05.12.2009 17:54

Sigur á móti ,,Lasernum"

Leiknismenn mættu bæði í Hagaskóla og Kennaraháskólan í dag. Eitthvað átti KKI erfitt með að ákveða hvar leikurinn yrði haldinn og sögðu þetta vera innsláttarvillu. Ég á reyndar erfitt með að finna takkann ,,Hagaskóli" á lyklaborðinu mínu, en þeir hlóta að vera með eitthvað rosa hátækni borð.

Tíu menn voru á skýrslu og byrjaði leikurinn á því að Leiknismenn komust í 1-0. Geislinn svaraði með tveggja stiga körfu og var það í eina skiptið sem þeir voru yfir. Eftir það fór Leiknir (Aka Daði) í gang og staðn fljótlega orðin 11 - 4. Hinsvegar sýndi Geislinn mikla baráttu og lokastaðan í leikhlutanum var 14-13 okkur í vil.

Kiddi coach hraunaði yfir sína menn fyrir annan leikhluta og komust við í gírinn og jukun muninn í þægilegt forskot sem við héldum svo allan tímann.

Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig stigaskorið þróaðist:

Munurinn jókst jafnt og þétt og endaði okkur í vil 72 - 51.

Skotnýtingin var vægast sagt hræðileg. Miðað við síðasta leik þá erum við töluvert lakari.
Hér kemur stattið.



Gleymdi að setja stiginn inn, en Daði var stiga hæðstur með 17 stig. Restin var nokkuð jafnt. Ef ég verð í stuði á morgun þá skelli ég því inn.
Gaman að sjá að þriggja stiga nýtingin var 24% og vítanýting var ekki nema 36% (vægast sagt hræðileg). Verðum að taka okkur á.

Nýr fítus í stattið núna er að nú setti ég inn hversu margar mínutur hver leikmaður fékk auk þess að highlighta hæðstu % og hæðsta stat með grænu / rauðu. Veit ekki hvort það sé eitthvað sniðugt, endilega kommentið á þetta.

Annars about time að geta sett inn myndir. Sjáumst á æfingu á morgun.

Áfram Leiknir

Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 186
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 32990
Samtals gestir: 10184
Tölur uppfærðar: 22.5.2024 00:24:08