21.02.2010 16:49

Tap á móti Smáranum

Smárinn átti góðan leik á móti okkur þar sem þeir sýndu mikinn karekter og stálu sigrinum af okkur á loka mínútum leiksins. 

Ekkert meira um þetta að segja, þeir mættu einfaldlegra hungraðari í þetta en við í seinni hálfleik. 
Æsispennandi leikur engu að síður þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndum. Leiknir átti séns að jafna með góðu skoti sem datt ekki fyrir okkur. 

Hér kemur stigaskor og mín úr leiknum. 

Sjáumst á æfingu á mánudaginn. Allir að mæta.

15.01.2010 22:52

Nýjar prófílmyndir af 4 leikmönnum

Þá er ég loksins búinn að setja inn mynd af Golla og svo nýjar myndir af Samma og Snorra. Ný mynd var sett inn af Hilmi að hans eigin beiðni.


Vinnum nú þennan leik á morgun...

10.01.2010 23:49

Hefndin er sæt!

Leiknir og Reykdælir áttust við í kennaraháskólanum kl 11 á þessum fallega sunnudagsmorgni, þar sem veðrið líktist frekar vori en vetri! Þetta var sannkallaður toppbaráttu slagur, þar sem Leiknir sat í öðru sæti með 10 stig eftir sjö leiki en Reykdælir í þriðja með 8 stig, líka eftir 7 leiki. Reykdælir unnu fyrri leik liðanna í háspennuleik í borgarnesi með 4 stigum, 84-80 þar sem vantaði marga sterka pósta hjá leiknismönnum. Þannig að Leiknis menn áttu harmi að hefna og ætluðu sér að sigra sannfærandi og komu dýrvitlausir til leiks...

1. leikhluti: Það var jafnt á öllum tölum leiksins í stöðunni 0-0 og æsispennandi en síðan tóku Leiknis strákarnir öll völd og litu aldrei til baka. Komust í 8-3 mjög fljótlega og síðan 17-6 og var eins og Leiknis menn höfðu ekkert étið yfir jólin því það var þvílík keyrsla og barátta að annað eins hefur varla sést, og menn varla blésu úr nös. En á meðan lak lýsið af borg-nesingum og þeir vissu vart hvort þeir væru að koma eða fara. Leikhlutinn endaði 24-11 þar sem þeir skoruðu nánast bara af vítalínunni. Viðar kom sterkur inn af bekknum og smellti tvem 3-ja í grillið á einhverjum og flest allt að ganga upp.

2. leikhluti:  Hilmir skorar fyrstu stig leikhlutans og Einar smellur þristi í kjölfarið og munurinn að detta í 20 stig. Reykdælir setja nokkur víti en annars vorum við að spila fanta vörn og þeir skoruðu varla körfu utan af velli. Vinnum við þennan leikhluta 21-14 og átti Hilmir a.k.a. "blackhole" glimrandi annan leikhluta þar sem hann skoraði sjö stig og tók annað eins af fráköstum. Staðan því 45-25 og Leiknir í ágætis málum. Reyndar endaði leikhlutinn á flautukörfu hjá Viðari eftir að hann stal innkast sendingu þegar 1,7 sek var eftir en hún var dæmd ógild. Það er greinilegt að það eru bara sumir sem mega skora eftir að flautan gellur.

3. leikhluti:  Eftir leikhléið voru menn staðráðnir í að halda áfram þar sem frá var horfið. Við Leiknismenn höfum alltaf verið frekar slappir og kærulausir í 3 leikhluta en það var annað upp á teningnum í dag. Daði byrjar á að stela boltanum( var með c.a. 30 stolna bolta og 20 hraðaupphlaups lay-up)og skorar fyrstu stig leikhlutans. Reykdælir setja e-h víti niður en svo kemur mössuð syrpa hjá Einar og Úlla þar sem þeir skora öll næstu stig Leiknis nema síðustu tvö en þar var að verki hinn nýrakaði 0,1 tonna maður sem nældi sér í tvö víti á loka-sekúndum leikhlutans og gerði sér lítið fyrir og smellti þeim báðum spjaldið oní! Unnum við þennan leikhluta 17-12. Staðan því 62-37 og 4. Leikhlutinn nánast formsatriði....

4. leikhluti:  Við byrjum þennan leikhluta á því að bazuka man eða Binni pretty boy bombar einni af sinni frægu banasprengjum "from down town" og áhorfendurnir á pöllunum tryllast alveg við þetta enda Binni fans favourite og kveikir þetta í mönnum. Næstu 5 mínútur voru svo í eigu Halla nokkurs búmm búmm sem ákveður loks að taka ráðum íhlaupa þjálfarans sem sagði honum í hálfleik að hann mætti skjóta aðeins meira. Hann byrjar að taka nokkur post-up moves sem enginn á Íslandi ræður við og setur þarna 10 stig af 12 hjá honum í leiknum, og af öllum regnbogans litum. Frábær frammistaða hjá honum þar sem ég hætti að telja fráköstin hjá honum þegar þau voru komin yfir 25. Honum var kippt út af þegar 5 mínútur lifðu leiks og fékk hann standing ovation from the crowd! Lokakörfu Leiknis skoraði svo Einar nokkur Hansberg eftir að hann stal bolta af leikstjórnanda Reykdæla, og no offense en ég veit að hann mun líklegast fá matröð um Einar í nótt!! Leikhlutinn fór 19-10 og lokatölur 81-47 Leikni í vil.

 

Frábær liðssigur þar sem við vildum hefna tapsins á móti þeim síðast. Í lið Leiknis vantaði þónokkra og Coach Kiddi komst ekki en eins og orðatiltækið segir: Maður kemur í manns stað! Allir komust á blað að þessu sinni og má segja að vörnin hafi verið í úrvals deildar klassa.  Við fengum reyndar doldið af villum og fengu þeir bónus í öllum leikhlutum en fuck it, við unnum...

(T)ölfræði:

Viðar: 8 stig  4 villur   2 nothing but net 3-ja og by far myndarlegastur inn á vellinum

Daði: 10 stig   5 villur  var með ruglaða baráttu

Snorri: 7 stig   1 villa   ávallt prúður drengurinn

Binni bazuka: 6 stig   0 villur   2 bazukur sem kveiktu nánast í netinu

Einar: 12 stig   1/1 í vítum   4 villur   misþyrmdi leikstjórnendum Reykdæla

Halli: 12 stig    2/3 í vítum    4 villur   300 fráköst

Binni bad boy: 2 stig    2/2 í vítum     1 villa    "spjaldið"

Samson-ide: 2 stig     2 villur     át þessa hlunka undir körfunni í vörninni

Hill of pain: 14 stig    2/4 í vítum    2 villur    ökklinn hvað???

Úlfar: 8 stig  0/2 í vítum  3 villur   lét menn heyra eins og alltaf og skoraði svo í smettið á þeim

 

Leiknir: 28 2-ja stiga,    6 3-ja stiga,    7/12 í vítum,    26 villur

Reykdælir:  7  2-jastiga,    4 3-ja stiga,    21/29 í vítum,   15 villur

05.12.2009 17:54

Sigur á móti ,,Lasernum"

Leiknismenn mættu bæði í Hagaskóla og Kennaraháskólan í dag. Eitthvað átti KKI erfitt með að ákveða hvar leikurinn yrði haldinn og sögðu þetta vera innsláttarvillu. Ég á reyndar erfitt með að finna takkann ,,Hagaskóli" á lyklaborðinu mínu, en þeir hlóta að vera með eitthvað rosa hátækni borð.

Tíu menn voru á skýrslu og byrjaði leikurinn á því að Leiknismenn komust í 1-0. Geislinn svaraði með tveggja stiga körfu og var það í eina skiptið sem þeir voru yfir. Eftir það fór Leiknir (Aka Daði) í gang og staðn fljótlega orðin 11 - 4. Hinsvegar sýndi Geislinn mikla baráttu og lokastaðan í leikhlutanum var 14-13 okkur í vil.

Kiddi coach hraunaði yfir sína menn fyrir annan leikhluta og komust við í gírinn og jukun muninn í þægilegt forskot sem við héldum svo allan tímann.

Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig stigaskorið þróaðist:

Munurinn jókst jafnt og þétt og endaði okkur í vil 72 - 51.

Skotnýtingin var vægast sagt hræðileg. Miðað við síðasta leik þá erum við töluvert lakari.
Hér kemur stattið.



Gleymdi að setja stiginn inn, en Daði var stiga hæðstur með 17 stig. Restin var nokkuð jafnt. Ef ég verð í stuði á morgun þá skelli ég því inn.
Gaman að sjá að þriggja stiga nýtingin var 24% og vítanýting var ekki nema 36% (vægast sagt hræðileg). Verðum að taka okkur á.

Nýr fítus í stattið núna er að nú setti ég inn hversu margar mínutur hver leikmaður fékk auk þess að highlighta hæðstu % og hæðsta stat með grænu / rauðu. Veit ekki hvort það sé eitthvað sniðugt, endilega kommentið á þetta.

Annars about time að geta sett inn myndir. Sjáumst á æfingu á morgun.

Áfram Leiknir

30.11.2009 00:07

Mikilvægur Sigur á móti ÍG

Leiknismenn áttu góðan dag á móti liði ÍG í dag.
Við þurftum að koma okkur til Grindavíkur sem var mikið ævintýri. Bílinn hans Sigga bilaði hjá álverinu svo við þurftum að þjappa enn betur í bílana. Sem betur fer ákvað Hilmir að fara á sínum bíl í stað þess að vera farþegi. Það reddaði málunum þrátt fyrir að við þyrftum að ýta honum af stað stöku sinnum, enda pikkfastur í snjó á low-profile sumardekkjunum sínum.

Leiknismenn byrjuðu sterkt og héldu góðri forystu allan leikinn. Bæði lið áttu þá syrpur en við náðum að einbeita okkur allan tímann og vinna öruggan sigur.

hér má sjá hvernig leikurinn þróaðist eitt stig í einu, munurinn var ,,stapíll" en jókst lítillega í lokinn.




Þetta var mikilvægur sigur fyrir Leikni. Nú erum við einu skrefi nær að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni.

Hér má sjá tölfræðina úr leiknum:



Tölfræðin okkar og tölfræðin á leikskýrslunni stemmir ekki alveg. Þessi leikskýrsla var reyndar mjög skrítin í alla staði. Á leikskýrslunni var meðal annars Siggi með 23 stig en okkar tölfræði sýndi 20 stig. Siggi, Einar fékk stigin þín í okkar tölfræði, þú átt þetta bara við hann á æfingu á morgun :)

Gaman að sjá hversu góð nýtingin var í þriggjastiga- og vítaskotum. Hvaða NBA lið væri ánægt með þetta statt.

Leikurinn endaði 104 - 78
26 stiga munur

15.11.2009 20:43

Hin hliðin: Mikki... Loksins!

Fullt nafn: Jón Mikael Jónasson.

Aldur: Fæddur 1964.

Hjúskaparstaða? Í sambandi.

Börn: Nei.

Við hvað starfar þú? Ölgerðinni og væntanlegur nemi.

Hverjir eru þínir helstu kostir sem persónu? Ssss, sæll....... jákvæður, ákveðinn og klár.

En helstu gallar sem persónu? Óþolinmóður.

Uppáhalds drykkur? Pepsi í dós.

Uppáhalds matur? Einhver alvöru nautasteik með öllu tilheyrandi, ég myndi taka það í hvert skipti.

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Já, spila í númer 4... skilaboð til Viðars.

Hvaða liði myndir þú helst vilja spila með? Leikni, Dalvík og Arsenal.

Hvaða liði myndir þú alls ekki vilja spila með? Leiftri Ólafsfirði.

Erfiðasti andstæðingurinn innan Leikis? Einar Hansberg.

Besti samherjinn? Halli, Binni, Einar og fleiri.

Grófasti leikmaður Leiknis? Úlli.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ian Wright

Hvert er þitt uppáhalds lið í enska? Arsenal.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Daði, má enginn annar höstla.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Virkar langbest eitthvað dirty og rústa þeim.

Vanmetnasti karla leikmaður Leiknis? Veit ekkert hvað ég á að segja...

Besta stund körfuboltaferilsins? Hún á eftir að koma.

Mestu vonbrigðin á körfuboltaferlinu? Klárlega þegar Jordan skoraði og Russell datt.

Besti vinur þinn úr liðinu? Brynjar Smári.

Uppáhalds NBA lið? Utah Jazz.

Uppáhalds körfuboltamaður? Malone, Kobe og Derrick Rose.

Uppáhaldssjónvarpsefni? How I met your Mother, Family Guy og Jay Leno.

Uppáhalds kvikmyndin? Godfather I og II.

Uppáhalds hljómsveit? Weezer.

Uppáhalds vefsíða? Fotbolti.net og visir.is.

Fallegasti Leiknismaðurinn? Fannst Óli alltaf heitur þegar hann var hárfagur.

Skemmtilegt atvik sem tengist körfunni? Þegar Carter stökk yfir djöfulsins risann á Ólympíuleikunum.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Varnarhlaupin.

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Matti Jokk.

Hvaða önnur áhugmál fyrir utan körfu áttu þér? Knattspyrnu og útivist.

Hver er uppáhalds matsölustaðurinn þinn? Rizzo, Nonna Biti og Bæjarins Bestu.

Hvað er rómantískt? Nudd.

Hvað er sexý? Fáklætt.

Hver skapaði heiminn? Guð.

Hvaða persónu myndir þú helst vilja hitta? Jón Gnarr.

Merkilegasta persóna sem uppi hefur verið? Egill Gillzenegger.

Ertu góður í körfu? Þokkalegur.

Viltu segja eitthvað að lokum? Þakka fyrir mig og vona að Leiknismönnum gangi vel.

15.11.2009 12:37

Viðbætur

Ekki að ég vilji á nokkurn hátt stela ljómanum hans Snorra, sem er klárlega Snillingur og á mikinn heiður skilið fyrir frábæra pistla. En ég ætlaði bara að tilkynna að ég uppfærði tenglana síðuna okkar hér til hægri, tveir nýjir linkar komnir inn, stat og master síðurnar fyrir deildina okkar.

enjoy responsibly

14.11.2009 23:08

Sigur á móti Smáranum

Leiknir spilaði útileik á móti Smáranum í dag. Að venju var áhorfendapallurinn þétt setinn og stemning svo mikil að erfitt var að heyra í hvor öðrum inn á vellinum. Hæðst mældust desipilin 120 sem bætir met sett fyrir löngu síðan þegar Chicaco og Phenix tókust á í úrslitum NBA deildarinnar.

Leiknismenn mættu með þéttan hóp en mikil veikindi og meiðsli hafa verið að hrjá okkur undanfarið. Leiknir vann stóran sigur síðast á móti Smáranum, en greinilegt var að þeir ætluðu ekki að leyfa okkur að endurtaka leikinn. Leiknir komst strax yfir en náði aldrei að hrista Smárann almennilega af sér, þrátt fyrir að sigurinn var aldrei í hættu. Smárinn barðist allan tímann og skellti á okkur pressu síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök og unnum við 70:84. Leiknir setti öll vítaskot nema eitt ofan í sem hlýtur að teljast gott í hvaða deild sem er.

Stigaskorið dreifðist mjög jafnt og þétt en spilið og vörnin hafa verið betri hjá okkur áður.
Siggi mætti með höfuðuð hátt eftir að Doddi tók bita af því á æfingu í gær, (án gríns) og var sterkur á bekknum og tók stattið að mikilli nákvæmni.

Flott að vera komnir á sigurbraut aftur, og nú er bara að taka næsta leik sem er á móti ÍG. Þeir leikir eru ávallt skemmtilegir, verðum að vinna þann leik ef við ætlum að keppa við ÍG um fyrsta sætið í riðlinum.

Sá sem er með statt blaðið má alveg endilega henda því hérna upp, langar nefnilega að sjá hversu ógeðslega lélegur ég var í þriggjastiga skotunum í dag :D (búin með ,,klikk kvótann", nú má ÍG passa sig).

Annars er 1,14% verðbólga í þessum mánuði og 304/600 dagar búnir af kreppunni.

Sjáumst á æfingu á mánudaginn.

31.10.2009 23:58

Stats úr Geislaleiknum

Hér kemur stats úr leiknum gegn Geislanum, er ekki með aðrar skýrslur. Stigafjöldi er af skýrslu, annað stat af statblaði.

Leikurinn fór 112-59 fyrir Leikni og er þetta nýtt stigamet hjá okkur.

Nr.4 Viðar: 4 fráköst, 1 stolinn, 1 stoðsending
Nr.5 Daði: 21 stig, 11 fráköst, 5 stolnir, 1 stoðsending
Nr.6 Snorri: 9 stig, 1 stolinn, 3 stoðsendingar
Nr.7 Binni: 4 stig, 3 fráköst
Nr.8 Einar: 8 stig, 2 fráköst, 4 stolnir, 5 stoðsendingar
Nr.9 Halli: 15 stig, 15 fráköst, 2 stolnir, 1 stoðsending
Nr.10 Siggi: 19 stig, 4 fráköst, 3 stolnir, 4 stoðsendingar
Nr.11 Golli: 3 stig, 1 frákast, 2 stolnir, 2 stoðsendingar
Nr.12 Kiddi: Þjálfaði af stakri prýði og spilaði ekki.
Nr.13 Hilmir: 26 stig, 10 fráköst, 1 stolinn, 1 stoðsending
Nr.14 Sammi: 7 stig, 1 frákast, 1 stolinn, 1 stoðsending

26.10.2009 00:36

Pick on Challenge

Einar sendi mér mail, hann var að stofna deild í pick one challenge, fantasy leiknum á
NBA.com.

Deildin heitir *Hansberg rule!* og passwordið er *karfa*.

Þetta er mjög einfaldur leikur, velur leikmann fyrir hvert kvöld. Færð eitt stig fyrir hvert stig, frákast og stoðsendigu hjá honum. Ef þú velur nýliða margfaldast heildarniðurstaðan með 2. Það má bara velja hvern leikmann einu sinni á tímabili. Einnig verður að velja leikmanninn fyrir fyrsta leik hvers dags. Hægt er að velja leikmenn fram í tímann.

s.s. mjög einfalt. Mæli með að allir taki þátt.

Hér er linkur á deildina sem ætti að vera hægt að nota þegar þið eruð búnir að skrá ykkur
http://fantasy.nba.com/pick_one/leagues/852

22.10.2009 13:32

Leikmannamál

Hópurinn hjá Leikni er fullskipaður og því er ekki hægt að taka inn nýja leikmenn eins og staðan er í dag. Ef þetta breytist þá mun það vera auglýst á þessari síðu. Gaman að sjá hve margir vilja taka þátt í þessu.

07.10.2009 12:25

Sumaræfingar

Vildi minna á að það bætist 3500 krónur ofan mánaðargjaldið fyrir 1.10.2009 (soldið seinn að bæta því inn, ætti að koma í heimabanka í dag)

þeir sem voru í leið 1 fá því rúmlega 8000 í stað 5000.

Annars mössum við næsta leik!!!

04.10.2009 22:41

Fyrsti leikur tímabilsins að baki... Sigur!

Leiknir spilaði sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í ár á laugardaginn, leikurinn var gegn liðinu Smára. Ekki byrjaði þetta gæfulega fyrir Leikni sem lentu undir 6-16 á upphafsmínútunum. Eftir erfiða byrjun tóku Leiknismenn svo öll völd á vellinum og komu stöðunnni í 28-16 áður en að liði Smára tókst að skora að nýju. Eftir fyrri hálfleik var staðan 37-27 Leiknismönnum í vil sem litu ekki til baka eftir að hafa tekið forystuna og bættu jafnt og þétt við hana eftir því sem á leik leið.
Seinni hálfleikur var alger eign Leiknis þar sem liðið skoraði 58 stig gegn aðeins 26 stigum Smára. Lokatölur leiksins voru 95-53 og er þetta í fyrsta skipti sem Leiknismenn byrja tímabil sitt á sigri.
Nefna verður nokkra punkta í sambandi við leikinn. Daði átti einn sinn besta leik í Leiknisbúning og skoraði 25 stig í öllum regnbogans litum auk þess að spila frábæra vörn (enda þjófóttur andskoti). Stóru mennirnir stóðu sig einnig mjög vel, Halli og Hilmir skoruðu 16 stig hvor auk þess að taka fjöldan allan af fráköstum og spila mjög góða vörn, báðir voru duglegir að verja skot og einnig var Hilmir sérlega laginn í að stela boltum (þeir sem voru á bekknum töldu hátt í 10 slíka hjá honum). Eiríkur var mjög sterkur en auk þess að spila frábæra vörn þá skoraði hann 13 stig. Öllu var þessu svo stjórnað af hinum frábæra leikstjórnanda, Einari, sem átti hljóðlátan dag í stigaskorun á hans mælikvarða (9 stig) en stjórnaði sókninni þess í stað af stakri prýði auk þess að spila frábæra vörn. Kristinn Magnússon, nýr þjálfari liðsins á hrós skilið fyrir að stjórna liðinu stórvel og kom einnig við sögu í hlutverki leikmanns og var að sjálfsögðu yfirburðarmaður þær mínútur sem hann var inn á. Gamli þjálfarinn, Sammi Magg, tók sér sína gömlu stöðu sem leikmaður og átti fínan leik, besti sjötti maður Leiknis frá upphafi er því mættur á nýjan leik og sýndi að enn er nóg eftir í tanknum. Einn nýliði var í hópnum, Viðar, hann átti mjög fína innkomu og stóð sig vel í sókn jafnt sem vörn. Doddi fær svo "honorable mention" en hann fékk 5 villur snemma í þriðja leikhluta eftir að hafa lamið hressilega frá sér! Svo var víst einhver leikmaður Leiknis sem lét rigna þristum (jahh, eða allavega tilraunum), förum ekki nánar út í það ;)

Það verður að taka fram að liðsheildin skilaði þessu fyrir Leikni og allir leikmenn sem spiluðu eiga hrós skilið. Marga leikmenn vantaði í liðið en þessi sigur sýnir í raun hve sterkum hóp liðið hefur yfir að ráða.

Stigaskorun var annars þessi:
Daði: 25 stig
Halli: 16 stig
Hilmir: 16 stig
Eiríkur: 13 stig
Einar: 9 stig
Viðar: 6 stig
Kiddi: 5 stig
Binni: 3 stig
Doddi: 2 stig

Vantar meiri tölfræði úr leiknum, spurning hvort Úlli detti í að horfa á leikinn aftur til að taka það allt saman niður ;D

ps. Einnig verður að taka fram að Mikki stóð sig eins og hetja á klukkunni og Snorri er klárlega með próf í skýrslugerð frá Kaupþingi þar sem sjaldan eða aldrei hefur skýrsla verið eins vönduð og sú sem var afhent í leikslok (GUL og falleg)!

02.10.2009 03:02

Hin hliðin... Unnar Þór Bjarnason

Fyrsti leikur er framundan á næsta laugardag og fer hann fram í Kennaraháskólanum klukkan 11:30. Í tilefni þess kynnum við nýbreytni á síðunni... Hin hliðin, reynt verður að taka viðtöl við alla leikmenn Leiknis á tímabilinu til að lífga aðeins upp á síðuna. Við byrjum á okkar manni í Ástralíu!

Fullt nafn:
Unnar Þór Bjarnason.

Aldur: 27 ára unglamb.

Giftur/sambúð? Giftur Auði Friðriksdóttur.

Börn: Nei.

Við hvað starfar þú? Nemi í Australia.

Hverjir eru þínir helstu kostir sem persónu? Mér líður eins og ég sé í atvinnuviðtali, get ég fengið næstu spurningu?

En helstu gallar sem persónu? Ruslatunnukjafturinn.

Uppáhalds drykkur? Kók.

Uppáhalds matur? Læri með bernaise eða frægi kjúklingarétturinn hennar mömmu.

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Stundum, fæ mér alltaf happa banana áður en að ég spila.

Hvaða liði myndir þú helst vilja spila með? Kærustunni hans Ara..

Hvaða liði myndir þú alls ekki vilja spila með? KR

Erfiðasti andstæðingurinn innan Leikis? Erfitt val, ætli ég verði ekki að tilnefna Halla þar sem að maður getur endað upp á slysó eftir hann.

Besti samherjinn? Erfitt val aftur..Snorri fær heiðurinn, hann finnur alltaf leið til þess að koma boltanum til manns.

Grófasti leikmaður Leiknis? Er Jói jökull með?

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Michael Jordan.

Hvert er þitt uppáhalds lið í enska? Tek ekki þátt í svoleiðis vitleysu, eintómar dýfingar og grenj...

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Þetta eru allt eintómir fjölskyldumenn en Mikki fær atkvæðið mitt.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Blokka nokkur skot og spila "harða" vörn.

Vanmetnasti karla leikmaður Leiknis? Finnski gaurinn sem axlarbrotnaði á fyrstu æfingunni með okkur.

Besta stund körfuboltaferilsins? Keppnisferðalög með Leikni...good times (er ennþá að bíða eftir fyrstu troðslunni).

Mestu vonbrigðin á körfuboltaferlinu? Vítaskotin hjá Hilmi í úrslitunum á móti ÍBV... J

Besti vinur þinn úr liðinu? Get ekki gert uppá milli þeirra, þið eruð allir æði.

Uppáhalds NBA lið? Þessa stundina er það Boston.

Uppáhalds körfuboltamaður? Er að meta Turkoglu.

Uppáhaldssjónvarpsefni? How i met your mother, Klovn, lost, family guy.

Uppáhalds kvikmyndin? Goodfellas og með allt á hreinu.

Uppáhalds hljómsveit? Tribe called quest, fæ aldrei ógeð á þeim.

Uppáhalds vefsíða? 123.is/leiknir og youtube.

Fallegasti Leiknismaðurinn? Binni gamli! algjört bjútí!

Skemmtilegt atvik sem tengist körfunni? Tvennt sem hefur gerst nýlega: sá gaur skora sjálfskörfu og hafði ekki hugmynd um að það væri slæmt og strákur sem er að æfa með mér sem að fór eftir æfingu í lest heim til sín án þess að fara í sturtu (það tíðkast ekki hér) og sat í sveittu stuttbuxunum alla leiðina heim (1klst) fékk ígerð í rassinn (ass infection) þurfti að fara í aðgerð og var frá í 3 mánuði vegna þess að aðgerðin misheppnaðist.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Suicide.

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Hegningarhúsið.

Hvaða önnur áhugmál fyrir utan körfu áttu þér? Tónlist og matur.

Hver er uppáhalds matsölustaðurinn þinn? Í þynnku eða fyrir tjútt er það KFC, shalimar er frekar næs og madonna.

Hvað er rómantískt? Kerti og rauðvín.

Hvað er sexý? Kerti og nudd.

Hver skapaði heiminn? Chuck Norris.

Hvaða persónu myndir þú helst vilja hitta? Hefði ekkert á móti því að hitta Obama og sjá hvort að hann geti einhvað í körfu eða hvort að þeir leyfi honum bara að vinna.

Merkilegasta persóna sem uppi hefur verið? Steini Jobba eða Andrés Önd.

Ertu góður í körfu? Get ekki sagt það, vill verða betri allavegana.

Viltu segja eitthvað að lokum? I will be back!

01.09.2009 15:09

Æfingaleikir

Það eru tveir æfingaleikir framundann.

sá fyrsti er á miðvikudaginn kl 7 á móti aðalliði Vals í Valsheimilinu.

Næsti er á mánudaginn kl 8 á móti Álftanesi í Álftanesi.

Það verða því ekki æfingar hjá okkur þessa daga.

Sjáumst hressir.
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 54
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 27741
Samtals gestir: 9668
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 00:10:27