04.05.2007 13:46

Sumaræfingar!

Það er komið á hreint að við fáum einhverja hreyfingu í sumar.

Meistari meistaranna Binni (gamli) fór í málin og reddaði Fylkishöllini á þriðjudögum kl.20:40. Þetta eru um klukkutíma æfing, hugsanlega lengur.
Eins og er þá eru við með tímana út maí...

Sjáumst á þriðjudag!


28.04.2007 09:31

Póker

Sælir Leiknismenn!
Það verður pókerkvöld haldið í kvöld hjá Mikka kl.20:00
Það er þúsund kall inn og svo geta menn mætt með meira ef þeir vilja. Spilaður verður texas holdem og hvetjum við alla til þess að mæta.



Sjáumst í kvöld!

03.04.2007 12:24

Þú Skuldar!!!

Jæja hérna er hann LISTINN (segir maður með hárri og dimmri rödd).
Við erum reyndar næstum allir(ekki Einar og Daði) á þessum lista, þar sem ég ætla setja bæði æfingagjöldin og árshátíðarsjóðin hér.


Ef þú skuldar æfingagjöld þá er það rautt á litinn.
En árshátíðarsjóðurinn er fjólublár.

Ari : 7500kr + 900kr = 8300kr Búinn að borga!!
Binni : 7500kr + 300kr = 7800kr Búinn að borga!!
Björgvin : 15000kr + 2100kr = 17100kr
Gummi : 19500kr + 1800kr = 21300kr (3500kr vegna gallans)
Halli : 7500kr + 1200kr = 8700kr Búinn að borga!!
Kiddi : 1200kr Búinn að borga!!
Mikki : 1900kr Búinn að borga!!
Óli : 1750kr Búinn að borga!!
Reynir : 2400kr 
Búinn að borga!!
Rúnar : 3000kr Búinn að borga!!
Siggi : 3500kr
Snorri : 600kr Búinn að borga!!
Steini : 5100kr Búinn að borga!!
Unnar : 300kr Búinn að borga!!

Ég stroka ykkur út af listanum um leið og þið borgið!
Kær kveðja
Gjaldmasterinn


02.04.2007 15:55

Úrslitakeppnin og dagskrá framundan


Jæja, þá er úrslitakeppninni í 2.deildinni lokið en hún fór fram á Skaganum um helgina. Úrslitin voru svo hljóðandi:
1.sæti-Þróttur Vogum
2.Sæti-Reynir Sandgerði                     
3.Sæti-ÍA
4.Hvíti Riddarinn

Úrslitaleikurinn var víst sérstaklega spennandi þar sem hann var tvíframlengdur
Það er því ljóst að þróttur og Reynir fara upp í 1.deild, við Leiknismenn óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis þar. Það hefði verið skemmtilegt hefðum við komist í úrslitakeppnina til þess að sjá hvar við stöndum á meðal þessara liða. Að mínu mati skilur lítið liðin að nema dagsform.

Dagskráin sem er framundan hjá okkur Leiknis mönnum er komin með sér dálk hérna efst á síðuni. Þar má helst nefna pókerkvöld, Mostra mótið sem verður að öllum líkindum stórskemmtilegt, sumarferð Leiknis og síðast en ekki síðst Árshátíðin.

Æfingarnar á Kjalarnesinu er búnar í bili og því eru aðeins æfingar á mánudögum og föstudögum, ég hvet alla til þess að vera duglegir að mæta..

Það er kominn tími á þá sem ennþá skulda æfingagjöld að gera upp enda tími til kominn! Mánuðurinn að byrja og allir þræl efnaðir.
Svo náttúrulega þegar að menn eru komnir í borgunar ham þá má leggja inná Samma árshátíðarsjóðs gjöld!

Það var ekki meira í bili
Unnar

12.03.2007 10:49

5.sæti í utandeildinni og næsti leikur


Eftir að það var beilað á okkur annað skiptið í röð í utandeildinni varð það ljóst að við enduðum í fimmta sæti í utandeildinni. Það er ekkert æðislegt þar sem við ætluðum okkur að vinna deildina, en svo fór sem fór. Ágætis umgjörð á deildinni fyrir utan slappa mætingu hjá sumum liðum.

Seinasti leikur tímabilsins er á sunnudaginn 18.mars í Seljaskóla kl.14:00 á móti Val-b.
Við ætlum okkur ekkert annað en sigur þar sem að þeir hafa unnið okkur í seinustu tveimur leikjum.

Það sést núna hversu jafn riðillinn okkar er og svekkjandi að sjá að sætið í úrslitakeppninni tapast vegna innbyrðis viðureigna við Reyni Sandgerði. En við óskum þeim góðs gengis í úrslitakeppninni.

Það er semsagt seinasti séns til þess að kvetja strákana sína áfram næsta sunnudag kl.14

Áfram Leiknir!!

25.02.2007 13:15

Sigur á Reyni Sandgerði

Loksins! Já loksins unnum við Reyni Sandgerði í frekar spennand leik með 6stigum.
Við vorum yfir allan leikinn en Reynismenn ógnuðu okkur á lokamínútum með pressuvörn og þriggja stiga skotum sem rötuðu ofaní. Svæðisvörnin okkar sannaði sig enn eina ferðina og skiptist stigaskorið hjá okkur frekar jafnt.
Góður sigur og þá er bara einn leikur eftir... Valur-b í seljaskóla 18.mars.
Áfram Leiknir!

16.02.2007 14:11

Partýið á morgun!

Jæja til að þetta fari ekki framhjá neinum þá ætla ég að birta dagskrá morgundagsins.

kl.14:00-Mæting á Ölver fyrir þyrsta fótbolta áhugamenn
Kl:15:00-Tekið röltið yfir í Laugardalshöllina
Eftir leikinn er farið heim í bingó fötin
Hittingur heima hjá Daða um kl:19:30, þar sem þeir sem vilja panta sér pizzu.
20:00-.... Djammað að Leiknis sið

Sjáums á morgun!

Kv.Unnar

11.02.2007 18:18

Góður sigur og partý!

Stærsti sigur Leiknis frá upphafi. Já það vantaði ekki hittnina hjá okkur á móti vinum okkar í Brokey en leikurinn fór með 52 stigum. Þeir mega samt eiga það að láta ekki deigan síga og komust á ágætis skrið í seinasta fjórðung.

Mikki og Einar voru sem berserkir í framlínunni í vörninni og skoruðu þeir samtals um 56stig. Restin stóð sig vel í vörninni og uppskárum við hraðaupphlaup eftir því.

Ég vill nota tækifærið og þakka þeim sem komu á leikinn. Maggi,Stebbi,konurnar, Friðjón og þá sérstaklega Bjarka með fánann!!

Línurnar fyrir partýið eru farnar að skírast. Planið er að hittast á ölver á laugardaginn,fara þaðan á bikarleikinn í körfubolta (Ír-Hamar/selfoss), eftir hann svo matur og partý.

Í sambandi við staðsetningu á partýinu þá kemur það í ljós í byrjun vikunnar hvar það verður haldið.

Svo að lokum eru skilaboð frá Samma til þeirra sem eiga eftir að borga æfingargjöldin að drífa í því, Beggu langar víst til þess að fara í verslunarferð til London...

06.02.2007 17:43

Seinustu leikir og Partý

Jæja strákar mínir!
Ég vill byrja á því að biðjast afsökunar á því hversu lítið(ekkert) hefur verið skrifað hingað á síðuna okkar undanfarið.

Seinustu leikir hafa ekki verið beint hvetjandi til þess að rífa sig fyrir framan tölvuna og segja á móti hverjum við vorum að tapa (Haukum,Val og Reyni). Svona er bara lífið, maður getur ekki unnið þá alla!!

Sá séns að komast í úrslitakeppnina er horfinn og við þurfum að hafa okkur alla við í næstu leikjum til þess að lenda ekki á botninum á riðlinum með vinum okkar í Brokey.

Af þessu tilefni höfum við ákveðið að efna til leiknis partý helgina 16-17feb. (nei ekki báða dagana)...
Við gátum bara ekki ákveðið hvor dagurinn væri betri þannig að hér með byrjar atkvæðagreiðslan 16 eða 17 feb?
Þið kommentið svo hér að neðan um það hvor dagurinn hentar ykkur.
P.S velunnarar Leiknis mega endilega líka tjá sig hvenær þeir vilja hafa teitið(Bjarki, Ívar og Stebbi........)


Hvort er það 16. eða 17. feb???


Þessum er boðið!!

Kv.Unnar

17.12.2006 22:33

Varnarsigur sem gaf okkur 36 stiga mun

Já við tókum á móti Brokey í Seljaskóla vitandi það að þetta yrði hörkuleikur. Brokey setti fyrstu 7 stigin en þá settu Leiknismenn í lás og þjöppuðu vörnina saman svo um munaði. Greinilegt að við erum farnir að spila betur saman og ef við höldum áfram að spila svona á ekkert lið séns í okkur. Mikilvægur leikur framundan á móti Reyni Sandgerði. Ef við vinnum þá þá erum við búnir að jafna þá að stigum og bæta mikilli spennu í þennann riðil okkar. Ír b er dottið út þar sem þeir mættu ekki í annað skiptið fuc** fá*****, skemma riðill okkar, nú fáum við enn færri leiki til þess að spila. Æfingar halda áfram á Kjalarnesinu og nú er engin afsökun til að mæta ekki þar sem prófin eru að verða búin. Við erum langbestir og við sýndum það í dag Áfram Leiknir!!!!!!! Já og ég mæli með Leiknispartý, er einhver sem býður sig fram ? Maður á alltaf eftir að sjá íbúðina hans Mikka t,d, ;)

03.12.2006 20:39

Sigur á toppliði Haukum

Jæja, við tókum þetta. Við komust loksins yfir þann þröskuld sem heitir 4 leikhluti! Eftir að hafa verið yfir í nánast öllum leikjum okkar í fyrstu umferð náðum við nánast alltaf að tapa því niður í síðasta leikhluta. Við erum mikið búnir að tala um hvað það er sem hefur háð okkur í síðasta leikhluta og loksins náðum við að halda úti 4 leikhlutum og unnum Hauka. Þeir hleyptu okkur þá aldrei langt framúr en við vorum nú samt yfir 90% af leiknum. Niðurstaðan hörkuspennandi leikur og konfekt fyrir augu áhorfenda okkar! Ég tók nú saman einhverjar tölur og hér koma þær :

Mikki: 2 stiga = 5/8 3 stiga = 0/3 2 fráköst 4 tapaðir boltar 1 stolinn bolti og 0/2 vítum. spilaði 30:33 mín
Siggi: 2 stiga = 3/5 3 stiga = 0/1 4 fráköst 3/3 víti. spilaði 17:06 mín
Daði: 2 stiga = 6/13 3 stiga = 0/1 8 fráköst 4 tapaðir boltar 2 stolnir boltar 1/1 víti spilaði 18 mín
Kiddi : 2 stiga = 1/3 3 stiga = 0/1 1 stolin spilaði: 7:40 mín
Einar : 2 stiga = 2/5 3 stiga = 0/1 1 frákast 3 tapaðir 1 stolinn 2/2 vítum spilaði: 33:20 mín
Snorri : langflottastur
Halli: 2 stiga = 0/1 5 fráköst 2 tapaðir spilaði : 20:15 mín
Unnar: 2 stiga = 4/9 víti = 1/3 5 fráköst 1 tapaður 1 stolinn spilaði: 22:32 mín
Ari : 2 stiga = 3/5 6 fráköst 2 stolnir víti= 2/4 splaði: 15:36 mín
Sammi: 2 stiga = 3/6 3 stiga= 0/1 3 fráköst spilaði 9:33 mín


Jæja, hakkavélinn kominn í gang og ekkert lið sem getur stöðvað okkur. Þessar tölur eru birtar án ábyrgðar og líklegt að það séu einhverjar skekkjur, en ég gerði þetta eins nákvæmlega og ég gat.

Áfram Leiknir

27.11.2006 12:37

Koma svo!

Leiknismenn spiluðu á móti Glóa seinasta miðvikudag í undankeppni bikarkeppni Lýsingar og KKÍ.
Við töpuðum leiknum með 7 stigum og má þar um kenna slæmri byrjun og vanmati.
Fréttaritari Leiknis fór svo og fylgdist með Kr-b og Glóa leiknum á laugardag, þar sem að Kr-b vann sannfærandi sigur en þó stóðu Glóamenn vel í þeim þrátt fyrir að Kr liðið hafi verið stjörnum prýtt(þá er ég ekki að tala um sjónvarpsstjörnur heldur körfubolta stjörnur)...

Það er því kominn tími á Leikni að girða í brók og spýta í lófana.

Næstu leikur er á sunnudag þann 3.des í Hagaskóla kl.14:30 gegn Haukum-B

Hvetjum alla þá sem komast að styðja við bakið á okkur!!

Áfram Leiknir!

Set loks inn mynd af sigurvegara mottukeppnis Leiknis 2006

17.11.2006 16:16

Bikarkeppnin...

Það er loksins kominn dagsetning á leik okkar gegn Glóa í undankeppni bikarsins.
Leikurinn er settur á miðvikud. 22 nóv kl.22:00.

Saga þessara liða er ekki löng, við vorum með þeim í riðli á Íslandsmótinu fyrir tveimur árum og unnum þá báða leikina, þannig að við höfum gott tak á þeim ;).

Annars hafa verið miklar breytingar á hóp hjá báðum liðum og meigum við búast við hörkkuleik á miðvikudaginn.

Förum aðeins út í leikmanna hóp Glóa, þar eru ófáar stjörnurnar sem spila fyrir Glóa þeir eru reyndar frægir fyrir allt annð en körfubolt. Menn eins og Sverrir Bergmann stórsöngvari og þáttastjórnandi Game tv, Auddi Blö sjónvarpsstjarna með meiru, Hilmir Snær Leikari og kyntröll og síðast en ekki síst Ragnar Magnússon Idol-keppandi og bróðir Sverris. Það verður örugglega pakkað húsið af grúppíum og kannski fleiri stjörnum í stúkunum og að sjálfsögðu verða okkar stuðningsmenn þarna og gera allt vitlaust.

Það lið sem sigrar spilar síðan í 32liða úrslitum við KR-b á laugard. 25nóv kl.14:00 í KR-höllinni.

ATH. Leikur í kvöld kl.21:00 í smáranum í Kópavogi. (17nóv)
Leiknir-b gegn Dóra í utandeildinni.

Áfram Leiknir!!!

11.11.2006 23:31

Sannfærandi sigur á ÍR-B

Já heldur betur, ÍR mættu með fínt lið, en fáliðað. Leiknismenn léku saman sem lið og ekki leið á löngu þangað til við náðum öryggri forystu. Nánast allir menn skoruðu og sigurinn aldrei í hættu. Ef við spilum áfram svona þá getur ekkert lið stöðvað okkur.

Höldum þessu áfram, næstu helgi verður líklega spilað tvo leiki þar sem bikarleikur og deildarleikur voru settir á sömu helgi. Við erum með breiðan hóp og tökumst á við það.

Sjáumst á mánudaginn.

Áfram Leiknir!

08.11.2006 12:51

Tap á móti Reyni Sangerði

Við töpuðum leik okkar seinustu helgi á móti Reyni Sandgerði með 6 stigum.

Stigahæstu menn voru: Daði 14stig,Snorri 14stig og Mikki 13stig.

Næsti leikur:

Laugardaginn 11 nóv. 2006
KL.14:00
Gegn ÍR-b í Seljaskóla

Áfram Leiknir

Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 56701
Samtals gestir: 15431
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 15:14:32