25.01.2011 23:22

Mikilvægur Sigur

Leiknir tók á móti Hetti í Austurbergi í mikilvægum leik. Höttur var nýbúin að krækja sér í mikilvæg stig og með einum sigri meira en við. 
Það var því mjög mikilvægt að sigra þá til þessa að halda okkur í 7. sæti, sérstaklega þar sem Laugdælir og Ármann keppa innbyrðis í næsta leik. 
Það er því ljóst að annað hvort Laugdælir eða Ármann sitja einir eftir á botni deildarinnar eftir þeirra rimmu. 

Það var allt annað að sjá til okkar manna í þessum leik. Mikil leikgleði, bæði innan og utan vallar. 
Fyrsti leikhluti var mjög jafn þar sem bæði lið skiptust á að skora og hvorugt liðið náði forystu. Niðurstaðan jafnt 22:22. 
Hinsvegar tóku Leiknismenn forystu í næsta leikhluta sem hélst út allan leikinn. Við unnum næstu þrjá leikhluta og öruggur sigur í höfn. 

Nokkuð góð mæting var á leikinn og þökkum við kærlega fyrir okkur!

Hér kemur uppfærð tölfræði, (nú með tölfræði niður á mín!! emoticon  )

Top 3 eru ,,Higlighted" með grænu og rauðu

Leiknir - Höttur



Til gamans set ég aftur inn úr síðasta leik

Leiknir - Þór Akureyri


Mössum svo næsta leik!!!

16.01.2011 20:59

Tap á móti Þór Akureyri

Leiknir mættu Þór Akureyri í Austurbergi í dag. Leiknir hafði harma að hefna eftir að hafa tapað stórt á móti þeim síðast.
Leiknir komst yfir með glæsilegri þriggjastiga körfu frá Eika á fyrstu mínutu. Þórsarar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig og skoruðu 10 stig í röð á okkur.
Leikni tókst þó að minnka munin í 5 stig og var 6 stiga munur eftir fyrsta leikhluta.
Þórsarar kláruðu dæmið í næstu tveimur leikhlutum og uppskáru 31 stiga sigur.

Óðinn Ásgeirsson var okkur Leiknismönnum sérstaklega erfiður, hann setti niður 29 stig og 14 fráköst og var með með 32 í framlag.

Lítið var af áhorfendum en viljum við þakka þeim sem mættu vel fyrir!

Nú er bara að hysja upp um sig buxurnar og einbeita sér að næsta leik. Sá leikur er á móti Hetti og er það leikur sem við verðum að vinna.


Helsta tölfræði Leiknismanna:

Top 3

Stigaskor:
Hilmir : 10 stig
Eiki : 8 stig
Snorri: 8 stig

Framlag:
Snorri: 10
Úlli: 9
Hilmir:6

Fráköst:
Hilmir: 7
Einar: 5
Halli/Eiki/Snorri: 4

Stoðsendingar:
Einar:6
Snorri: 4
Sverrir/Doddi/Halli/Eiki: 1

Spilaðar mín:
Einar: 30
Sverrir: 26
Eiki: 26

Helgi meiddist í leiknum en er allur að ná sér og kemur á æfingu á morgun.

10.10.2010 15:30

Fyrsti leikur tímabilsins 2010 - 2011.

Þá er komið að því. DEBUT leikur okkar Leiknismanna í fyrstudeild karla í körfuknattleik.

Strákarnir munu taka á móti FSU í Austurbergi núna á
sunnudaginn 10 okt. kl 16:00.

FSU eru ný fallnir úr úrvalsdeild og verður þetta því að teljast stór leikur á móti liði sem er til alls líklegt.

Leiknismenn ætla að gera góða hluti í vetur og hafa ráðið til sín þjálfara, Ara Gunnarsson, til þess að standa betur að velli og eiga meiri möguleika á að halda sér í fyrstudeild. Liðið er að mestu óbreytt frá síðasta tímabili en eins og alltaf hjá stórveldum að þá hafa einhverjir bæst við og eykur það bara breiddina á liðinu og gerir það Leikni að enn hættulegra lið.



Gaman er að segja frá því að Október verður stór heimaleikja mánuður hjá Leikni og verða að sjálfsögðu allir leikirnir auglýstir sérstaklega en framundan eru leikir við;

 Þór þorlákshöfn, sunnud. 17 okt, og Val, sunnud. 31 okt.  

Báðir þessir leikir byrja kl 16:00 en ekki er verra að mæta eitthvað fyrr til að ná upphitun og góðum sætum :)

það kostar litlar 800 kr inn en ókeypis er fyrir 12 ára og yngir. Árskort verða einnig til sölu fyrir ákafa stuðningsmenn :)

Vonumst til að sjá sem flesta :)

Áfram Leiknir! 

17.09.2010 09:49

Æfingar á laugardögum

Æfingar á laugardögum hefjast 25.sept í kennó og eru frá kl.9 til 10.30. Þessar æfingar eru samt þannig að bæði tíminn og dagur gæti breyst.

Muna svo að láta Ara vita tímalega af forföllum í síma:8216164

ÁFRAM LEIKNIR!!!

07.09.2010 00:31

Æfingamót næstu helgi

Næstu helgi ætlar Álftanes að halda æfingamót og lítur þetta svona út:

Riðlakeppni spilast öll á laugardegi(11.sept)

A - riðill(Völlur 1)

1.-Leiknir
2.-Fram
3.-KKF.Þórir
4.-Reynir

Völlur 1

Kl. 10:30 - Leiknir - FRAM
Kl. 11:45 - KKF.Þórir - Reynir
Kl. 13:00 - Leiknir - KKF.Þórir
Kl. 14:15 - FRAM - Reynir
Kl. 15:30 - Reynir - Leiknir
Kl. 16:45 - KKF.Þórir - FRAM

ÁFRAM LEIKNIR!!!

05.09.2010 09:43

Úrslitin úr hraðmótinu

Skallargrímur hélt hraðmót núna síðasta laugardag og buðu þeir okkur og Laugdælum. Í fyrsta leik mættust heimamenn gegn Laugdælum og  sigraði Skallagrímur  þá með ca.15 stigum en þeir leiddu nánast allan leikinn með 10 stigum.

Næsti leikur var Leiknir gegn Laugdælum og vorum við frekar seinir í gang og Laugdælingar voru að hitta vel þannig að þeir leiddu leikinn með ca.20 stigum eftir fyrsta leikhluta. Vorum við svo í eltingaleik eftir það en náðum þessu mest niður í 8 stig. Við töpuðum leiknum síðan með ca.20 stigum. Lítil sem enginn upphitun og aðeins fínpússaðri sóknarleikur og þá hefði þetta geta verið spennandi leikur ;) Tilþrif leiksins var skotið hans Einars frá eiginn vallarhelmingi undir lok fyrri hálfleiks.

Næsti Leikur var gegn Skallagrím, leikurinn var jafn í byrjun en fljótlega náði skallgrímur 10 stiga forskoti. Í fjórðaleikhluta náðum við góðum leikkafla og jöfnum leikinn þegar það voru tvær mínútur eftir. Vörnin var þétt og kláraði Einar Leikinn með góðu skoti á síðustu sekúndinni. Karakter sigur að bestu gerð, vörnin var að standa fyrir sínu og virkilega góður sóknarleikur á köflum. Tilþrif leiksin var sigurkarfa Einars.

Næstu helgi tökum við þátt í öðru móti en Álftanes ætlar að halda hraðmót og verður það auglýst betur seinna.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

 

02.09.2010 17:15

Hraðmót

Næsta laugardag munum við táka þátt í hraðmóti sem Skallagrímur er að skipuleggja. Þetta er þriggja liða mót og spilum við kl.14.00 við Laugdæli og kl.16.00 við heimamenn.

Ferðinn verður skipulögð á föstudags-æfingunni en þeir sem ekki geta verið með um helgina verða láta Kidda vita tímalega.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

30.08.2010 18:54

Æfingar

Næsta æfing er á morgun þriðjud.31 ágúst kl.21 til 23 í laugardalshöll, svo er æfinga á miðvikudaginn kl.21 til 22 og föstudaginn kl.20 til 21.30 í Fellaskóla.

Það má svo sjá æfingatímana okkar í vetur hér að ofan undir ÆFINGAR.

Póker mót KKD Leiknis var haldið síðasta laugardag og vann Karl Már Leifsson, í sigur laun voru farandsbikar, treyja og smá af seðlum. Óskum við honum innilega til hamingju með titilinn en þetta var fyrsta mótið af vonandi mörgum í vetur.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

24.08.2010 16:15

Æfingar þessa og næstu viku

Sælir Leiknismenn

Æfing í kvöld þriðjudaginn 24.ágúst kl.22 til 23, næsta æfing er svo á fimmtudaginn 26.ágúst kl.21 til 23 og svo þriðjudaginn 31.ágúst kl.21 til 23. þessar æfingar eru allar í Laugardalshöllinni.

1.september byrja svo æfingarnar fyrir veturinn og verður það auglýst betur síðar.

Minni aftur á fjáröflunar kvöldið næsta laugardag, en það byrjar kl.18.00 og verður eitthvað fram á kvöld.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

23.08.2010 17:43

Æfing í kvöld

Mánudaginn 23.ágúst verður æfing í Austurberginu kl.21.30 til 23.00. Þeir sem ekki komast á æfingu verða láta Ara vita tímalega og er síminn hjá honum 821 6164.

Minni svo á fjáröflunarkvöld Leiknis sem verður haldið í Leiknishúsinu næsta Laugardag. Nánari upplýsingar gefur Kiddi í síma 849 4726 eða kíkt á Facebook síðuna Pókerkvöld Leiknis.

Áfram Leiknir!!!

13.08.2010 13:24

Æfingar í Ágúst

Sælir Leiknismenn
Það verða æfingar í kennó í næstu viku og verður alla dagana frá kl.21.00 til 22.30 (mánud.16ágúst til föstud.20ágúst) æfingar svo hefjast svo í Austurbergi 23.ágúst. nánari upplýsingar um þær æfingar dett fljótlega inn.

Þeir sem ekki komast á æfingu verða láta Ara vita tímalega í síma 8216164.

ÁFRAM LEIKNIR!!!

17.06.2010 12:42

Sumaræfingar

Sælir Leiknismenn

Sumaræfingar hófust núna í byrjun júní og verða þær einu sinni í viku. Við munum æfa í Fylkishúsinu og byrjar æfingin kl.17.30 og er til 19.30. Þetta eru opnar æfingar svo það verður spennandi að sjá hvaða hetjur kíkja við :).

Næstu æfingar verða reyndar í Kennó á mánudaginn og þriðjudaginn (21 og 22 júní) og byrjar æfingin kl19.30 til 21.00.

Nánar má sjá æfingartímana undir ÆFINGAR hér að ofan.

ÁFRAM LEIKNIR!!!!

27.05.2010 21:32

Árshátíð!

Þá er komið að því, árshátíðin okkar verður haldin 5. júní næstkomandi.

Miðaverð á árshátíðina er 2500 kr. á mann (þeir sem koma með maka borga því 5000 kr.). Vinsamlegast borgið í síðasta lagi 2. júní.

Minni svo á að það er mjög mikilvægt að allir greiði einnig æfingagjöld og sektir einnig í síðasta lagi 2. júní. Ef menn þurfa að semja um greiðslur hafið þá samband við Snorra.

Dagskráin:

Fyrirpartí og fordrykkur heima hjá Hilmi, mæting klukkan 15:00. - Þetta er pylsupartí!

Matur verður klukkan 19:00, leggjum af stað frá Hilmi kl. 18:30. - Makar koma með og verða hressar fram á nótt :)

Eftir mat verður svo haldið í Leiknishúsið. Þar verður verðlaunaafhending fyrir tímabilið og árshátíðarmyndbandið verður frumsýnt. Tökum svo partí, glens, gleði og trúnó fram á rauða nótt :)

Munum svo að ganga vel um Leiknishúsið og skemmta okkur skynsamlega :D

Reiknisnúmerið er: 303-26-5181
kennitala: 0510813159

14.04.2010 18:33

Næsta helgi

Úrslitakeppni 2. deildar verður háð núna um helgina og fer hún fram á Selfossi og á Laugarvatni að hluta.   


Dagskráin er sem hér segir:


A-riðill:
16-04-2010 18:30 Laugdælir - HK               Laugarvatn

16-04-2010 20:30 Leiknir - Felag Lithaa      Laugarvatn
17-04-2010 10:00 Leiknir - HK                   Vallarskóli

17-04-2010 12:00 Laugdælir - Felag Lithaa  Vallarskóli
17-04-2010 15:00 Felag Lithaa - HK           Vallarskóli

17-04-2010 17:00 Laugdælir - Leiknir          Vallarskóli

B-riðill:
16-04-2010 18:30 Álftanes - ÍG               Iða
16-04-2010 20:30 Árborg - ÍBV               Iða
17-04-2010 10:00 Árborg - ÍG                 Iða
17-04-2010 12:00 Álftanes - ÍBV             Iða
17-04-2010 14:00 ÍBV - ÍG                     Iða
17-04-2010 16:00 Álftanes - Árborg        Iða


Á sunnudag 18 - 04 verður svo úrslita úrslitakeppnin

18-04-2010 10:00
Vallarskóli Undanúrslit
18-04-2010 10:00

Iða
Undanúrslit

18-04-2010 12:00

Vallarskóli Leikur um 7. sæti
18-04-2010 12:00

Iða Leikur um 5. sæti
18-04-2010 14:00

Iða Leikur um 3. sæti

18-04-2010 16:00


Iða

Úrslitaleikur




kk

-Úlfar Kári

23.03.2010 11:37

í auga stormsins

Eftir frekar svekkjandi tap á móti Smáranum í tví framlengdum leik, tókum við okkur saman í andlitinu og unnum næstu þrjá leiki í röð og kláruðum tímabilið með stæl.


ÍG í Grindavík; Þessi leikur var sérkennilegur og framan af frekar jafn, eitthvað rugl var í gangi hjá strákunum á stigatöflunni þannig stigin skiluðu sér seint og illa (ef þau þá skiluðu sér þá á annað borð án athugasemda frá okkur sem sátum á bekknum).

Vægast sagt var barist með kjafti og klóm hjá báðum liðium og var allt á suðupunkti lengi vel inná vellinum en vel settar tæknivillur á ónefnda leikmenn beggja liða róaði mannskapinn örlítið. ÍG menn fá prik fyrir að streyma leikinn beint á netið og það með skýrenda við stjórnvölin sem fór vægast sagt á kostum. Óttar og Ómar áttu stórleik að vanda og gott ef Dennis Rodman var ekki með snögga innkomu á völlinn öllum að óvörum og var svo var hann horfinn jafn skjótt aftur. Hvaðan kom hann? Hvert var hann að fara?

ÍG menn misstu samt dampinn í seinni hálfleik og misstu tvo mikilvæga menn útaf. Annar í villuvandræðum en hinn fékk brottvísun með 2 tæknivillur.

Leiknir spilaði seinni hálfleikinn gríðar vel og var oft spurning hvort svona vörn hafi ekki betur átt heima í Iceland Express deildinni.

Lokatölur voru 77 - 102 fyrir  Leikni.


Uppskeru erfiðisins var svo vel fagnað á tveim stöðum, annarsvegar á flatbökuveitingarstað í Grindavík með gula skýrslu í vasanum :) og hins vegar fyrir framan álverið í Straumsvík.



Geislinn í Kennó: Sjaldan og mögulega aldrei hefur Leiknir byrjað nokkurn leik af jafn miklum krafti og á móti Geislanum þennann laugardagsmorgun. Fyrsti leikhluti endaði umþb 26 - 6 fyrir leikni (ef ekki meira) og sáu Geislamenn aldrei til sólu eftir það. Þeir fengu þó aukinn liðstyrk í öðrum fjórðung með innkomu kraftframherjans Grétars og fór þá varnarleikurinn að skila fleiri fráköstum en það var ekki nóg til að koma þeim inní leikinn.

Geislinn hengdi samt aldrei haus og börðust þeir mjög vel fyrir sínu allt fram á síðustu mínutu og emdaði leikurinn töluvert jafnari en útlit var fyrir í upphafi því Geisla menn tóku sig til og unnu síðari hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn, og unnu þeir svo fjórða leikhluta með einhverjum stigum, en ekki dugði það til  og voru lokatölur 89 - 67.



Reykdælir í Hagaskóla: Síðasti leikur tímabilsins var hraður og skemmtilegur leikur þar sem leikið var á alls oddi. Góður hópur mætti til að taka á móti Reykdælum undir öruggri stjórn Kidda og Snorra og er öruggt að segja að allir hafi skemmt sér vel á þessum síðasta leik tímabilsins. Reykdælir mættu fámenntir til leiks og vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en þrátt fyrir það vantaði ekki baráttu huginn hjá þeim sem mættu.

Leiknismenn mættu tilbúnir til leiks hinsvegar og spiluðu vel saman og réðu Reykdælir ekki við vörnina og hraðan sóknarleik í boði Daða, Mikka og nýliðans Vidda sem var tæpur á að brjóta hljóðmúrinn í nokkrum skyndisóknarhlaupum.

Vörnin skilaði þessum leik örugglega í kassann og aldrei getur það talist slæmt að enda tímabilið á sigri.  J

Lokatölur voru 98 - 64 fyrir Leikni.



Hér að neðan er smá yfirlit yfir leiki tímabilsins. Leiknir endaði örugglega í öðrusæti í A riðli líkt og í fyrra og erum við öruggir í úrslitakeppnina sem verður einhverja helgina eftir páska.

Þessi árángur náðist með samspili hjá stórum, breiðum en jafnframt góðum hópi manna sem allir lögðu sitt á vogarskálina til að koma okkur á þann stað sem við erum á. Vill ég þakka samveruna í vetur en jafnframt benda á að tímabilið er ekki búið!!

Hvet ég alla til að vera duglegir að mæta á æfingar núna yfir páskana til þess að við getum staðið okkur sem best í úrslitunum og komist upp!!

Baráttu kveðjur

-ÚK-

ÁFRAM LEIKNIR!!



Leiktímabilið 2009 - 2010

Samantekt

03-10-2009  Leiknir 95:53 Smári                   *Sigur* 1        +42 stig


17-10-2009  Leiknir 80:87 ÍG                       *Tap*              -7stig


24-10-2009  Geislinn 59:112 Leiknir            *Sigur* 1        +53 stig


30-10-2009  Reykdaelir 84:80 Leiknir          *Tap*              -4 stig

           

14-11-2009  Smári 70:84 Leiknir                  *Sigur* 1        +14 stig


29-11-2009  ÍG 78:104 Leiknir                     *Sigur* 2        +26 stig


05-12-2009  Leiknir 72:51 Geislinn              *Sigur* 3        +21 stig


10-01-2010  Leiknir 81:47 Reykdaelir          *Sigur* 4        +34 stig


16-01-2010  Leiknir 100:82 Smári                *Sigur* 5        +18 stig


30-01-2010  Leiknir 87:93 ÍG                       *Tap*                -6 stig


06-02-2010  Geislinn 49:101 Leiknir              *Sigur* 1       +52 stig


12-02-2010  Reykdaelir 78:89 Leiknir          *Sigur* 2        +11 stig


21-02-2010  Smári 104:101 Leiknir              *Tap*              -3 stig


06-03-2010  ÍG 77:102 Leiknir                     *Sigur* 1        +25 stig


13-03-2010  Leiknir 89:67 Geislinn              *Sigur* 2        +22 stig


20-03-2010  Leiknir 98:64 Reykdaelir          *Sigur* 3        +34 stig


Tímabilið í heild:                              12 Sigrar / 4 Töp        + 280 + ein úrslit



Til samanburðar við ÍG, þá voru þeir með 14 sigra og 2 töp en með aðeins 167 stig (ef gefin 20 stig per leik sem vantar úrstli fyrir) og í besta falli ca 180 stig, að mínu mati.

--við erum MIKLU betri en þeir og eigum að rústa þessari úrslitakeppni!!

ÁFRAM LEIKNIR!!!



Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 56701
Samtals gestir: 15431
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 15:14:32