26.01.2006 23:55

íA leikurinn

Fyrsti leikurinn á nýju ári og við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum leik.
Alveg frá því að við töpuðum fyrir þeim upp á Skaga vorum við ákveðnir í því að flengja þá í Breiðholtinu og bæta upp fyrir þá lélegu frammistöðu sem við sýndum þá.

Hópurinn var þannig skipaður: Mikki, Daði, Snorri, Steini, Ari, Halli, Siggi, Andri, Kiddi, Sammi, Unnar og Bjössi.

Þar sem ÍA var skipað frekar lágvöxnum mönnum var reynt að koma boltanum eins oft og mögulegt var undir körfuna. Gekk þetta ágætlega en samt vorum við bara ca. 4 - 6 stigum yfir allan 1.leikhluta.

Í öðrum leikhluta var eiginlega enginn breyting á og voru Leiknismenn hálf áhugalausir og seinir á sér og enduðum við leikhlutann undir með einu stigi :27-28

Sammi hundskammaði allan hópinn og heimtaði meiri baráttu í seinni hálfleik og virtist þetta hafa áhrif.
Það var kominn meiri barátta í vörnina en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Það var eins og einhver hafi sett lok á körfuna hjá okkur, boltinn vildi bara ekki fara oní hjá okkur.
Við skitum langt upp á bak og grúttöpuðum með 18 stiga mun : 46 - 64

Hér er smá tölfræði úr leiknum:

2.stiga skotnýting                3.stiga           Víti               Fráköst      Boltar    Boltar     Villur
                                                                            (Sókn/vörn)    Tapaðir     Náð
1.leikhluti 16/4: 25%            3/1: 33%        4/2: 50%         4/13                 8                3          
2.leikhluti  15/4: 26%           4/1: 25%        4/1: 25%         3/11                 4                2
3.leikhluti  21/5: 24%           4/0:  0%         0/0:  0%         11/8                  8                3
4.leikhluti  11/4: 36%           5/0:  0%         8/1:  12,5%      4/7                  8                4
            
Samtals    63/17: 27%        16/2: 12,5%    16/6: 37,5%    22/39              28             12           22

Sem sagt mjög skrautlegar tölur og voru menn misjafnir hér koma nokkrar staðreyndir:

Það voru tveir með samtals 16 tapaða bolta (8 boltar á haus)...
Skotnýtingin var misjöfn hjá sumum en sumir voru með:
6/0 og 9/2 og aðrir 12/2 eða 14/4...
Það var dæmt af okkur stig af því menn voru að stíga á línuna í víti...
Við skoruðum aðeins 18 stig í öllum seinni hálfleik...

Þetta verður að teljast okkar lang lélegasta framistaða og ekki bara á tímabilinu heldur frá því að við byrjuðum. En góðu fréttirnar eru þær að nú getur þetta bara legið upp á við og mætum við brjálaðir til leiks gegn nágrönnunum í ÍR-b(29.jan kl.13:00 í Seljaskóla) er sigur það eina sem kemur til greina.

Áfram Leiknir!!!!



Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 476
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 32963
Samtals gestir: 10164
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 21:27:03