10.10.2010 15:30

Fyrsti leikur tímabilsins 2010 - 2011.

Þá er komið að því. DEBUT leikur okkar Leiknismanna í fyrstudeild karla í körfuknattleik.

Strákarnir munu taka á móti FSU í Austurbergi núna á
sunnudaginn 10 okt. kl 16:00.

FSU eru ný fallnir úr úrvalsdeild og verður þetta því að teljast stór leikur á móti liði sem er til alls líklegt.

Leiknismenn ætla að gera góða hluti í vetur og hafa ráðið til sín þjálfara, Ara Gunnarsson, til þess að standa betur að velli og eiga meiri möguleika á að halda sér í fyrstudeild. Liðið er að mestu óbreytt frá síðasta tímabili en eins og alltaf hjá stórveldum að þá hafa einhverjir bæst við og eykur það bara breiddina á liðinu og gerir það Leikni að enn hættulegra lið.



Gaman er að segja frá því að Október verður stór heimaleikja mánuður hjá Leikni og verða að sjálfsögðu allir leikirnir auglýstir sérstaklega en framundan eru leikir við;

 Þór þorlákshöfn, sunnud. 17 okt, og Val, sunnud. 31 okt.  

Báðir þessir leikir byrja kl 16:00 en ekki er verra að mæta eitthvað fyrr til að ná upphitun og góðum sætum :)

það kostar litlar 800 kr inn en ókeypis er fyrir 12 ára og yngir. Árskort verða einnig til sölu fyrir ákafa stuðningsmenn :)

Vonumst til að sjá sem flesta :)

Áfram Leiknir! 

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 54
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 27748
Samtals gestir: 9674
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 02:20:52