14.11.2009 23:08

Sigur á móti Smáranum

Leiknir spilaði útileik á móti Smáranum í dag. Að venju var áhorfendapallurinn þétt setinn og stemning svo mikil að erfitt var að heyra í hvor öðrum inn á vellinum. Hæðst mældust desipilin 120 sem bætir met sett fyrir löngu síðan þegar Chicaco og Phenix tókust á í úrslitum NBA deildarinnar.

Leiknismenn mættu með þéttan hóp en mikil veikindi og meiðsli hafa verið að hrjá okkur undanfarið. Leiknir vann stóran sigur síðast á móti Smáranum, en greinilegt var að þeir ætluðu ekki að leyfa okkur að endurtaka leikinn. Leiknir komst strax yfir en náði aldrei að hrista Smárann almennilega af sér, þrátt fyrir að sigurinn var aldrei í hættu. Smárinn barðist allan tímann og skellti á okkur pressu síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök og unnum við 70:84. Leiknir setti öll vítaskot nema eitt ofan í sem hlýtur að teljast gott í hvaða deild sem er.

Stigaskorið dreifðist mjög jafnt og þétt en spilið og vörnin hafa verið betri hjá okkur áður.
Siggi mætti með höfuðuð hátt eftir að Doddi tók bita af því á æfingu í gær, (án gríns) og var sterkur á bekknum og tók stattið að mikilli nákvæmni.

Flott að vera komnir á sigurbraut aftur, og nú er bara að taka næsta leik sem er á móti ÍG. Þeir leikir eru ávallt skemmtilegir, verðum að vinna þann leik ef við ætlum að keppa við ÍG um fyrsta sætið í riðlinum.

Sá sem er með statt blaðið má alveg endilega henda því hérna upp, langar nefnilega að sjá hversu ógeðslega lélegur ég var í þriggjastiga skotunum í dag :D (búin með ,,klikk kvótann", nú má ÍG passa sig).

Annars er 1,14% verðbólga í þessum mánuði og 304/600 dagar búnir af kreppunni.

Sjáumst á æfingu á mánudaginn.

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 186
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 33015
Samtals gestir: 10200
Tölur uppfærðar: 22.5.2024 02:54:21