19.01.2006 00:08

Sigur gegn Deiglunni

Það er komið á hreint, okkur var dæmdur sigur gegn Deiglunni 20-0
og höldum öðru sætinu.

Þessi leikur var spilaður 4. des og var síðasti deildarleikur fyrir jól. Við vorum frekar fáliða vegna þess að margir voru uppteknir í prófum. Þeir sem voru á skýrslu: Binni, Sammi, Daði, Mikki, Halli, Óli, Steini, Kiddi, Andri og Snorri. Snorri mætti til að reyna á bólgin ökkla en það gekk ekki neitt og var engan veginn leikfær, þá voru eftir níu. Steini mætti veikur og tók sjensin þó að hann væri að fara í próf fljótlega. En Steini var ekki lengi í paradís og tókst einum Deigluleikmanni að nefbrjóta Steina strax á fyrstu mín.Og þá voru eftir átta. Þrátt fyrir þetta spiluðum við nokkuð vel saman og leiddum leikinn allan tímann með 10 stiga forskoti en dómararnir héltu spennu í þessu með sýnum eindæma flautukonsert og fór að fækka á bekknum hjá Leikni. Í fjórða leikhluta var þetta orðinn jafn leikur en við hefðum átt að klára þetta með tveimur vítaskotum undir lokinn en taugarnar klikkuðu og fór þetta í framlengingu. Í framlengingunni var þetta orðið frekar erfitt og það verður að segjast að það sé sjaldan sem lið vinnur 4 leikmenn á móti 5 og töpuðum við þessu leik.

En það er ekkert meira svekkjandi þegar við mætum með þann mannskap sem við höfðum mæta lið sem sækir sér "lánsmann" úr efrideildum. Finnst mér þetta vera frekar sorglegur atburður og vonandi að þeir sjái eftir þessu. Vonadi nýta þeir sér þessa lexíu sér til góðs og komi í veg fyrir svona mistök í framtíðinni.











Minni hér á stórleikinn gegn ÍA næstu helgi 22jan kl.13:30 í Austurbergi!!!

Allir á völlin og styðja okkur til sigur

Áfram Leiknir



Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 476
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 32979
Samtals gestir: 10174
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 23:34:23