13.05.2006 11:48

Fundur fyrir 06/07 season

Þá er komið að því, við verðum að fara hittast og skipuleggja næsta tímabil.
Það verður fundur núna næsta þriðjudag(16.05.06) heima hjá Samma kl.19:30.
Það er algjörskylda að mæta ef þú vild hafa einhver áhrif á hvernig næsta tímabil verður!!

Umræðuefni:
- Æfingagjöld og æfingar
- Keppnisgjald
- Leikmannahópur
- Sumarferð Leiknis
- Styrktaraðilar
- Búningar og fl.

Mig langar að benda á að það séu komnar inn nýjarmyndir og
það er líka hægt að skoða árangur liðsins hér til hliðar( sjá link mót 04/05 og mót 05/06)




Það var ekki leiðinlegt á árshátíðinni !!

22.04.2006 19:35

Körfuboltar

Okkur hefur verið boðið að kaupa fleiri bolta og datt okkur í hug að bjóða Leiknis leikmönnum að kaupa sér sinn einkabolta. Við erum að tala um innibolta, sem eru notaðir í efstudeild og landsleikjum. Ef þú hefur áhuga að kaupa þá kostar hann ca.4375 kr. Þetta er á mjög góðu verði og einstakt tækifær fyrir alvöru körfuboltamenn.


Skrá þig ef þú hefur áhuga hér niðri.  

.                                                                                                

19.04.2006 21:14

Hvíti Riddarinn vs Leiknir

Það er æfinga leikur á þriðjud. kl 21:30 í Snælandskóla heima hjá Hvíta Riddaranum.
Fyrir þá sem ekki vita þá vann Hvíti Riddarinn 2.deildina í fyrra(hétu reyndar HFF þá) og lentu í 3.sæti í ár.

Þeir sem sjá sér fært á að mæta skulu skrá sig í hér fyrir neðan.





















11.04.2006 22:43

Money money...

Eftir langan og sveitan fund hjá nefndinni hafa þeir komist að þessari niðurstöðu.

Það mun kosta 1500 kr á mann á árshátíðina en 1000 kr aukalega fyrir konurnar.
innifalið er dýrindis máltíð og létt vín með, bjór í eftirrétt og endalaus skemmtun!!

Ég minni líka á að þeir sem ætla að mæta verða að gera upp árshátíðarsjóðinn fyrir 18 apríl...

Hér kemur listinn:( árshátíðargjald + árshátíðarsjóður)

Andri: 1500 + 800 = 2300 kr

Ari: 1500 + 900 = 2400 kr Búinn að borga 3400
Binni: 1500 kr Búinn að borga 1500 kr
Björgvin: 1500 + 900 = 2400 kr Búinn að borga 2400 kr

Bjössi: 1500 + 3000 = 4500 kr Búinn að borga 3000 kr
Daði: 1500 kr Búinn að borga 1500 kr
Einar: 1500 kr Búinn að borga 2500 kr
Gummi: 1500 + 1200 + 2000 = 4700 kr Búinn að borga 3700 kr en skuldar 1000 kr
Halli: 1500 + 1900 = 3400 kr Búinn að borga 3400 kr
Heiðar: 1500 kr Búinn að borga 1500 kr
Hilmir: 1500 kr Búinn að borga 1500 kr
Ívar: 1500 + 500 = 2000 kr Búinn að borga 2000 kr
Kiddi: 1500 kr Búinn að borga 2500 kr
Matti: 1500 + 600 = 2100 kr Búinn að borga 2100 kr
Mikki: 1500 + 2900 = 4400 kr Búinn að borga 4400 kr
Óli: 1500 + 1600 = 3100 kr Búinn að borga 4100 kr

Palli: 1500 kr Búinn að borga 1500 kr
Sammi: 1500 kr Búinn að borga 2500 kr
Siggi: 1500 kr Búinn að borga 2500 kr
Snorri: 1500 kr Búinn að borga 2500 kr
Steini: 1500 kr Búinn að borga 1500 kr
Unnar: 1500 kr Búinn að borga 2500 kr

Reikningurinn sem þið getið lagt inn á er:                         
1152-05-404630 og kt.070180 5379

Það þarf að ganga frá þessum greiðslum sem fyrst svo nefndin getur farið í að græja þetta fyrir okkur!!!



Drífið ykkur að borga eða ég sendi Sigga Rodman á ykkur!!!













07.04.2006 22:07

Skráning á árshátiðina

Jæja, þá fer að líða að þessu og við verðum að fá tölu á þetta svo hægt sé að koma verði á þetta og svona. Flott væru að þeir sem ætla sér að mæta skrái sig hér í athugasemdir og skrifi líka hvort þeir taki konuna með sér eða ekki :D Áfram Leiknir

05.04.2006 13:30

The date is set!

Árshátíð leiknis verður haldin 21 apríl, nánari upplýsingar verða veittar á æfingum.

 Þeir sem komast ekki þessa dagsetningu verða einfaldlega bara að redda sér fríi! en ef allt klikkar láta vita.

p.s. Nefndin tekur við öllum uppástungum (grín, dagskrá o.s.f.)

p.p.s Nefndin skipar Halli, Siggi, Mikki og Unnar (þessi stóri dökkhærði, hljótið að hafa tekið eftir honum á æfingum)

 

 

03.04.2006 13:38

Úrslitakeppninni Lokið!

Seinustu helgi (24-26mars) fór fram úrslitakeppni 2.deildar. Þetta er í fyrsta skipti sem að við komumst þangað, enda aðeins á okkar öðru ári.

Leikirnir spiluðust svona: Unnum ÍG á föstudegi. Töpuðum svo fyrir bæði Ármann Þrótt og ÍBV á laugardeginum. ÍBV leikurinn er reyndar umfjöllunar efni sem að ég treysti mér ekki til að ræða frekar, en naumur var ósigurinn og dómararnir vita hvað okkur finnst um þá! Svo á sunnudaginn unnum við Skaga grýluna sannfærandi. Og fyrir þetta enduðum við í 5.sæti sem er ekkert svo slæmt en... ætlum okkur tvímælalaust stærri hluti á næsta tímabili.

Siggi,Kiddi og Halli.

Þannig að annað sætið í riðlinum okkar og fimmta sætið í úrslitakeppninni er staðreynd eftir stórskemmtilegt tímabil. Ég vill bara nota tækifærið og þakka strákunum fyrir frábært tímabil. Einnig er vert að þakka þeim sem að komu á leikina til að styðja við bakið á okkur!

Heiðar,Sammi,Snorri,Óli,Gummi.

Að lokum vill ég minna alla Leiknis menn á það að árshátíðin er að nálgast og þá er kominn tími á að sletta út klaufunum. Þeir sem að skulda ennþá í árshátíðarsjóðinn eru minntir á að gera það upp sem fyrst. Svo þurfum við að ræða saman um dagsetningu og skipulagningu á sjálfri hátíðinni. Ef að þið hafið góðar hugmyndir varðandi árshátíðina endilega commentið þá hér að neðan.

Takk fyrir mig.

Unnar

22.03.2006 01:00

Checklisti

Jæja, þá er síðasta æfinging búin, búið að yfirfara marga klukkutíma af myndböndum með hverju liði í keppnini o.s.f. Þá er bara komið að því að prenta út þennan checklista og koma sér í gírinn:

Sjónvarp svo hægt sé að taka playstation mót

Playstation tölvu

Einhvern leik sem allir geta spilað, Buzz t.d. (Sammi spilar með bundið fyrir augun)

Körfuboltaskó

2 handklæði (óli þarf 4 þar sem hárið er alltaf vafið upp eins og stelpurnar gera)

Sjampó (helst dubbel dusch, góð lýkt af því, ekkert helvítis rósashampó eins og Unnar er oft með)

Veskið

Kærustur (svo við getum sett saman klappstýrulið)

Nærbuxur, sokka og önnur undirföt

Einhver þarf að koma með ghettóblaster svo við getum hlustað á tónlist

Góða diska, eða ipod (Unnar má ekki koma með sinn, leiður á öllu þessu helvítis rappi, Unnar, þú ert ekki ,,gangster" þó þú hlustir á rapp og eigir heima í árbænum.

Áfengi, (já þið heyrðuð það, ef við töpum öllu, þá verður djammað á laugardeginum, en ef við vinnum þetta þá verður að djamma líka, eiginlega engin leið út úr þessu. Þeir sem eru í aðhaldi hjá Bjössa mega hinsvegar drekka óáfengan sykurlausan megrunardrykk, má ekki bæta á sig kílóum)

Tannbursti

Leiknisbolina (verðum við ekki að vera í stíl?)

Leiknisbúningana (helvít sárt að gleyma þeim)

Svefnpoka??? (það verður eiginlega að komast að því hvort það séu vissar græjur til á svefnstaðnum okkar, annars er ég ennþá til í tjaldið hjá Sigga, hristum frostið bara af okkur, við erum leiknismenn!)

Góða bók (já gerið bara grín að manni :D )

Vatnsbrúsa


Já, orðin helvíti tómur núna, best væri bara að fá mömmur til þess að pakka niður fyrir okkur, þá myndum við líklega fá samlokur og gos með, þær klikka aldrei, annars endilega bætið á þennan checklista........

Buzz mót, verðlaun sem besti buzzarinn á Árshátíðnni???? tja, ég segi svona..

16.03.2006 18:30

Nú hefst alvara lífsins...

Að þessu sinni er það körfuknattleiksdeild Dímon á Hvolsvelli sem heldur mótið. Það verður spilað í 2 riðlum eins og áður, á Hvolsvelli og Hellu. Mótið hefst föstudagskvöldið 24. mars kl. 19:00 og lýkur með úrslitaleik á Hvolsvelli kl. 16:00  sunnudaginn 26. mars.

Riðlaskipting og leikjaröðun er svona:

A-riðill : Hvíti Riddarinn, Dímon, ÍA og Dalvík
Spilað á Hvolsvelli

B-riðill : Leiknir, ÍBV, Ármann/Þróttur og ÍG
Spilað á Hellu

Föstudagur 24 mars

Við eigum fyrsta leik gegn ÍG  kl.19:00

ÍBV gegn Ármann kl.21:00

Laugardagur 25 mars

ÍBV gegn ÍG kl.9:00

Leiknir gegn Ármann/Þrótt kl.11:00

Ármann/þróttur gegn ÍG kl.14:30

Leiknir gegn ÍBV kl.16:30

Sunnudagur 26 mars

Leikið á hellu um 7.sætið kl.9:00

Leikið á hellu um 5.sætið kl.11:00

Leikið á Hvolsvelli undanúrslit kl.9:00

Leikið á Hvolsvelli undanúrslit kl.11:00

Leikið á Hvolsvelli um 3.sætið kl.14:00

Leikið á Hvolsvelli úrslitaleikur kl.16:00




08.03.2006 20:32

Hópferð

Mikil spenna er fyrir lokaumferðina í Iceland Express-deild karla en hún fer fram á fimmtudagskvöld kl.19:15. Hæst ber úrslitaleikur Suðurnesjarisanna Keflavíkur og Njarðvíkur, en leikurinn er hreinn úrslitaleikur um deildartmeistaratitilinn.

Það er hugmynd um að fara hópferð og sjá þennan grannaslag í Keflavík annað kvöld. Þeir sem hafa áhuga skulu annað hvort skrifa sig í comment eða hafa samband við Samma.

Það er áætluð brottför frá Leiknishúsi kl.18:00 á morgun!!!

08.03.2006 01:13

Módelin

Já, nýlega var mynd af Daða og Snorra sett inn á netið, og viti menn, allir orðið vitlaust.
Öll helstu nöfnin í tískuheiminum berjast um að fá þá til þess að módela fyrir sig, Jay Leno suðar í þeim til að fá þá í þáttinn sinn o.s.f.

Hér er myndin sem gerði allt vitlaust
myndin fengin að láni frá: http://www.blog.central.is/rbklikan

05.03.2006 22:11

Komnir í úrslitin!

Já, við tryggðum okkur sæti í úrslitum með góðum leik á móti Hrönn. Hrannar menn héldu í við okkur með því að hitta vel úr 3 stiga skotum sínum en það var ekki nóg til að stoppa okkur. 4 sigurleikir í röð og Deiglan eru næstu mótherjar. Þó svo við erum öruggir áfram þá viljum við vinna næsta leik. Þetta verður skemmtileg úrslita helgi og er ekki málið að redda bústað eða einhverju álíka svo maður þurfi ekki að keyra þetta fram og til baka? Siggi er búin að redda okkur tjaldstæði fyrir þá sem vilja reyna á frostmörk sín.

Deiglumenn unnu Skallagrím frekar örugglega, þeir eru með sterkt lið og verður gaman að spila við þá næstu helgi.

Áfram Leiknir.

 

02.03.2006 21:40

Úrslitakeppnin

Úrslitakeppni 2. deildar karla verður haldin á Hellu og Hvolsvelli daga 24.-26. mars nk. Átta félög munu taka þátt í keppninni og leika um tvö laus sæti í 1. deild karla að ári.

Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið fjölda félaga úr riðlunum í úrslitakeppninni verði sem hér segir:

A1 1lið : Það eru þrjú lið (Ármann/þróttur, HK & Árvakur) að berjast um þetta eina sæti og getur farið á hvað veg sem er.
A2 2lið : Það ætti að vera nokkuð augljóst hvað lið það eru en Deiglan á smá sjens en þá.
A3 2lið : Meistararnir frá því í fyrra og ÍG eru búin að tryggja sér sætin sín.
A4 1lið : Dalvík eru taplausir og löngu komnir áfram.
A5 2lið : Gestgjafarnir frá Hellu og ÍBV eru kominn áfram.

Í úrslitakeppninni verður leikið á báðum stöðum á föstudag og laugardag. Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum hvor riðlinn á sínum stað. Á sunnudagsmorgun verða undanúrslitaleikir þar sem leikið verður í kross milli þeirra lið sem urðu í tveimur efstu sætunum. Þá verður einnig leikið um sæti. 5.og 7. sætið um morguninn en um 1. og 3. sætið síðdegis.
 
Nánari upplýsingar um keppnina verða sendar út síðar.

Áfram Leiknir...

21.02.2006 23:59

Æfingagjöldin

Jæja strákar, þá er komið að því að fara að borga skuldir okkar. Hræðilega hefur gengið að rukka inn og Sammi orðinn fokreiður. Helst að borga þetta núna! Sammi fer og handrukkar þetta eftir fáa daga. Þeir sem eru handrukkaðir þurfa að borga meira auk allra beinbrota sem Samma dytti í hug að valda.
Sammi laggður af stað að rukka

18.02.2006 21:40

Videoupptökuvél ??

Hvernig væri að við Leiknismenn myndum taka okkur saman og kaupa eitt stykki videóupptökuvél? Kaupa bara ódýrustu vélina sem hægt er að tengja við tölvu.

Væri kannski 2-3 þús á mann

Þá gætum við tekið upp alla leikina okkar og skoðað styrkleika og veikleika, auk þess verið með gott efni í árshátíðarvideó :D

Endilega ,,commentið" hvað ykkur finnst, er þetta kannski bara rugl??

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 54
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 27741
Samtals gestir: 9668
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 00:10:27