01.11.2006 18:20
Fyrsti sigurinn!
Fyrsti sigurleikurinn er staðreynd. Við fengum vinalið okkar Brokey í heimsókn í Austurbergið og endaði sá leikur 70-61. Halli og Ari voru stigahæstir báðir með 14 stig sem er glæsilegt.
Næsti leikur verður á móti Reyni Sandgerði í Sandgerði á laugardag klukkan 5. Allir alvöru Leiknismenn láta sig að sjálfsögðu ekki vanta á þann leik.
Það var dregið í bikarnum í dag. Við verðum að spila í undankeppni líkt og í fyrra. Við lendum á móti Glóa. Ef við vinnum þá þá spilum við á móti KR-b 24-26.nóv.
Mottukeppnis myndir eru ennþá væntanlegar og prófílarnir líka. Verið er að vinna í því en svona til þess að hita aðeins upp set ég tvær myndir hér að neðan.
Það var ekkert fleira í bili. Áfram Leiknir
Unnar
23.10.2006 12:18
Fyrsti leikurinn búinn
Fyrsti leikur tímabilsins er afstaðinn. Hann var spilaður á föstudaginn á móti Haukum-b.
Við töpuðum leiknum með 8 stigum en erum staðráðnir í því að læra af þessum ósigri og mæta grimmir til leiks á laugardaginn næsta í Austurbergi kl.13:30 þar sem við mætum Brokey.
Úrslit mottukeppninnar voru tilkynnt í partýinu heima hjá Samma á laugardaginn og var það enginn annar en Binni sem tók sig til og rústaði keppninni. (Myndir verða birtar fljótlega)
Ég vill nota tækifærið og hvetja alla þá sem geta til þess að koma á leikinn á laugardaginn 28.okt kl.13:30 og styðja við bakið á okkur.
Áfram Leiknir
Unnar
11.10.2006 12:18
Mottukeppni Leiknis 2006!
Eins og menn sjá þá er hægt að skarta mörgum tegundum af mottum.
Frá og með deginum í dag er hverjum Leiknis manni bannað að raka sig! Á fyrsta leikdag eða þann 20.okt raka svo menn allt af nema mottuna( allt nema fyrir ofan munn). Þó má koma með ýmsar týpur þarna inn eins og donuttinn.. og skarta svo í leiknum!
Ef kærastan eða yfirmaðurinn verða með einhver leiðindi þá segiði þeim að þjálfarinn ykkar hafi einfaldlega skipað ykkur að gera þetta annars væruð þið reknir úr liðinu!
Koma svo strákar! Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!
Lengi lifi mottan og Leiknir
24.09.2006 14:52
Árshátíðarsjóðurinn...
Ef þig langar ekki í þennan titil þá minni ég þig á að láta Samma vita tímalega hvort þú komir á æfingu eða seinki eitthvað, annars er það 300kr í sjóðinn. Svo er líka hægt að fá sekt ef þú færð á þig dæmda tækni/ásetningsvillu í leik en það er 5ookell.
Til að sjá þenna lista þá er hann hér fyrir ofan merktur: Árshátíðarsjóður
Og munið það þýðir ekki að deila um listan...
15.09.2006 12:35
Jæja strákar, drífum í þessu
12.09.2006 00:15
Góð tilþrif...
Einar Árna hefur alltaf verið frekar flinkur með boltann og ef þið viljið sönnun þá er hún hér.
Einar er einn af nýliðum liðsins og hann á eflaust eftir að styrkja okkur mikið í baráttunni um að komast í úrslittakeppnina. Einar lendi í frekar óheppilegu slysi í sumar þegar hann handleggsbraut sig á báðum en er allur að koma til. Hann er farinn að mæta á æfingar og tekur vel á því og um leið er hann að fífla okkur hina með knatttækni sinni.
11.09.2006 19:00
Dómaranámskeið næstu helgi
Námskeiðið hefst á laugardagsmorgni og stendur fram að kvennalandsleik. Á sunnudeginum verður námskeiðið svo klárað þar sem allir þátttakendur fá tækifæri til að dæma með leiðsögn leiðbeinanda. Nánari dagskrá verður send út í vikunni.
Frítt er fyrir alla á námskeiðið, en nauðsynlegt er að áhugasamir skrái sig í tölvupósti eða til skrifstofu KKÍ í síma 514-4100.
06.09.2006 13:12
ÆFINGAR!! ÆFINGAR!!
Vinir okkar úr knattspyrnudeildinni eru búnnir að redda okkur tveimur æfingatímum í Fellaskóla og þakka ég formanninum honum Arnar það.
Það er hægt að skoða æfingatöfluna hér.
Miðvikud. Frí - einn af tveimur dögum sem ekki er spilaður körfubolti
Föstud. í Fellaskóla kl.18 til 19 - gamli tíminn okkar frá því í fyrra.
Laugard. hér og þar kl.?? - keppt á íslandsmótinu ofl.
Sunnud. Frí - enginn körfubolti
Vill líka minna menn á að gera upp æfinga gjaldið sem fyrst, þeir sem ekki verða búnnir að borga í þessum mánuði verða ekki með okkur í vetur. Þeir sem ætla að fá æfingaföt verða leggja inná fyrir helgi, galinn er á 3500kr.
Stjórinn hefur talað!!!
Samson
01.09.2006 11:09
Paintballmót og partý um kvöldið!
Áður en að þetta tímabil byrjar þá er komið að paintballmóti sem verður haldið þann 2.sept (á morgun) kl.14:00, mæting kl 13:30. Upplýsingar um staðsetningu eru að finna á litbolti.is
Svo erum við að tala um partý hjá honum Steina á hringbrautinni um kvöldið. Mæting þangað er um kl.20. Myndbandssýning byrjar stundvíslega kl.21:00
Mætum sem flestir og gerum okkur glaðan dag!
Áfram Leiknir
25.07.2006 21:56
Núna tekur alvaran við!
Núna er komið að því að opinberar æfingar fari að byrja hjá okkur, og er þá næsta þriðjudags æfing fyrsta opinbera æfing keppnistímabilsins. Það þýðir að tilkynningar skylda í sambandi við forföll byrjar þá og árshátíðarsjóðurinn er kominn í gang. Æfingar eru á þriðjudögum kl.19:30 á kjalarnesi.
Ég vill nota tækifærið og óska Einari góðs bata en hann mölbrotnaði um daginn á olnboga og únlið.. Láttu þér batna sem fyrst!!
Það var ekkert fleira í bili.
Unnar
05.07.2006 20:53
Sumarferð Leiknis
Könnunin sýndi að 53,8% af atkvæðum vildi fara þá helgi, Steini sagði mér líka að það væri skársti tíminn til að fá íþróttahúsið ofl svo það passar ágætlega.
- Æfingaföt
- Sundföt
- svefnpoka
- dýnu
- áfengi
Matur verður á 1500 kr. og ef ég þekki Steina rétt þá veit ég að það verður nóg að éta...
Endilega kommenntið ef þið ætlið með og hafið einhverjar spurningar.
20.06.2006 03:05
Æfingarleikur við Reyni Sandgerði
Áfram Leiknir
14.06.2006 18:01
Sumaræfingar Part 2
Þetta eru æfingar fyrir þá sem vilja, sem sagt það er enginn árshátíðarsjóður í gangi, formlegar æfingar byrja 2.ágúst. Ég vona samt að sem flestir láti sjá sig í sumar þar sem samkeppnin verður harðari með hverju tímabili sem líður. Ég vil líka koma þeim skilaboðum á framfæri að borga fyrri greiðsluna í byrjun ágúst, þar sem mesti kostnaðurinn verður í byrjun tímabilsins og ég tek ekkert ílla í það hef menn vilja gera upp allt tímabilið strax í sumar. Hægt verður að sjá reiknisnúmerið í æfingum.
Sammi Coach
04.06.2006 18:27
Sumaræfing
27.05.2006 08:55
Sumaræfingar
Hvað er að frétta af sumaræfingum? Væri flott ef einhver gæti ,,kommentað" og tjáð sig um það :D
Væri flott að heyra af Bjössa og markaðsdeildinni, hvernig eru undirmenn hans að standa sig???
Áfram Leiknir