rvk-mótinu sama ár).Tímabilið 2006-2007 mættumst þessi lið ekki neitt, Tímabilið 2007-2008 var okkar besti leikur gegn þeim, það var en og aftur leikur í Rvk-móti og sigruðum við 83 - 44.

Þá er komið að leikjum á þessu tímabili, við mættum þeim fyrst í Rvk-mótinu í Hagaskóla og sigruðu þeir okkur 81 - 75 en við náðum fram hefndum í deildinni og sigruðum 85-79.

Staðan er þannig í deildinni að við erum með 4 sigra og 1 tap en KKF Þórir eru með 2 sigra og 4 töp. KKF Þórir hefur sigrað ÍG og ÍBV en það eru lið sem við höfum ekki en þá mætt. KKF Þórir er klárlega lið sem þú vild ekki vanmeta en þeir hafa marga góða leikmenn innanborðs þar á meðal einn útlending.

Hér koma nokkri skemmtilegir punktar:

  • Sex sinnum hafa þessi lið mættst í Hagaskóla.
  • En bara einu sinni spila í Austurbergi.
  • 4 af 7 leikjunum voru í RVK-móti.
  • Þessi lið eru jöfn í RVK-mótum, 2 sigrar á kjaft.
  • En Leiknir eru ósigraðir gegn þeim í deildinni.
  • Leiknir hefur sigrað þá 3 sinnum í deildinni.
  • Hæðsta stiga skorið á milli þessara liða var síðasti leikur en hann fór 85-79 fyrir Leikni.
  • Lægsta stiga skorið á milli þessara liða var fyrsti leikurinn en hann fór 50-47 fyrir Hrönn.
  • Liðinni hafa sigrað sitthvorn leikinn á þessu tímabili með sama stiga mun s.s. 6 stigum.
  • Ef sett eru öll úrslit saman í stigaskor, er staðan svona 512 - 446 fyrir Leikni
  • Meðaltali skorar Leiknir 73 stig gegn 63 hjá KKF Þórir


Deildarleikur
Sunnudaginn 7.des
kl.12.00 í Hagaskóla


       vs 


ALLIR Á VÖLLINN!!!
ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!!!

02.12.2008 21:09

Sigur gegn Álftanesi

Það var sannkallaður stórleikur síðasta laugardag í Hagaskóla þegar Leiknir tók á móti UMFÁ. Þessi lið höfðu spilað einu sinni áður og var það fyrsti leikurinn á þessu tímabili og sigraði UMFÁ þá með 10 stigum, 103-93. Var það eini tap leikur Leiknis á tímabilinu en UMFÁ hefur líka bara tapað einum leik og var það gegn ÍG. UMFÁ byrjuðu leikinn betur og komust í 4-1 en eftir smá hökt breyttist það í 10-4 fyrir Leikni, þessi fyrsti leikhluti var mjög langur en það voru margar villur dæmtar og mörg vítaskot tekinn,samtals 23 vítaskot (Leiknir 9 víti og UMFÁ 14 víti). Leiknir leiddi eftir fyrsta fjórðung 33-24 en Helgi, Snorri, Daði og Einar voru allir komnir með 6stig og Daði Janusson var stighæðstur með 10stig fyrir UMFÁ. Strax í byrjun annars leikhluta byrjaði Leiknir af miklum krafti og skoruðu 9 fyrstu stiginn, UMFÁ áttu til fá svör og jók Leiknir allt af munin meira og meira og varð hann mest 27stig en staðan eftir annan leikhluta var 64-37 og voru Álftnesingar ekki hressir með sína frammi stöðu létu tuðruna finna fyrir því og uppskáru tæknivillu í þokkabót. Það þýddi að Leiknir fengu tvo vítaskot og byrja með boltan í þriðja leikhluta. Stigahæðstu menn í hálfleik voru Halli 13stig, Einar 12stig en hjá UMFÁ Davíð 12 stig Daði 10stig. UMFÁ byrjuðu seinnihálfleikinn í svæðisvörn og við það kom smá hik á sóknar leik leiknis en þeir skoruðu 14stig gegn aðeins 3stigum Leiknis og munurinn orðin 15stig þá tók Siggi til sinnar ráða og setti niður þrjá þrista og jók munin aftur í 20 stig en endaði þriðji leikhlutinn 79-62 Leikni í vil. Í síðasta leikhlutanum var það bara forms atriði að klára þenna leik og gerðu það, 22stiga sigur staðreynd og Leiknir komið í efsta sætið með ÍG, lokatölur í leiknum 98-76.

Maður leiksins: Mjög erfitt að velja einhvern einan en Halli verður fyrir valinu, var með 19stig, 7fráköst og 3 varða bolta, fékk það erfiða verkefni að halda Daða niðri og gerði það vel.
Snapp leiksins: Siggi tók leikmann nr.5 hjá UMFÁ í bóndaglímu en það var ekkert miðað við það þegar Helgi ætlaði að drepa Steina fyrir að hafa snúið upp á honum hendina, þannig að Helgi vinnur þann vafasama heiður.
Tilþrif leiksins:Þegar Siggi tók einn leikmann UMFÁ í bóndaglímu.

Tölfræði úr leiknum er
hér

Halli að standa sig í vörninni


23.11.2008 12:57

Leiknir úr leik í bikarnum

Það voru ca.100 manns sem sá Njarvík vinna lið Leiknis í Austurberginu í gær. Njarvík tóku enga sjensa og byrjuðu leikinn á sínu sterkasta liði. Frikki Stefáns skorið fyrstu körfu leiksins og Maggi Gunn sett síðan fyrsta þristinn sinn og staðan orðinn 5-0 en fyrstur á blað hjá Leikni var Daði með laglegt lay-up. Njarvík var kominn með stöðuna í 14-2 og Sammi tók leikhlé, eftir það lagaðist leikurinn hjá Leikni og náðu þeir að minka muninn í 5 stig og staðan orðinn 16-11. Njarðvík sett síðan niður þrjá þrista á móti einum hjá leikni og fyrsti leikhlutinn endaði 25-14 fyrir Njarvík. Annar leikhluti byrjaði vel en Mikki setti niður þrist og Úlfar fylgdi síðan eftir með góðri körfu en hann setti niður 8 stig í þessu leikhluta og þar á meðal eina troðslu. Njarðvík leiddi í hálfleik 52-29 og byrjaði síðari hálfleikurinn ekki vel, þeir pressuðu allan völlinn og upp skáru 13 stig í röð og munurinn orðinn 36 stig. Leiknir sett niður 2 stig á móti næstu 8 hjá Njarðvík og en jókst munurinn en eftir þetta varð leikurinn jafnari og endaði þriðjileikhlutinn 82-39. Það var ekki fyrr en í fjórðaleikhluta sem Halli komst almennilega í gang en það fór frekar lítið fyrir honum framan að, hann skoraði 7stig í röð en 11 stig samtals í leikhlutanum. Leikurinn endaði 110 - 62 fyrir Njarvík og getum við verið þokkalega sáttir með það, einnig er hægt að lesa um leikinn á heimasíðu Njarvíkinga

Maður leiksins var Úlfar, sýndi frábæra baráttu um lausabolta og stóð sig þokkalega vel í vörn.
Snapp leiksins var Halli þegar hann ætlaði að drepa leikmann nr.13 hjá Njarvík.
Tilþrif leiksins átti Úlfar þegar hann tróð tuðrunni eftir hraðaupphlaup.

Stigahæðstu menn:

Leiknir
Halli 11stig - 1 þristur
Úlfar 10 stig
Daði 9 stig - 1 þristur
Snorri 8 stig - 2 þristar
Mikki 7 stig - 1 þristur
Einar 7 stig  - 1 þristur
Siggi 4 stig
Helgi 2 stig
Kiddi 2 stig
Eiki 2 stig


Njarðvík
Maggi Gunn 28 stig - 8 þristar
Logi Gunnarsson 14 stig
Frikki Stef 10 stig




Næsta laugardag er leikur gegn Álftanesi í Hagaskóla kl.13.30


ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!

19.11.2008 09:29

Stærðstileikur ársins

Núna á Laugardaginn mætir Leiknir Njarðvík í 32liða úrslitum í Subwaybikarnum og byrjar þetta kl.15.00, það eru allir velkomnir að koma vegna þess að það verður frítt á þennan stór skemmtilega leik. Þessi lið hafa aldrei spila gegn hvoru öðru og verður forvitnilegt að sjá hvernig strákarnir úr 2.deildinni ganga gegn eitt af topp-liðum úrvalsdeildarinnar síðari ára. Í liði Njarðvíkur eru 3 landsliðsmenn en þeir eru Friðrik Stéfánsson, Magnús Gunnarsson og Logi Gunnarsson en ekki örvænta við eigum fullt af stjörnum í okkar liði þannig að þetta verður jafn leikur.


Laugard. 22.nóv Austurberg kl.15.00
Frítt inn

VS 

ALLIR Á VÖLLINN!!!!
ÁFRAM LEIKNIR-KARFA!!!

09.11.2008 13:40

3 sigurinn í röð

Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur gegn HK í Hagaskóla, 6 af 10 leikmönnum skoruðu 10 stig eða meira. Maður spyr sig hvort það hafi verið val á tónlistinni fyrir leik sem kom mönnum í réttan gír eða hvað en Úlfar kom með einn disk úr prívet safninu sínu. Allavega virtist það hjálpa HKingum í byrjun leiks en þeir leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta 25 - 15. Það var allt annað að sjá til Leiknis í öðrum leikhluta en Leiknismenn skorðu 21 stig í röð og staðan allt í einu 36 - 25 fyrir okkur og komust mest 17stigum yfir en ágætis kafli hjá Hkingum náðu þeir muninum í 11stig fyrir hlé og staðan í hálfleik 47-36. Í síðari hálfleik náði Leiknir strax 17 stiga forystu og voru HKingar að elta allan leikinn og varð munurinn aldrei minni en 15stig. Leiknir sigraði síðan 93-78 og skorðu HK síðustu 4stiginn.

Maður leiksins var Halli en það voru margir aðrir sem komu til greina.Snapp leiksins á Binni en það voru ekki margir sem komu til greina þar, Tilþrif leiksins á Úlfar þegar hann náði einu sóknarfrákastinu og datt á rassin en náði að skora nánast liggjandi á gólfinu, það voru samt mörg góð tilþrif og gaman að sjá hvað boltin gekk vel enda að ég held aldrei verið fleirri stoðsendingar hjá okkur.

Tölfræði liðsinns: 2.skot - 29/54: 54%   3.skot - 7/31: 23%  Vítanýting - 14/21:67%  Sóknafrá. - 15  Varnarfrá. - 26    varin -  5   tapaðir - 13   Náð - 21  Stoðs. 21

Tölfræði leikmanna:
NR - NAFN - STIG - FRÁK. - VARIN - TAP. - NÁÐ - STOÐ.
  • Nr.4 Helgi - 2 - 3 - 0 - 1 - 0 - 1
  • Nr.5 Daði - 12 - 3 - 0 - 3 - 3 - 2
  • Nr.8 Einar - 17 - 1 - 1 - 1 - 1 - 4
  • Nr.9 Halli - 23 - 12 - 1 - 3 - 8 - 1
  • Nr.10 Siggi - 11 - 3 - 0 - 0 - 5 - 2
  • Nr.11 Eiki - 10 - 8 - 1 - 1 - 1 - 2
  • Nr.12 Kiddi - 0 - 2 - 1 - 0 - 0 - 5
  • Nr.13 Binni New - 0 - 0 - 0 - 1 - 0 - 1
  • Nr.14 Snorri - 8 - 1 - 0 - 1 - 2 - 4
  • Nr.15 Úlfar - 10 - 9 - 1 - 2 - 1 - 0
Halli átti en einn stórleikin
Halli var sáttur með leikinn

06.11.2008 17:28

Viðtalið

Einn af stofnendum körfuboltadeildar Leiknis í núverandi mynd er í námi í hinu fjarlægða landi Ástralíu. Hann heitir Unnar Þór Bjarnason og spilaði með okkur í 4 og hálft ár. Núna er hann að gera gott mót í háskólaboltanum þar í landi og var valin meðal annars besti leikmaður í sínu liði. Hann spilar með MELBOURNE UNIVERSITY en eins og staðan er í dag þá er hann með varaliðinu en það er kallað AR2 (resevers 2) en A er best og svo kemur AR1 og AR2 en þetta nær alveg niður í B, C, D og F. Það þykir nokkuð gott að komast í AR2 sem nýliði þarna úti. Unnar er að spila sitt annað tímabil núna. Ég náði tali af honum kl.22.26 á MSN en þá er klukkkan hjá honum 9.26.
 


Samson says:

sæll
Unnar says:

sælir

Unnar says:

djöfull er ég ánægður með dráttinn í bikarnum

Unnar says:

ætlið þið ekki að taka þá

Samson says:

já, maður er ekkert smá spenntur að mæta Njarðvík!!!

Samson says:

maggi gunn, Logi kominn til baka úr atvinnumennsku og frikki stéfáns

Samson says:

ok, ég var að spá í að taka smá viðtal við þig og pósta það á síðunna

Unnar says:

flott, líst vel á það

Samson says:

hvað þurftir þú að gera til að komast í þetta skóla lið?

Unnar says:

ég mætti á æfingu þar sem að allir geta mætt, eftir nokkrar vikur var svo valið í lið og lenti ég í AR2 ( A reserves), A er best, svo kemur AR1, AR2, B, C, D, E og F..

Unnar says:

það eru oftast um 60 manns á æfingu

Unnar says:

spilað á tveimur völlum

Samson says:

er þetta ein deild eða er þetta skipt í einhverjar neðrideildar?

Unnar says:

þetta er eins stór deild, skipt í styrkleikaflokka, spilum alla sunnudaga á móti þá liðum í sama styrkleikaflokki, 

Samson says:

ok, hefur þér verið boðið að spila í styrkleika fyrir ofan þig? er mikill munur á AR2 og A?

Unnar says:

það er ágætismunur á hverjum styrkleika flokk fyrir sig, þetta eru þá oftast strákar sem eru búnir að vera að spila fyrir skólann í nokkur ár, sjaldgæft að rookiar komist það ofarlega.. ég stefni á að færa mig upp eftir þetta season, s.s. í mars, sjáum hvernig það á eftir að ganga

Samson says:

hvað eru margir leikir í deildinni?

Unnar says:

það eru 19 rounds spilaðar, erum bara 7 lið í þessum riðli núna, vorum t.d. 12 síðasta season. en útaf við erum 7 þá þarf eitt lið að hvíla (bye) hverja viku

Unnar says:

svo er útsláttar úrslitakeppni fyrir top 4 í riðlinum

Unnar says:

erum currently búnir að vinna fyrstu 5 leikina

Samson says:

þú varst valin MVP,  fyrir síðasta tímabil

Samson says:

hvernig gekk það?komust þið í úrslitakeppnina?

Unnar says:

þetta er season tvö sem er byrjað núna (summer season)

Unnar says:

ég var valinn MVP fyrir fyrsta seasonið, þá komumst við í úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa lent langt á eftir en töpuðum þar fyrsta leik

Samson says:

hver að þínu mati er munurinn á þessu og 2.deildinni hér heima? Þá á ég við umgjörð og gæði körfuboltans?

Unnar says:

hérna erum menn í aðeins betra formi almennt séð, maður spilar ekki mikið á móti bumbum, menn þótt að þeir séu þrítugir eru rosa fit (eins og Daði) og mikið hlaupið í leikjum, ég mundi segja að riðillinn sem að ég spila í núna sé svipaður og 2.deildin heima..

Samson says:

ok

Unnar says:

umgjörðin er rosalega góð, hérna er spilað í risa húsi (sem að er heimavöllur allra) með 10 körfuboltavöllum

Unnar says:

dómararnir eru svona lala.. ég átti ekki von á að segja þetta en ég sakna Íslensku dómaranna

Samson says:

er jafntefli til í þessu?

Unnar says:

já eins fáránlega og það hljómar þá er hægt að gera jafntefli

Samson says:

hehe ok

Unnar says:

klukkan er aldrei stoppuð, ekki einu sinni í time-out

Unnar says:

ef maður fær tæknivillu þá þarf maður að setjast á bekkinn í 5 mínútur

Samson says:

hahaha snilld

Samson says:

en það eru alltaf 5manns inná?

Samson says:

ég hef frétt það að þú hefur fengið nokkrar

Unnar says:

það eru alltaf 5 já, lentum reyndar í því í seinasta leik að vera bara 5 að spila (prófin eru núna) og einn fékk tænivillu þá vorum við bara 4, það gerðist reyndar tvisvar í leiknum en við náðum samt að kreista sigur

Unnar says:

ég er búinn að fá 3tæknivillur

Unnar says:

fyrsta var fyrir munnsöfnuð við sjálfann mig

Unnar says:

svo voru hinar tvær (algjörlega ósanngjarnar) þar sem að ég á að hafa vísvitandi bömpað menn í gólfið

Samson says:

hvernig gengur þér? ertu með einhverja tölfræði fyrir mig? stig,fráköst og svona

Unnar says:

það er ekkert skráð niður því miður, en ég mundi segja svona meðaltal 10 stig í leik og einhver fráköst, hef ekkert verið að gera neina frábæra hluti, en reyni að berjast eins og ljón og er strax orðinn háværi öskrandi Únnar hérna úti

Samson says:

únnar?

Unnar says:

já, bera það þannig fram, er kallaður Ice-Man hérna í blokkini af öllum kínverjunum sem að ég spila við á nánast hverjum degi

Samson says:

    á þessu lokahófi er valinn bara mvp eða eru einhver fleirri verðlaun

Unnar says:

 á lokahófinu þá var valinn MVP í hverju liði, svo voru heiðursverðlaun fyrir menn sem voru að ná merkum áföngum (spila 50 eða 100 leiki með félaginu), svo var djammari félagsins, besta kærastan og þjálfara verðlaun

Samson says:

hvenær kemur þú heim?

Samson says:

ég er farinn að sakna þín

Unnar says:                   

við erum að stefna á að kíkja aðeins heim næsta sumar til að tékka á atvinnumarkaðinum og íbúðum og svona, svo er útskrift héðan des.2009

Samson says:

ætlar þú að koma aftur í Leikni eða á að prófa eitthvað nýtt?

Unnar says:

það er Leiknir og ekkert annað!!!

Unnar says:

ég gæti ekki hugsað mér að fara einhvert annað.. það er að segja ef ég verð velkominn til baka þar sem að þið eruð komnir með mann sem að dunkar

Unnar says:

það má svo nefna það að ég trektaði hvítvíni þegar að ég var tekinn fyrir sem rookie.. belju hvítvín..ojjjj

Samson says:

haha en sagðir þú þeim frá absentinu hér á klakanum?

Unnar says:

já ég minntist á það en það er alltof dýrt.. menn kaupa bara fullt af belju víni á 5dollara (450kr) 5lítra og sulla þessu í sig og yfir aðra

Samson says:

er eitthvað að lokum sem þú vild segja í þessu viðtali? einhver skilaboð til strákana?

Unnar says:

Bara það að ég sakna strákanna minna og I´ll be back!!

Unnar says:

ps. úlfurinn má fara að passa sig þar sem að ég er að safna í svaðalegustu brúnku sem að leiknismenn eiga eftir að sjá

Unnar says:

   gangi ykkur vel á laugardag og í næstu leikjum,


04.11.2008 17:40

Leiknir í 32 liða úrslit




Dregið var í dag í bikarnum og lendi Leiknir í fyrsta skiptið í 3 ár ekki í forkeppni. Við mætum úrvalsdeildarliðinu Njarðvík og er það án nokkurs vafar stærsti leikur sem Leiknir mun spila hingað til. Leiknir hefur bara einu sinni mætt úrvalsdeildarliði og var það gegn Hetti, sá leikur fór 51-86 fyrir Hetti. Aldrei hefur okkur tekist að komast lengra en 32 liða úrslit en einu sinni töpuðum við í forkeppni en það var gegn Glóa 78-70. Forkeppnin byrjar í næstu viku en 32 liða úrslitin 20 eða 21 nóv.



Forkeppni
ÍG - Fjölnir b
Breiðablik b - Árvarkur
ÍBV - Álftanes

32 liða úrslit
Höttur - Þór Þ.
Haukar - Breiðablik
Hamar - Fjölnir
FSu - Þór Ak
ÍBV/Álftanes - Breiðablik b/Árvakur
Ármann - Grindavík
Valur - Hrunamenn
Snæfell - KR
KFÍ - Tindastóll
Stjarnan b - Keflavík
Grindavík b - Reynir S
ÍG/Fjölnir b - ÍR
Mostri - Stjarnan
Laugdælir - Skallagrímur
Leiknir - Njarðvík
Keflavík b - KR b

Forkeppnin fer fram 11. og 12. nóvember en 32. liða úrslitin í kringum 20. og 21. nóvember

Næsti leikur er gegn HK á laugardag kl.15.30 í Hagaskóla.

Allir að mæta og styðja okkur til sigurs!!!


26.10.2008 23:12

Sigur gegn KKF Þórir!

Ég verð að byrja á að benda öllum sem lesa þetta á að Siggi Rodman er frábær manneskja, veit ekki um manneskju sem þetta fornkveðna á betur við: Fegurðin kemur að innan;) ***

Vil byrja á að þakka liði KKF Þóris fyrir leikinn, erfiðir mótherjar þar á ferð og gefast aldrei upp. Leiknir var án þjálfarans, Samma sem ákvað að fara frekar að horfa á körfubolta á Spáni. Einnig vantaði stigavélina Mikka og leynivopnið, hann Óla í hópinn. Leikurinn var frekar jafn en Leiknir þó með yfirhöndina mest allan leikinn. Daði var vægðarlaus í að keyra á körfuna og setti 20 kvikyndi og fékk hvorki meira né minna en 11 vítaskot í fyrsta leikhluta (greddan alveg að fara með kauða). Halli BoomBoom lék einstaklega vel, skoraði 19 stig og reif niður 13 fráköst... besti leikur hans til þessa á tímabilinu staðreynd. Nota ég hér með tækifærið og útnefni þessa tvo, menn leiksins. Aðrir léku einnig vel, Einar var solid, setti 16 stig og Siggi kom þar næstur með 15. Aðrir skoruðu minna en allir spiluðu hörkuvörn og það var einmitt hún sem skóp sigurinn. Flottur leikur undir stjórn Kidda sem stóð sig eins og hetja á bekknum í fjarveru Samma. Sammi... watch out;)

Hér er svo tölfræði leiksins:
                                Stig   Fráköst  Stoð.  Bolta náð  tapaðir  Varin

 

Nr.5 Daði          20                 3          1                             1               
Nr.6 Baddi         5                              2                                              

Nr.7 Binni                              1  - Samt alveg ágætur gaur...                   
Nr.8 Einar         16                 3          3            3                4               
Nr.9 Halli          19                 13                      2                1            1  
Nr.10 Siggi        15                 6          4           3                 4               
Nr.11 Eiki          3                                           1                                  
Nr.12 Kiddi        DNP                                                                          
Nr.13 Helgi                            2                       1                  1               
Nr.14 Snorri       4                              1            1                             1   
Nr.15 Úlfar         3                  8          1                               1               



Annars vil ég bara að segja að þið fáið væntanlega meira pro pistil næst þegar Sammi verður mættur aftur til starfa...

ÁFRAM LEIKNIR!!!!




*** Þetta er fyrir öll skiptin sem þú hefur lamið mig í gólfið... :)

20.10.2008 19:06

Rvk-mót neðrideildar

Rvk-mót neðrideildar var haldið á sunnudaginn síðasta og tók þrjú lið þátt, Leiknir, KKF Þórir og Ármann. Það voru engir dómarar tiltaks fyrir þetta mót svo það var ákveðið að hvert lið þurfti að senda tvo til að dæma, fyrir Leikni voru það prýðis drengirnir Siggi og Kiddi og stóðu þeir sig mjög vel og eru greinilega framtíða dómarapar.

Fyrsti leikurinn okkar var gegn KKF Þórir en þetta lið er með okkur í riðli. Til að gera langa sögu stutta þá vann KKF Þórir leikinn 81- 77. Það var ákveðið að nota tækifærið og prufa eitthvað af nýju strákunum en Gaui og Einar Newman voru að spila í fyrsta sinn fyrir Leikni.
Hér kemur smá tölfræði úr leiknum: 2.stiga nýtingin var 49% , 3.skotnýtingin var 39% og vítanýtingin 57%.

Tölfræði leikmanna:
                               Stig     Fráköst     Bolti náð     Tapaðir    Stoð.   Varinn 
Nr.4 Mikki            12          1                    1                     3
Nr.5 Daði               8           5                   5                     1            1                    1
Nr.6 Baddi            2                                 3                                 
Nr.7 Binni old        3                                                           
Nr.8 Einar Árna    11                                                      2         
Nr.9 Halli              2           2                    2                                                         1
Nr.10 Siggi          11          4                                            1            1         
Nr.11 Gaui            2                                 1                                  
Nr.12 Kiddi           3           1                                            1           1          
Nr.13 Einar New                3                                           1
Nr.14 Snorri          8          5                     2                     2           1
Nr.15 Úlfar           15         9                     2                     2



Næsti leikur var gegn Ármanni og var gerðar tvær breytingar Óli og Binni Newman komu í staðinn fyrir Gaua og Halla sem meiddist snemma í leiknum gegn KKF Þórir. Leikurinn endaði 84 - 81 fyrir Ármanni og átti Siggi sjens á að jafna í lokin en heppnin var ekki með honum.
Hér er Tölfræði úr leiknum: 2.stiganýting var 58%, 3.stiganýting var 23% hittum úr 7 af 31 tilraun og vítanýtingin var 67%.

Tölfræði leikmanna:

                               Stig      Frák.     Náð   Tapað    Stoð.    Varinn
Nr.4 Mikki           19         3            4          3          
Nr.5 Daði            13         1             1          1
Nr.6 Baddi           4          2                         1
Nr.7 Binni Old      2        
Nr.8 Einar Árna   13       2            1            1             4
Nr.9 Óli
Nr.10 Siggi           13         2            3          1              1
Nr.11 Einar New   4         2         
Nr.12 Kiddi          4        
Nr.13 Binni New              2
Nr.14 Snorri         3                       3          4              4
Nr.15 Úlfar           6        10           4

Næsti leikur er í deildinni gegn KKF Þórir á Sunnud. 26.okt kl.16.00 í Hagaskóla.
Allir að mæta og styðja okkur til sigurs


20.10.2008 17:59

Uppfærðir prófílar!

Búið að uppfæra prófílana fyrir þetta tímabil. Það verður svo frískað meira upp á þá seinna á tímabilinu.

19.10.2008 21:01

Nýjar myndir!

Það eru komnar nýjar myndir inn á síðuna frá Reykjavíkurmótinu.

18.10.2008 21:46

Sigur gegn HK

Fyrsti sigurinn á þessu Íslandsmóti staðreynd, eftir að hafað tapað gegn Álftanesi í hörkuleik á mánudagin síðasta þá spiluðum við á öðrum erfiðum útivelli og sigruðum 69 - 54. Á meðan aðstæður hjá Álftnesingum var til fyrirmyndar þá er hægt að segja að það var algjör andstæða hjá HKingum. Körfurnar skakkar, harpex á gólfinu, engar skýrar línur á vellinum og engin sjoppa.

Lið HKinga hefur verið skipað af miklum reynsluboltum í bland við nokkra "unga stráka" í gegnum tíðina og hefur þessi formúla virkað vel fyrir þá en þeir hafa oft farið í úrslitakeppnina. Við vorum með þeim í riðli á síðustu leiktíð og sigruðum við annan leikinn en sá sigur kom á þeirra heimavelli.

Þessi leikur var ekki sá fallegasti sem liðið hefur spilað en skotnýtingin var vægast sagt ekki góð, 2.stiganýtingin var 42% 3.stiganýtingin var 18% og vítanýtingin var 55%. Undir venjulegum kringumstæðum mundi maður halda að lið sem státar af svona lélegri nýtingu mundi skíttapa en góð vörn var það sem skóp þennan sigur.Þrátt fyrir að þessi leikur var ekki mikið fyrir augað þá áttum við nokkur tilþrif og þar á meðal troðslu og karfa góð hjá Úlfari, fyrstur til að troða í leik hjá Leikni!

Hér er síðan tölfræðin:
                                Stig   Fráköst  Stoð.  Bolta náð  tapaðir  Varin
Nr.4 Mikki         11                 3          3            2                3           0
Nr.5 Daði          13                 6          0            1                3            0
Nr.6 Baddi         2                  1          1            1                 2            1
Nr.8 Einar          9                  1           2           3                2            0
Nr.9 Halli          12                10         2            5                3           1
Nr.10 Siggi        6                  5          3            2                 2           0
Nr.12 Kiddi        4                  3          0            2                 1           0
Nr.13 Helgi        4                  6          0            3                 2           0
Nr.14 Snorri       2                  3          2            0                 1           0
Nr.15 Úlfar         6                  4          0            5                 1           1

Næstu leikir eru í Rvk-móti neðrideildar á sunnudaginn 19.okt kl.11.30 gegn KKF Þórir og Ármani kl.13.00 í Hagaskóla

Allir að mæta og styðja okkur til sigurs!     
 

13.10.2008 22:11

Tap á Álftanesi...

Leikurinn fór 104 - 93 fyrir Álftanesi, hér eru tölur hvers í leiknum


                        Stig      Fráköst  Stoðs. Bolta náð  Tapaðir    Varin
4. Mikki             12          2              2                             3
5. Daði              10          1              1              4              4
6. Helgi              3           7              1                              3
8. Einar             23          3              4              8             10                1
9. Halli               7           7              2              2              1                 1
10. Siggi           13          3              1                              1             
11. Eiki              6          3               2                              1
12. Kiddi            6                           1                              1               
14. Snorri           6          1               1                   
15. Úlfar             7          7                               3              1                 1

12.10.2008 10:40

Leikur gegn Álftanesi

Sælir

Hér er hópurinn sem mætir Álftanesi á útivelli í fyrstaleik:
Úlfar
Kiddi a.k.a Úlfurinn
Siggi
Einar Árna
Jón a.k.a Mikki
Halli
Eiki
Daði
Snorri
Helgi

Mæting upp í íþróttahús síðastalagi 18:30 en leikurinn byrjar kl.19:15. Að sjálfsögðu mættum við allir og styðjum Leikni til sigurs.

ps. Takk fyrir kosý videó kvöldið ;)

10.10.2008 14:45

Hittingur á Ölver og hjá Samma á laugardag!

Það er hittingur á Ölver á laugardag klukkan 19:00 þar sem menn ætla að horfa á landsleikinn saman. Eftir leik verður svo farið heim til Samma þar sem verður sýnt endurbætt árshátíðarmyndband.

Allir að mæta:)
Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 69262
Samtals gestir: 17999
Tölur uppfærðar: 25.4.2025 21:54:51